Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1992, Side 21

Læknablaðið - 15.04.1992, Side 21
LÆKNABLAÐIÐ 135 Tafla I. Fœrni við athafnir daglegs lífs (ADL), skráð eftir upplýsingum úr sjúkraskrám. A B c Göngugeta Gengur sjálfur Þarf hjálpartæki Gengur ekki Klæöist Klæöist sjálfur Þarf smáhjálp Klæöist ekki Matast Matast sjálfur Þarf smáhjálp Mataöur Heldur þvagi Heldur þvagi Voturx2-3/viku Votur >3/viku Salernisferöir Fer einn Þarf smáhjálp Mikla hjálp virkri þjálfun eftir þrjá mánuði/sex mánuði, eða hvort um viðhaldsmeðferð var að ræða. Sjúkdómsgreiningar voru fengnar úr læknabréfum. Lyfjanotkun við komu var fengin úr sjúkraskrá og við útskrift ýmist af lyfjablaði eða úr læknabréfum. Niðurstöður voru bomar saman og hugað að innbyrðis tengslum hinna ýmsu atriða með tölvuvinnslu (SPSS). Lyfjanotkun hópsins við komu og útskrift var borin saman með tvíhliða t-prófun. NIÐURSTÖÐUR Heildarfjöldi sjúklinga, sem kom á dagspítala ÖL árin 1985 og 1986 var 151 og er aldursskipting þeirra sýnd á mynd 1, hjúskaparstétt á mynd 2 og fjölskylduhagir á mynd 3. Árið 1985 voru sjúklingar 77, 23 karlar (meðalaldur 77.1 ár) og 54 konur (meðalaldur 80.2 ár). Árið 1986 voru sjúklingar 74, 30 karlar (meðalaldur 75.7 ár) og 44 konur (meðalaldur 80.0 ár). Margir þessara sjúklinga komu oftar en einu sinni á ári og em skráðar komur á deildina því fleiri en einstaklingamir sem komu. Árið 1985 voru 78 einstaklingar innritaðir í 125 legur, 48 komu einu sinni, 21 tvisvar og níu komu þrisvar til fimm sinnum. Árið 1986 voru 86 einstaklingar innritaðir í 161 legu, 45 komu einu sinni, 25 tvisvar og 16 þrisvar eða oftar, þar af einn 10 sinnum. Tilgangur innlagnar: Til endurhæfingar voru innritaðir 65% sjúklinga og voru 49.5% þeirra útskrifaðir eftir þrjá mánuði og rúm 75% eftir sex mánuði. Af þeim er innrituðust til endurhæfingar voru 15.2% talin í viðhaldsmeðferð (einstaklingsbundinni sjúkra- og iðjuþjálfun lokið) eftir þrjá mánuði en 10.2% eftir sex mánuði. % 40 30 20 10 0 <69 70-74 75-79 80-84 85-89 >90 Alduf Mynd 1. Aidursskipting sjúklinga. Gitl(ur)/ Fráskilin(n) Ógifl(ur) Ekkja1 sambýli ekkill □ Karlar H Konur Fjöldi 151 Mynd 2. Hjúskaparstétt sjúklinga. Y P £ Býr ein(n) Býr meö/ Býr meö/ Býr innan maka ættingjum öldrunar- þjónustu □ Karlar H Konur Mynd 3. Fjölskylduhagir sjúklinga.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.