Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1992, Page 35

Læknablaðið - 15.04.1992, Page 35
LÆKNABLAÐIÐ 149 Hlutfall i —i Sjálf eöa aörir E553 Sjálf ■ Foreldri Bísa Aörir Mynd 4. Hverjir taka til hádegismatinn fyrir börnin. Hlutfall Skólaár i j Hvorugt sssa Vítamín V7,y.\ Bæöi ■ Lýsi Mynd 5. Taka börnin vítamín eöa lýsi. tilvika á öllum tímabilunum. Hér er lítill munur (NS) milli þessara þriggja tímabila. Spurt var hvort bömin tækju lýsi og/eða vítamín daglega. A mynd 5 má sjá, að það er nokkuð stöðugt hlutfall, sem tekur lýsi eða vítamín á öllum tímabilunum þremur eða að meðaltali 86%. Fæst tóku lýsi eða vítamín skólaárið 1984-85 og reyndist vera marktækur munur hvað þetta varðar (p<0.05) borið saman við skólaárið 1986-87. UMRÆÐA Okkur er ekki kunnugt um sambærilegar kannanir hér á landi eða erlendis. Athyglisvert er hve gott samræmi er á milli ýmissa þátta á tímabilunum þremur, sem við teljum að auki gildi könnunarinnar. Ljóst er samkvæmt könnuninni að mjög stór hluti níu ára barna eru ein eða ein að hluta fyrir eða eftir skóla. Þau fá jafnvel það verkefni að passa yngri systkini, eða alls í fjórum tilvikum. Þau taka oft sjálf til morgunmat og hádegisverð. Athyglisvert er að á tímabilinu 1989-90, þar sent börnin voru minnst ein, var skólinn orðinn einsetinn, en áður voru yngstu bömin, sex og sjö ára, eftir hádegi í skólanum. Það að skólinn varð einsetinn auðveldaði mæðrum, sem áttu fleiri en eitt bam í skólanum og vildu vinna hálfa vinnu, að velja vinnutíma með tilliti til þess að bömin væru öll í skólanum fyrir hádegi. Höfundar telja að einveru barna heimavið hafi ekki verið gefin nauðsynleg athygli við heilsufarseftirlit í skólum. Mikill tími skólalækna og hjúkrunarfræðinga hefur farið í að framkvæma líkamlegar skoðanir en minna verið sinnt fyrirbyggjandi starfi. Því er brýnt að þessir þættir séu teknir inn í reglulegt heilbrigðiseftirlit allra skólabarna. Hér þarf að koma til teymisvinna fagfólks, sem sinnir börnunum í skólanum auk samvinnu við foreldra og menntamálayfirvöld. Þeirri spumingu er hins vegar ekki vel svarað hvort einvera og sú ábyrgð að passa yngri systkini geti skaðað böm. í einni könnun í Bandaríkjunum kom fram að óráðlegt væri að skilja níu ára gömul böm eftir einsömul lengur en 15 mínútur í senn (8). í ljósi þessa er brýnt að hérlendis verði kannað hvaða áhrif einvera í lengri eða skemmri tíma hafi á börn bæði andlega og félagslega. Hvernig einstaklinga komum við til með að ala upp, sem búa við slíkar aðstæður? Eru þau líklegri til grípa til óknytta eða lenda í afbrotum? Hvemig gengur þeim í skóla? Hvemig foreldrar verða þau sjálf? Hvernig er aðbúnaður barna á íslandi almennt? Hér er einungis úrtak úr einum skóla í Reykjavík, í hverfi, þar sem efnahagur og aðstæður eru líklega með því betra sem við þekkjum. Hvemig er ástandið annars staðar í Reykjavflc, þar sem aðstæður og efnahagur foreldra eru bágborin? Líkur eru til þess að þar séu böm meira ein og foreldrar vinni meira. Könnun þessi hefur svarað fáeinum spumingum en vakið upp margar fleiri. Ljóst er að hvetja þarf foreldra til umhugsunar,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.