Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 125-30 125 Elísabet Sólbergsdóttir, Þorkell Jóhannesson ÁKVÖRÐUN Á KADMÍUM í NÝRNABERKI MEÐ ANÓÐUSTRÍPUN ÁGRIP Gerð var rannsókn á því, hve mikið kadmíum væri í nýmaberki 30 einstaklinga á aldrinum 17 til 75 ára, er létust á árunum 1989 og 1990 af slysförum eða höfðu fyrirfarið sér, en voru taldir hafa verið heilbrigðir. Kadmíum safnast mjög í nýru, einkum nýrnabörk, og helstu þekktu eiturhrif þess eru bundin við nýru. Yfirleitt er álitið, að hætta á nýmaskemmdum af völdum kadmíums sé mjög lítil, ef magn þess í nýrnaberki er minna en 200 míkróg/g. Til rannsóknanna var notað þversnið af frosnum nýmaberki. Vefnum var sundrað með sýru (mettaðri saltsýru og saltpéturssýru) fyrir tilstilli örbylgju. Að því loknu var kadmíum ákvarðað með svokallaðri anóðustrípun (potentiometric stripping analysis). I ritgerðinni er fjallað nokkuð um kosti og galla þessara tveggja aðferða við ákvörðun á málmum í vefjasýnum bæði almennt og með tilliti til ákvarðana á kadmíum sérstaklega. Magn kadmíums í nýmaberki var að jafnaði mjög lítið. Það var á bilinu 0-9 míkróg/g í 14 einstaklingum, 10-19 míkróg/g í sjö, 20-29 míkróg/g í sjö og 30-39 míkróg/g í tveimur. Svipað magn kadmíums í nýrnaberki er algengt í Dönum og Bretum. Magn kadmíums fór vaxandi fram að sjötugu, en lækkaði eftir það líkt og þekkt er frá öðrum löndum. Erlendis er magn kadmíums í nýrum að jafnaði meira í þeim, er búa í þéttbýli, en hinna, er búa í dreifbýli. Ekki reyndist unnt að sýna fram á slíkan mun í þessari rannsókn, enda vom sýni fremur fá. I heild benda þessar niðurstöður eindregið til þess, að mengun af völdum kadmíums og áverkun á menn sé lítil hér á landi. INNGANGUR Kadmíum (Cd) er tvígildur málmur, sem fyrst Frá Rannsóknastofu í lyfjafræöi, Ármúla 30 pósthólf 8216, 128 Reykjavik. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Þorkell Jóhannesson. var farið að nota á síðustu öld. Frá því um aldamótin 1900 og fram yfir 1950 óx notkun kadmíums hröðum skrefum (einkum notað í málmblöndur og við málmhúðun, í skaut í rafgeyma og rafhlöður, svo og í liti og plast til þess að gera það sterkt og endingarmikið). Smám saman gerðu menn sér þó ljóst, að kadmíum er með ólíkindum stöðugt efni (helmingunartími í líkamanum er á bilinu 10-30 ár). Var þá tekið að spyma við fótum og hamla gegn notkun þess. Síðkomnum eitrunum af völdum kadmíums var fyrst lýst kringum 1950 (1-5). Kadmíum berst aðallega í menn með þrennum hætti. I fyrsta lagi við innöndun á menguðu andrúmslofti (menn í málmiðnaði), í öðru lagi við innöndun á tóbaksreyk (reykingamenn) og í þriðja lagi við neyslu matvæla með miklu magni af kadmíum. Ýmsar plöntur geta safnað í sig kadmíum og meðal þeirra má nefna hrísgrjón, hveiti, kartöflur, sveppi, spínat og seljurót auk tóbaksplöntunnar (3). Kadmíum frásogast allnokkuð frá lungum, en mun minna frá meltingarvegi. í líkamanum safnast kadmíum fyrst og fremst í nýru og í minna mæli í lifur. Magn kadmíums er raunar mun meira í nýmaberki, einkum í ystu lögum hans, en í nýmamerg. Magn kadmíums í nýrum (einkum nýmaberki) gefur jafnframt góða vísbendingu um, hve mikil áverkun þess er og hugsanleg eiturhrif (1-5). Kadmíum, er safnast í hár, má og nota sem vísbendingu um áverkun þess og eiturhrif í mönnum (6). Hér er skýrt frá niðurstöðum ákvarðana á kadmíum í nýmaberki 30 einstaklinga með aðferð, er nefnist anóðustrípun. Aðferðin, eins og hún birtist hér, er að verulegu leyti unnin í Rannsóknastofu í lyfjafræði. Rannsókn þessi er að öðru leyti hliðstæð eldri rannsóknum í Danmörku (1) og Bretlandi (5). EFNI OG AÐFERÐIR Þversnið af frosnum nýmaberki var tekið

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.