Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78; 323-9 323 Björn Guðbjörnsson1), Roger Hállgren1), Gunnar Birgegárd2), Leif Wíde3) RAUÐKORNAVAKI GEGN BLÓÐSKORTI AF VÖLDUM LANGVINNRAR LIÐAGIGTAR ÁGRIP Ellefu sjúklingar með langvinna liðagigt og einkenni vegna blóðskorts (Hb<105 g/1) voru meðhöndlaðir í sex vikur með rauðkomavaka (recombinant human erythropoietin). Gefnar voru undir húð 50 alþjóðlegar einingar/kg fimm daga í viku. Allir sjúklingamir höfðu virka liðagigt. Níu sjúklingar svöruðu meðferðinni með aukningu í blóðrauða með meira en 15 g/1. Meðal blóðgildið jókst frá 93,0 ± 8,0 g/1 til 115,0 ± 12,0 g/1 eftir sex vikna meðferð (p<0,001). Ekkert samband fannst milli rauðkomavaka í sermi og svömn við meðferð. Niðurstöður benda til að sjúklingar sem þjást af blóðskorti vegna langvinnrar liðagigtar svari meðferð með rauðkomavaka gefnum undir húð. INNGANGUR Blóðskortur er oft fylgikvilli langvinnra bólgusjúkdóma (1-3). Orsök þessa blóðskorts er ekki að fullu þekkt, en líklega er hún margþætt. Stytt lífsskeið rauðra blóðkoma hefur verið talin ein af aðalorsökunum, en hefur líklega litla þýðingu (4,5). Hindrun á losun jáms frá netþekjukerfi (reticuloendothelial system) til byggingar rauðkomsins hefur verið talin mikilvæg orsök af mörgurn höfundum (6,7), en nýlegar rannsóknir hafa ekki getað stutt þessa tilgátu (8). Minnkuð framleiðsla rauðra blóðkoma er nú talin vera ein af aðalorsökum blóðskorts af völdum gigtarsjúkdóma. Allmargar rannsóknir á sjúklingum með blóðleysi vegna iktsýki (arthritis rheumatoides) hafa leitt í ljós takmarkað svar á rauðkomavaka í sermi (9-11), en aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á hið gagnstæða, þ.e. eðlilega svömn rauðkomavaka Frá 1) gigtlækningadeild, 2) blóösjúkdómadeild og 3) rannsóknastofu í meinefnafræöi, Akademíska sjúkrahúsinu, Uppsölum, Sviþjóö. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Björn Guöbjörnsson. við blóðleysi (12-14). Þrátt fyrir að rauðkomavaki sé hækkaður í sermi sjúklinga með iktsýki og blóðskort geta þeir ekki leiðrétt blóðskortinn. Þess vegna má ætla að verkun rauðkomavakans sé hindruð á einhvem hátt. Vel er þekkt að sjúklingar med blóðskort vegna nýmabilunar hafa einnig bælda rauðkomavakasvömn. Þó em einstaka sjúklingar með hækkuð rauðkomavakagildi, en geta þó ekki leiðrétt blóðskort sinn. Eftir nýmaígræðslu fá þessir sömu sjúklingar hins vegar oftast eðlileg blóðrauðagildi, þrátt fyrir óbreytta þéttni af rauðkomavaka í sermi. Má því draga þá ályktun að blóðskortur vegna nýmabilunar stafi af hindmn í myndun rauðkoma, sem viðhelst af þvageitrun og hlutfallslegum skorti á rauðkomavaka. Þar sem þessir sjúklingar svara meðferð með rauðkomavaka (15), má gera ráð fyrir að einnig sé mögulegt að koma í veg fyrir hindmn í rauðkomamynduninni í kjölfar bólgusjúkdóma með því að gefa rauðkomavaka (recombinant human erythropoietin=rh-EPO). Nýlega hafa birst rannsóknir um notagildi rh-EPO hjá gigtarsjúklingum með blóðskort (16-19). Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif meðferðar með rh-EPO gefið undir húð sjúklinga með virka liðagigt og blóðskort, þrátt fyrir gigtarlyfjameðferð. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Sjúklingar: Ellefu sjúklingar, átta konur og þrír karlar, með virka liðagigt og einkenni af blóðskorti (Hb<105 g/1) voru rannsakaðir. Tíu sjúklingar, átta konur og tveir karlar, höfðu langvinna iktsýki og einn 47 ára karl hafði hryggikt (spondylitis ankylopoietica) samkvæmt alþjóðlegum skilmerkjum (The American Rheumatism Association (20,21)). Meðalaldur var 57 ár (21-79 ár) og meðal sjúkdómslengd var 18 ár (3-33 ár). Sjö sjúklingar vom meðhöndlaðir með sérhæfum bólgueyðandi lyfjum (disease

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.