Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1992, Qupperneq 9

Læknablaðið - 15.10.1992, Qupperneq 9
LÆKNABLAÐIÐ 317 er skortir, geti skaðað sjúklinginn með endurheimt hæfni til fulls bólgusvars (7-9). Rannsóknir okkar á sjúklingi með rauða úlfa og skort á C2, hafa varpað frekara ljósi á þátt komplímentkerfisins í hreinsun mótefnafléttna (10,11). Með því að gefa sjúklingi með C2 skort og rauða úlfa plasma höfum við sýnt, gagnstætt því sem álitið var, að ræsing komplímentkerfisins við slíkar aðstæður er ekki skaðleg, og staðfest að hún er nauðsynleg til þess að hreinsa mótefnafléttur og getur dregið úr sjúkdómsvirkni. Þetta má meðal anars sýna fram á með mælingum á niðurbrotsefnum (C3d), sem myndast við eðlilega ræsingu komplímentkerfisins. Þótt hér sé enn einungis um einn sjúkling að ræða, hafa þessar rannsóknir á ræsingu komplímentkerfisins og breytingum á fléttumagni í blóði svo og tengsl þessa við sjúkdómseinkenni leitt til nýrra og mikilvægra upplýsinga um fléttusjúkdóma í heild. EFNI OG AÐFERÐIR Sjúkratilfelli: Þrjátíu og fjögurra ára gömul kona kom fyrst á Landspítalann 1974 vegna heilabólgu. Að undanskildum liðverkjum allt frá bamæsku hafði hún verið heilsuhraust fram til þess tíma. Heilabólgueinkennin hurfu en á næstu árum tók að bera á þreytu og hitavellu. Liðverkir fóru versnandi og jafnframt fór að bera á ljósnæmi með slæmum útbrotum í andliti (fiðrildisútbrot), bol og útlimum, hárlosi og Raynaudseinkennum. Arið 1981 var hún talin hafa psoriasis en þoldi illa ljósameðferð. Ari síðar var hún greind með rauða úlfa. Kjamamótefni fundust í blóði (ANA= 1/300) en DNA mótefni, SSA/SSB, anticardiolipin mótefni og LE frumur fundust ekki. RNP mótefni voru til staðar í litlu magni. Húðsýni sýndi breytingar er samræmdust rauðum úlfum. Síðar kom í ljós að CH50 (total hemolytic complement), sem mæling á komplímentháðu frumurofi, var 0% og frekari rannsóknir sýndu að konan hafði arfhreinan skort á C2. Reynd var meðferð með malaríulyfjum (plaquenil), azathioprine og barksterum. Sjúklingur þoldi meðferðina illa og einungis náðist skammtíma bati og einkenni komu strax fram á ný er prednisolonskammtur var minnkaður niður fyrir 20 mg/dag. Haustið 1984 var ákveðið að reyna að bæta sjúklingi upp skortinn með því að gefa ferskt frosið plasma sem inniheldur nánast eðlilegt magn af C2 (10). Sjúklingur fær þrjár einingar á dag fjóra daga í senn á sex til átta vikna fresti og hefur meðferðin verið endurtekin oftar en 50 sinnum. Aðferðir: Mælingar á CH50 og komplímentþáttunum Cl, C3, C4 og á starfsemi styttri ferlisins voru gerðar á hefðbundinn hátt á ónæmisfræðideild Landspítalans. Sérstakar mælingar á C2 voru gerðar með samloku ELISA sem þróuð hefur verið á rannsóknarstofunni með hjálp dr. Koch frá Kaupmannahöfn. Ymsir þættir starfsemi komplímentkerfisins, svo sem hæfni þess til þess að hindra útfellingar mótefnafléttna (IIP) og hæfni til þess að leysa mótefnafléttur, sem þegar hafa myndast (SOL), hafa verið mældir. Beitt var aðferð, sem einnig hefur verið þróuð á rannsóknastofunni, með mótefnafléttum gerðum af alkalískum fosfatasa og mótefnum gegn honum (12). Ræsingu komplímentkerfisins er fylgt með mælingum á C3d sem mælt er með ELISA (13). ELISA plata er þakin með anti-C3d og plasma sjúklings lagt yfir eftir að C3d, sem bundið er í mótefnafléttum, hefur verið fellt burt með polyethylene glycol (PEG). Framköllun var gerð með rnerktu anti-C3d mótefni. Magn mótefnafléttna var mælt með komplímentupptökuprófi (complement consumption assay (CCA)) þar sem mótefnafléttur eru einangraðar með PEG útfellingu, þær endurleystar og hæfni þeirra til að valda rauðkomarofi (hemolysu) notuð sem mælikvarði á magn þeirra (14). Klínískt mat og eftirlit var gert að hætti Urowitz og félaga, þar sem fylgst er með liðbólgum, komplímentvirkni, útbrotum, hárlosi, brjósthimnu- og gollurshúsbólgu, sárum á fingrum, blóði í þvagi og einkennum frá miðtaugakerfi (15). NIÐURSTÖÐUR Starfsemi komplímentkerfisins og tengsl við sjúkdómsvirkni: Mynd 1 sýnir breytingar sem verða við plasmagjöf á sjúkdómsvirkni og tengsl við breytingar í virkni komplímentkerfisins. Reynt er að tjá

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.