Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.04.1992, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 133-9 133 Gunnar A. Baarregaard 1), Jón E. Jónsson 2) KÖNNUN Á STARFSEMI DAGSPÍTALA ÁGRIP Dagspítalarekstur á öldrunarlækningadeild Landspítalans var kannaður árin 1985 og 1986, en þá var 151 sjúklingur lagður þar inn. Af sjúklingum voru 52.3% 80 ára eða eldri og konur reyndust fleiri en karlar (1.7:1.0). Almenn geta hópsins var góð og fengu 45.7- 84.6% hæstu einkunn við ADL-mat (athafnir daglegs lífs), en 20% voru taldir með vitglöp. Lyfjanotkun hópsins var mikil, meðalfjöldi 6.65 lyf/einstakling við útskrift. Flestir útskrifast heim (37%) eða á sjúkrahús (33%), en 19% eru enn innskrifaðir við árslok. INNGANGUR Dagspítali er oftast deild innan öldrunarlækningadeildar, en getur verið sjálfstæð stofnun. Dagspítali nefnist sú deild sjúkrahúss, sem einungis er rekin að degi til virka daga. Þar fá sjúklingar sömu umönnun, rannsóknir og endurhæfingu og á legudeild öldrunarlækningadeildar. Teymisvinna hinna ýmsu heilbrigðisstétta, sem sinna öldruðum, er lykilatriði í meðferð. í Bretlandi hófst dagspítalarekstur í kringum 1958 og var aðallega ætlaður geðsjúkum fyrstu árin. Síðar hófst starfsemi dagspítala í tengslum við öldrunarlækningadeildir og er sú tilhögun nú talin nauðsynleg. Hlutverk dagspítala er skilgreint sem endurhæfing, viðhaldsmeðferð, mat (rannsókn), læknisfræðileg meðferð, hjúkrun og félagsleg aðstoð (1). Dagspítala er ætlað að stuðla frekar að dvöl aldraðra á heimilum sínum og koma í veg fyrir ótímabæra stofnanavistun. I Bretlandi er dagþjónustu við aldraða aðallega skipt í eftirfarandi þætti: A. Dagspítali (day hospital, sbr. skilgreiningu Frá 1) Heimilislæknastööinni Uppsölum, Reykjavík, 2) öldrunarlækningadeild Landspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Gunnar A. Baarregaard. ofar). B. Dagspítali fyrir einstaklinga með vitglöp (psychogeriatric ward). C. Dagvistun aldraðra (day center) (2-5). Dagvistun aldraðra hérlendis sinnir aðallega félagsþörfum og er frábrugðin dagspítala varðandi mönnun og kostnað. Öldrunarþjónusta hérlendis hefur aðallega byggst upp á síðustu 20 árum, en mörg elliheimili höfðu reyndar verið reist áður. Fyrsta öldrunarlækningadeild hérlendis var öldrunarlækningadeild Landspítalans (ÖL), sem var tekin í notkun 25. október 1975. ÖL er í leiguhúsnæði í níu hæða íbúðablokk í eigu Öryrkjabandalags Islands að Hátúni 10 b og er þannig fjarri öðrum deildum Landspítalans. Húsnæðið var upphaflega ætlað fyrir einstaklingsíbúðir og hefur reynst óhentugt vegna þrengsla. Þann 19. mars 1979 var dagspítali deildarinnar opnaður og þar var framkvæmd sú könnun er hér greinir frá. Móttökudeild hóf starfsemi í september 1981. Á fyrstu hæð er aðstaða fyrir móttökudeild, endurhæfingu, lækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og læknaritara. Á annarri og fjórðu hæð eru legudeildimar þrjár, hver með 20-24 rúm. Dagspítalinn er á 9. hæð í um það bil 200 m* 2 rými. Þar er 120 m2 salur, en þiljuð er af aðstaða fyrir hjúkrunarfræðinga og skoðunarherbergi. Þá er hvíldaraðstaða fyrir fjóra sjúklinga og eldhúskrókur ásamt bað- og salernisaðstöðu. Starfsfólk dagspítalans er: tveir hjúkrunarfræðingar, tvær starfsstúlkur, einn sjúkraliði, læknir í 50% starfi og sérfræðingur í öldranarlækningum gengur stofugang einu sinni í viku, auk þeirra starfa þar félagsráðgjafar, sjúkra- og iðjuþjálfar með aðstoðarfólki. Þeir sjúklingar, sem koma á dagspítala, hafa allir verið skoðaðir af læknum deildarinnar áður, ýmist á öðrum sjúkrahúsum, í heimahúsum eða á móttökudeildinni. I hverri

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.