Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 319 þátt í að halda mótefnafléttum í lausn (IIP) og tryggja eðlilega hreinsun mótefnafléttna. Án þátttöku hans eykst magn mótefnafléttna í blóði og líkur aukast á útfellingu þeirra með bólgumyndun og vefjaskemmd í kjölfarið (2- 4). Við ræsingu komplímentkerfisins brotna mótefnafléttumar upp, verða smærri og leysanlegri, en jafnframt leiðir ræsingin til myndunar niðurbrotsefna C3, svo sem C3b sem er nauðsynlegt til að tengja mótefnafléttur við CRl á rauðum blóðkomum. Rauð blóðkom eru mikilvægur þáttur í ferjun mótefnafléttna frá vefjum til átfrumukerfisins, einkum lifrar og milta, þar sem mótefnafléttur eru teknar upp af átfrumum fyrir tilstilli CRl og Fc viðtaka (5). Við höfum á síðustu árum annast sjúkling með arfhreinan C2 skort og klíníska mynd er uppfyllir skilmerki rauðra úlfa. Er hefðbundin meðferð brást var tekin sú ákvörðun að reyna nýja meðferð og freista þess að bæta sjúklingnum skortinn. Gefið var ferskt frosið plasma sem inniheldur C2 og svaraði sjúklingur svo meðferð, að hann varð einkennalaus (10,11). Þetta framtak hefur gefið tækifæri til þess að rannsaka og bera saman starfsemi komplímentkerfisins og magn mótefnafléttna fyrir plasmagjöf þegar sjúkdómur er virkur og eftir plasmagjöf þegar sjúkdómseinkenni hafa horfið. í þessari grein lýsum við mælingum á komplímentþáttum og breytingum við plasmagjöf, breytingum á rofvirkni komplímentkerfisins (CH50) og mælingum á hæfni þess til að halda mótefnafléttum í lausn (IIP). Niðurstöður þessara rannsókna samrýmast þeirri kenningu, að við C2 skort gangi starf komplímentkerfisins ekki til enda, og C3b nái ekki að myndast (5,16). Þrátt fyrir mikið magn mótefnafléttna er C3d lágt í upphafi plasmagjafar sem staðfestir frekar að keðjuræsing komplímentkerfisins gengur ekki fram (11). Rannsóknir okkar sýna, að við plasmagjöfina leiðréttist starf komplímentkerfisins, CH50 og IIP nálgast eðlileg inörk svo og magn C2 í blóði. Á sama tíma fellur magn mótefnafléttna og C3d hækkar, sem merki um eðlilega ræsingu og starf komplímentkerfisins. Samfara þessum breytingum fara einkenni sjúklings AU Days Mynd 3. Breytingar sem verða á mótefnafléttumagni í sermi við plasmagjöf, mœlt með CCA (complement consumption assay). Myndin sýnir að þéttni ýmist hœkkar eða lœkkar en heildarbreyting sýnir minnkun meðan plasma er gefið. Magn mótefnafléttna nœr þó fyrri þéttni nokkrum dögum eftir að plasmagjöf er hœtt. Svo virðist sem sveiflur í fléttumagni séu mjög óreglulegar og er helst hœgt að skýra það með flóknu samspili virkara IIP. sem leiðir til aukins leysanleika og þar með aukins magns mótefnafléttna í blóði, en samtímis er hreinsun mótefnafléttna frá blóði virkari í lifur og milta. Brotalína táknar viðmiðunargildi normal einstaklinga. % Mynd 4. Hœkkun í C3d plasmagjöf sem merki um rœsingu á komplímentkerfinu. C3d hœkkar þar eð mótefnafléttumagn í blóði er það hátt að það rœsir kompUmentkerfið þegar það verður staifrœnt á ný. Við það gengur ferillinn til enda og aukið magn niðurbrotsefna frá C3 finnst I blóði. Brotalína táknar viðmiðunargildi C3d hjá normal einstaklingum. batnandi og hverfa að lokum nær alveg um það bil 10-12 dögum eftir að plasmagjöf hefst. Það er athyglisvert, að þessar breytingar í komplímentkerfinu og magni mótefnafléttna eru einungis merkjanlegar meðan á plasmagjöf stendur og sækir aftur í fyrra horf 48-72 tímum eftir að plasmagjöf er hætt. Þetta samrýmist stuttum helmingunartíma C2

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.