Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1992, Page 43

Læknablaðið - 15.04.1992, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 157-61 157 Stefán E. Matthíasson 2), Bengt Lindblad 2), Peter Qvarfordt 1) SKURÐAÐGERÐIR VIÐ HÁLSÆÐAÞRENGSLUM: Athygli vakin á niöurstööum erlendra rannsókna ÁGRIP Rek frá hálsæðaþrengslum er alvarlegt fyrirbæri, sem valdið getur óbætanlegum skaða á miðtaugakerfi eða dauða. Skaðann er ekki hægt að bæta en má hinsvegar fyrirbyggja með lyfjum og/eða skurðaðgerð. I greininni er gerð grein fyrir niðurstöðum tveggja rannsókna sem vísa veginn í fyrirbyggjandi skurðaðgerðum gegn þessum sjúkdómi. Gefið er yfirlit yfir núverandi meðferðarmöguleika. MEÐFERÐ HÁLSÆÐAÞRENGLSA Heilablóðfall (stroke) er þriðja algengasta dánarorsökin í Evrópu og algeng orsök líkamlegrar bæklunar. Því miður er meðferðin við bráðu heilablóðfalli ófullnægjandi og litlar framfarir hafa átt sér stað á því sviði. Það er því mikilvægast að hindra sjúkdóminn. Verulegur hluti heilablóðfalla orsakast af reki (embolism) frá hálsæðaþrengslum (carotid stenosis). Hérlendis hefur meðferð við hálsæðaþrengslum að meginhluta til verið með lyfjum er hindra blóðsegamyndun. Skurðaðgerðir við þessum sjúkdómi hafa þó verið stundaðar í meir en 30 ár (1) þar sem þrengslin eru flysjuð innan úr æðinni (endarterectomy). Eining hefur ekki rfkt um hlutverk skurðaðgerða við sjúkdómnum enda fáar ábyggilegar rannsóknir til. Landfræðilegur munur á tíðni skurðaðgerða við hálsæðaþrengslum hefur verið afar mismunandi á Vesturlöndum. Til dæmis eru Bretland/írland með um 20 aðgerðir á milljón íbúa (2), Svíþjóð er með um 40 aðgerðir á milljón íbúa (3) og Bandaríkin eru langhæst með um 440 aðgerðir á milljón íbúa (4). Við Malmö Almánna Sjukhus, þar sem flestar Frá 1) Kirurgiska kliniken, Lasarettet Helsingborg, 2) Kárl- /transplantationsenheten, Malmö Almánna Sjukhus, S-214 01 Malmö. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Stefán E. Matthíasson. hálsæðaaðgerðir eru gerðar í Skandinavíu, er tíðnin um 200 á milljón íbúa (5). Eining hefur ekki heldur ríkt um þýðingu skurðaðgerða við hálsæðaþrengslum án einkenna. í Evrópu er þetta fátítt (2) en aftur á móti algengt í Bandarrkjunum, sem skýrir að nokkru hina háu aðgerðartíðni þar. Því má segja að val meðferðar við sjúkdómnum hafi að nokkru leyti ráðist af aðstæðum á hverjum stað. Skurðaðgerð verður að teljast freistandi meðferðarform til að fyrirbyggja heilaskaða, ef haft er í huga að við skammvinnt blóðþurrðarkast (transient ischaemic attack) er þröng í innri hálsslagæð talin einn helsti orsakavaldur að reki til miðhjarnaslagæðar (arteria cerebri media) (6). Með bættri skurð- og svæfingatækni og með því að þessi aðgerð hefur færst að meginhluta til æðaskurðlækna, hefur tíðni hjáverkana og dauðsfalla minnkað verulega. Eining er um að sjúklingar með miðtaugakerfiseinkenni, sem talin eru stafa af reki frá hálsæðaþrengslum, eigi að fá fyrirbyggjandi meðferð á einn eða annan hátt. Sýnt hefur verið fram á að sjúklingum með skammvinnt blóðþurrðarkast er hætt við heilablóðfalli ef ekkert er að gert, 15% fyrsta árið með 5% árlegri aukningu eftir það (7). Vandinn hefur þó verið að velja á milli skurðaðgerðar og/eða lyfjameðferðar og fáir vegvísar í því efni. MEÐFERÐ ÞRENGSLA MEÐ EINKENNUM Nýverið hafa birst áfanganiðurstöður úr tveimur stórum rannsóknum, (North American Symptomatic Carotid Endarterectomy Trial (NASCET) (8,9) og European Carotid Surgery Trial (ECST) (10)). Þar er borinn saman árangur af lyfjameðferð með eða án skurðaðgerðar við hálsæðaþrengslum með einkennum frá miðtaugakerfi; þ.e. skammvinnu blóðþurrðarkasti, skyndiblindu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.