Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1992, Síða 44

Læknablaðið - 15.04.1992, Síða 44
158 LÆKNABLAÐIÐ (amaurosis fugax) eða minniháttar heilablóðfall (minor stroke). I rannsóknum fá sjúklingar beggja samanburðarhópanna blóðþynnandi lyf en annar hópurinn að auki skurðaðgerð. Hér er því verið að kanna hvort viðbótarmeðferð með skurðaðgerð bæti horfur sjúklinganna. Niðurstöður eru samhljóma. Sjúklingar með væg þrengsli (0-29%) hafa ekki gagn af skurðaðgerð. Ef um þétt þrengsli (30-69%) er að ræða gegnir öðru máli. I NASCET minnkar tíðni dauðsfalla og alvarlegra heilablóðfalla í aðgerðarhópnum um 10.6 ±2.6% og í ECST um 5.0 ±2.3% (aðgerðardánartíðni innifalin). Samanlögð hlutfallsleg minnkun nýrra tilfella heilablóðfalla í sama heilahveli er 17.0 ±3.5% eftir 24 mánuði í NASCET og 14.0% eftir 36 mánuði í ECST. Þessar niðurstöður eru afgerandi og óhætt er að fullyrða að kjörmeðferð við þéttum þrengslum er skurðaðgerð með blóðþynnandi lyfjameðferð. Það er vert að nefna að í NASCET fengu sjúklingamir 1300 mg asetýlsalisýlsýru daglega en í ECST var notast við þá meðferð sem tíðkaðist á hverjum stað. Báðum rannsóknunum mun verða haldið áfram og verður spennandi að sjá niðurstöður varðandi miðlungs þrengsli (30-69%) en ekki er enn hægt að draga ályktanir um þann hóp. MEÐFERÐ ÞRENGSLA ÁN EINKENNA Nýlega birtust áfanganiðurstöður úr rannsókn frá Bandaríkjunum varðandi 444 sjúklinga með þétt þrengsli án einkenna frá miðtaugakerfi (11). Sem fyrr var borin saman lyfjameðferð með eða án skurðaðgerðar. Niðurstöðurnar eru skurðaðgerð til framdráttar þar sem fimm ára samanlögð tíðni dauðsfalla og reks er 14.2% samanborið við 24% með lyfjameðferð einvörðungu. Enn stærri rannsókn er í gangi en niðurstöður verða ekki birtar fyrr en 1500 sjúklingar hafa verið teknir með í rannsóknina. Hafa ber í huga að leit að þessum sjúklingum er verulega kostnaðarsöm. Við skoðun á 1200 sjúklingum með einkenni frá annarri æðakölkun voru aðeins 33 með þétt þrengsli eða 2.75% (12). GREININGARTÆKNI Vert er að minna á að gamla aðferðin, að hlusta með hlustpípu í því augnamiði að greina hálsæðaþrengsli er alls óábyggileg þar sem einungis helmingur þeirra sem hafa veruleg þrengsli hafa blásturshjóð (13). Hálsæðaröntgen (arcus angiography) hefur verið forsenda greiningar og skurðaðgerðar hingað til. Þessi greiningartækni er hinsvegar ekki áhættulaus (14). DSA (Digital Subtractions Angiography) hefur þann kost fram yfir hefðbundna röntgen að hægt er að fá fram betri mynd af þrengslunum með minna magni af skuggaefni, sem er einkum mikilvægt við skerta nýrnastarfsemi. Hafa ber í huga að þessir sjúklingar hafa iðulega útbreiddan æðasjúkdóm sem endurspeglast í því að um 60% hafa háþrýsting og um 40% hjartasjúkdóm (5). Tölvusneiðmynd (TS) er ekki notuð til greiningar á hálsæðaþrengslum. Hins vegar er TS nauðsynleg þegar verið er að undirbúa sjúklinga fyrir skurðaðgerð, eins til að útiloka aðrar orsakir miðtaugakerfiseinkenna svo sem heilaæxli og blæðingar svo og við greiningu miðtaugakerfiseinkenna eftir skurðaðgerð. Með tilkomu nýrrar ómskoðunartækni, (DUPLEX-scanning), er möguleiki á ábyggilegri og óblóðugri greiningaraðferð. Ennfremur er auðveldara að greina á milli mismunandi útlits og innihalds æðaþrengslanna. Þetta er þýðingarmikið þar sem misleit (heterogen) þrengsli innihalda í 80% tilfella blæðingu sem er af flestum talin auka líkumar á reki (15,16) og er erfitt að meðhöndla með lyfjum (17). Þetta skýrir ennfremur þann mikla mun sem er á reki frá mjúkum og kölkuðum þrengslum af sömu þrengingargráðu. Mjúk þrengsli virðast gefa tífalda áhættu á reki miðað við kölkuð og stöðug þrengsli án sáramyndunar (ulceration) (18). Tvívíddar- og Doppler ómun (DUPLEX- scanning) getur leyst röntgenrannsóknina af hólmi að verulegu leyti (19) enda sýnt að í réttum höndum er þetta ábyggileg greiningaraðferð (20). Litaómun auðveldar þessa rannsókn ennþá meir. Hálsæðaröntgen virðist þó enn eiga rétt á sér þar sem grunur er um þrengsli í æðum í brjóstholi eða inni í höfuðkúpunni og þannig ekki aðgengileg með ómun. Einnig við afar þétt þrengsli sem erfitt að skilja frá lokun í æðinni (21), sem mælir eindregið gegn skurðaðgerð. ÁBENDINGAR OG FRÁBENDINGAR VIÐ SKURÐAÐGERÐ Eftirfarandi yfirlit fyrir ábendingar og

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.