Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1992, Page 33

Læknablaðið - 15.04.1992, Page 33
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 147-50 147 Gunnar Helgi Guömundsson, Anna Björg Aradóttir AÐSTÆÐUR UNGRA SKÓLABARNA - LYKLABÖRN ÁGRIP Á síðustu 30 árum eða svo hefur það færst í vöxt bæði hérlendis og erlendis að foreldrar vinni bæði utan heimilis. Böm eru því oft skilin ein eftir heima hluta úr degi eða allan daginn. I tengslum við læknisskoðanir í Fossvogsskóla voru kannaðir félagslegir hagir allra níu ára bama í skólanum á þriggja ára tímabili, samtals 159 böm. Af mæðrum unnu 75- 80% að hluta eða fulla vinnu utan heimilis. Lítill munur var á milli ára. I allt að 43% tilvika (svið 20-43%) voru bömin alein heima fyrir eða eftir skóla eða hluta af þeim tíma og í nokkrum tilvikum gættu þau jafnvel yngri systkina. Yfir 94% borðuðu daglega morgunverð og nær öll hádegisverð. Skólaárið 1986-87 sögðust 40% bamanna taka til morgunverðinn sjálf. Þetta hlutfall hafði lækkað niður í 16% skólaárið 1989-90. Um 86% bamanna sögðust taka lýsi og eða vítamín daglega. Upplýsingar af þessu tagi koma að góðum notum við skipulagningu heilbrigðiseftirlits skólabama. INNGANGUR Á undanfömum árum hefur verið vaxandi umræða um aðstæður ungra skólabama. Líklegt er að fjöldi þeirra barna á Islandi, sem eru meira eða minna ein heima á daginn, fyrir eða eftir skóla, skipti þúsundum. Því hafa vaknað spumingar um hvemig þessu sé háttað hér á landi. í umræðunni hafa þessi böm verið nefnd lyklabörn, vegna þeirrar venju, að börnin beri á sér húslykla að heimili sínu meðan foreldrar eru við vinnu. í Bandaríkjunum er talið að fjöldi lyklabarna á aldrinum sjö til tíu ára sé allt að tíu milljónum (1). Þetta gæti svarað til um tíu þúsund lyklabama á Islandi á þessum Frá Heilsugæslustöðinni Fossvogi og læknadeild Háskóla íslands/heimilislæknisfræði. Fyrirspurnir, bréfaskipti; Gunnar Helgi Guðmundsson. aldri. Ljóst er að aukin útivinna foreldra hér á Islandi hefur leitt til þess að fjöldi bama eru skilin eftir ein heima hluta úr degi eða jafnvel allan tímann fyrir eða eftir skóla. Lyklabörnin eru jafnvel látin gæta yngri systkina og því mikil ábyrgð sett á herðar þeirra. Hafa ber í huga í þessu sambandi að hér á landi sem og annars staðar liefur orðið gífurleg breyting á útivinnu kvenna á síðustu 30 árum. Árið 1960 var vinnuþátttaka kvenna 33%, en hafði aukist í 81% 1985 (2). Því hefur verið haldið fram að lyklaböm kunni að upplifa höfnun og fjarlægjast foreldra sína meira en önnur böm. Þau eigi meira á hættu að lenda í óknyttum og afbrotum. Þau standi sig verr í skóla og verði jafnvel útundan félagslega. Þeim sé hættara við slysum og lendi frekar í kynferðislegri misnotkun. I Bandaríkjunum hafa verið gerðar rannsóknir á lyklabömum til að sjá hvemig þeim famast. Ekki hefur með vissu verið hægt að sýna fram á hvaða áhrif einvera í lengri eða skemmri tíma án umsjónar foreldra hefur á bömin (3-7). Hér vantar því miður betri rannsóknir. Tilgangur athugunarinnar, sem hér er kynnt, var að skoða þessi mál nánar meðal níu ára bama við hefðbundna læknisskoðun skólabarna í Fossvogsskóla í Reykjavík. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐ Heilsugæslustöðinni í Fossvogi er ætlað að þjóna ákveðnu hverfi í Reykjavík með um 12.000 íbúa. Á þessu svæði er mikið af einbýlishúsum og raðhúsum, en einnig eru þar allmörg fjölbýlishús. í hverfinu eru fjórir grunnskólar, sem voru með 1360 nemendur á aldrinum 6-15 ára skólaárið 1990-91. Höfundar sáu um skólaheilsugæslu í Fossvogsskóla, en þar eru böm á aldrinum 6- 12 ára. Á þriggja ára tímabili voru samtals 159 níu ára böm spurð um félagslegar aðstæður og matarvenjur sínar í tengslum við árlegar skólaskoðanir skólaárin 1984-85 (43 drengir og 21 stúlka), 1986-87 (28 drengir og 20 stúlkur) og 1989-90 (23 drengir og 24

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.