Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1992, Page 45

Læknablaðið - 15.04.1992, Page 45
LÆKNABLAÐIÐ 159 frábendingar við skurðaðgerð og lyfjameðferð við hálsæðaþrengsli er miðað við núverandi aðstæður. Þessi skipting mun haldast óbreytt næstu árin þar til viðbótamiðurstöður berast frá þeim rannsóknum sem nú eru í gangi. Sterkar ábendingar fyrir skurðaðgerð: 1) Skammvinnt blóðþurrðarkast eða skyndiblinda með þéttum þrengslum. Uppvinnsla og aðgerð svo fjótt sem auðið er. 2) Minniháttar heilablóðfall með þéttum þrengslum. Skurðaðgerð eftir fjórar til sex vikur ef um verulegt heiladrep (infarct) er að ræða. Biðtíminn minnkar hættuna á blæðingu í drepsvæði heilans við aðgerð. Við þétt þrengsli í báðum hálsæðum með einkennum er rétt að gera eina hlið í senn með minnst tveggja vikna millibili. Mögulegar ábendingar fyrir skurðaðgerð: 1) Miðlungs þrengsli með einkennum. Niðurstöður liggja ekki fyrir úr NASCET og ECST. 2) »Vertebro-basilar« einkenni með hálsœðaþrengslum (14, 22, 23). 3) Þétt þrengsli án einkenna. Rannsóknaniðurstöður eru lofandi. 4) Brátt heilablóðfall (acute stroke). Við hálsæðaröntgen eða eftir hálsæðaskurðaðgerð. Frábendingar fyrir aðgerð: 1) Lokun á innri hálsslagœð. 2) »Progressive« heilablóðfall. Reynslan sýnir að horfur þessara sjúklinga batna ekki við aðgerð. Lyfjameðferð einvörðungu: 1) Vœg þrengsli með einkennum. 2) Aðrir hópar sem ekki eru fallnir til skurðaðgerðar. Ahrif asetýlsalisýlsýru við meðferð sjúklinga með hálsæðaþrengsli með einkennum eru vel rannsökuð og eining ríkir um gildi þeirra. Flestir ráðleggja því lágskammtameðferð án tillits til skurðaðgerðar. Hins vegar liggja ekki fyrir sannfærandi niðurstöður varðandi gildi annarra blóðþynnandi lyfja, svo sem dikumarlols eða warfarins við þessum sjúkdómi. Asetýlsalisýlsýru með eða án skurðaðgerðar ber því að líta á sem fyrsta meðferðarformið. Skammtastærðin er hinsvegar afar mismunandi en við notumst við 160 mg á dag. SKURÐAÐGERÐ Oft er sagt að árangur aðgerðarinnar sé ekki síður undir svæfingalækni en skurðlækni kominn og sannarlega er mikið til í því. Blóðþrýstingi þarf að halda stöðugum meðan á aðgerð stendur sem og eftir (efri mörk 110- 180 mmHg). Miklar sveiflur í blóðþrýstingi geta stuðlað að heilablæðingu sér í lagi á fyrsta sólarhring eftir aðgerð. Aðgerðina má framkvæma hvort heldur í staðdeyfingu eða svæfingu. Staðdeyfing gefur möguleika á að fylgjast beint ineð hugsanlegum einkennum frá miðtaugakerfi meðan á aðgerð stendur og minnkar eitthvað þörfina á framhjáhlaupi (shunt), en hún er sjúklingnum oftast erfið og gerir erfiðara um vik að halda blóðþrýstingi stöðugum (24). Ymsir staðdeyfa í gúlpinn (sinus caroticus) til að forðast blóðþrýstingsbreytingar. Ekki er þó ljóst hvort þetta hefur í raun tilskilin áhrif. Stúfþrýstimæling gefur vissa hugmynd um hliðarblóðflæði. Við lágan stúfþrýsting, <25 mmHg, er í öllum tilfellum rétt að nota framhjáhlaup. Margir nota einnig framhjáhlaup á alla sjúklinga með minniháttar heilablóðfall. Sama gildir einnig ef um er að ræða þétt þrengsli á gagnstæðri hálsæð. Notkun framhjáhlaups krefst þó í öllum tilfellum notkunar heparíns sem eykur blæðingarhættu eitthvað. í flestum tilfellum er hægt að koinast af með því að flysja burt þrengslin (endarterectomy). Bót (patch) frá bláæð, dacron eða PTFE (poly-tetra-fluoro-ethylene) getur þó þurft til að hindra þrengsli. Ymsir halda því einnig fram að notkun bótar geti minnkað líkumar á nýjum þrengslum eftir aðgerð, einkum hjá konum með grannar æðar (25). Nákvæmt eftirlit þarf að hafa með einkennum frá miðtaugakerfi sem upp kunna að koma eftir aðgerð og að gerðar séu viðeigandi ráðstafanir án tafar. Arangur enduraðgerða minnkar verulega ef meir en fjórar klukkustundir hafa liðið frá upphafi einkenna. Búast má við að allt að helmingur þessara sjúklinga nái sér fjótt ef brugðist er rétt við (26). Vert er að gera sér grein fyrir þýðingu ofannefndra niðurstaðna fyrir heilbrigðisþjónustuna á íslandi. Að gefinni þeirri forsendu að til sé nauðsynleg tækni, þekking og þjálfun til greiningar og meðferðar hálsæðaþrengsla og þjálfaður æðaskurðlæknir

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.