Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 30
336 LÆKNABLAÐIÐ NIÐURSTÖÐUR Hópnr I: Samtals greindust 23 sjúklingar (13 frá Landspítala og 10 frá Borgarspítala) á aldrinum 19 til 91 árs (miðgildi 72 ára) með sýkingu í liði sem staðfest var með jákvæðri liðvökvaræktun. Greining sýkingar og niðurstöður ræktana eru sýndar í töflu I. Níu (39%) af þessum sjúklingum höfðu einnig jákvæðar blóðræktanir. Þrír sjúklingar höfðu sýkingu í tveimur liðum samtímis, en hjá einum þeirra var sýking í öðrum liðnum í kringum gervilið (tafla II). I töflu III eru taldir upp áhættuþættir sýkinga í liðum. Tíu af 23 sjúklingum höfðu sögu um inngrip í lið. Tími sem leið frá inngripi til innlagnar var á bilinu einn til 30 dagar (miðgildi 8,5 dagar) fyrir innlögn. Af þessum tíu sjúklingum höfðu átta sjúklinganna gengist undir liðástungu. Af hinum tveimur sýktist annar í aðgerð og hinn hafði beinbrot inn í lið sem þarfnaðist aðgerðar. Sjö í þessum hópi höfðu sýkingu annars staðar en í liðum, tíu höfðu gigtareinkenni (þar af voru fimm ineð slitgigt, þrír með iktsýki og tveir með gigt af öðrum toga) og fimm höfðu aðra þekkta áhættuþætti. Einn sjúklingur hafði engan þekktan áhættuþátt. Ellefu sjúklingar hlutu verulegar skemmdir á liðum samkvæmt röntgenmyndum og klínískri skoðun. Þrír sjúklingar fengu gervilið og þrír dóu í legunni. Má rekja dauða tveggja þeirra til alvarlegrar blóðsýkingar (sepsis). Hópur II: Af þeim tíu sjúklingum sem höfðu sterkar klínískar ábendingar um sýkingu í liðum höfðu fimm sárasýkingar aðlægt smáliðum handa. Reyndust þessir fimm samtímis hafa merki um sýkingu í beini. Klasakokkar ræktuðust í öllum tilfellunum, ýmist beint úr sárinu (þrír sjúklingar), í aðgerð (tveir sjúklingar) eða úr blóði (einn sjúklingur). Hjá fjórum sjúklinganna var um verulegar liðbreytingar að ræða á röntgenmynd og hreyfing nánast engin í liðnum. Hópur III: I sjö tilfellum greindist sýking í tengslum við gervilið. Þrír höfðu sýkt gervihné og þrír sýkta gervimjöðm en einn þeirra er tvítalinn þar sem gerviliður endursýktist með nýrri bakteríu. Klasakokkar voru algengastir (fjórir sjúklingar), þar af S. aureus hjá þremur sjúklingum og S. epidermidis hjá tveimur sjúklingum. Meira bar hins vegar á ýmsum gram neikvæðum stöfum Tafla I. Sýklar rœktaöir úr tíövökva hjá sjúktíngum meÖ liðsýkingu staðfesta með jákvœðri liðvökvarœktun. Sýkill Fjöldi (%) S. aureus 17 (74) Streptococcus sp flokkur A flokkur G mitis enterococcus 4 (17) E. coli 1 (4) N. menirtgitidis 1 (4) Tafla II. Sýktir tíðir hjá sjúktíngum með tíðsýkingu staðfesta með jákvæðri liðvökvarœktun. Liöur Fjöldi (%) Hné 12 (48) Öxl 7 (28) Olnbogi 2 (8) Smáliðir handa 1 (4) Ökkli 1 (4) Úlnliður 1 (4) Mjöðm 1 (4) Tafla III. Ahœttuþœttir liðsýkinga af völdum sýkla. Tegund áhættuþátta Sjúklingar Áhættuþættir n (%) n Inngrip 10 (43) liðástunga 8 skurðaðgerð 2 Sýking utan liða 7 (30) öndunarfæri 2 þvagfæri 1 hjartaþeli 1 hálsbólga 1 staöbundin í húð .... 2 Gigt . 10 (43) liðástunga 4 önnur sýking 3 ónæmisbælandi lyf .. 2 langvinn iktsýki 2 Ýmsir 5 (22) bláæðataka vegna hjartaaðgerðar 2 sykursýki 2 áverki 1 Engir 1 (4) (þrír sjúklingar) og blönduðum sýkingum (tveir sjúklingar) borið saman við hóp I. Tveir sjúklinganna höfðu jákvæðar blóðræktanir. Þrír þessara sjúklinga þurftu að leggjast tvisvar inn á sjúkrahús vegna endurtekinna sýkinga í tengslum við gervilið. Einn þeirra hafði sýkst af nýjum sýkli í seinni legunni eins og áður sagði en hinir tveir voru áfram

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.