Læknablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 341-7
341
Þorbjörn Jónsson'), Jón Þorsteinsson2), Helgi Valdimarsson')
ALGENGI OG NÝGENGI IKTSÝKI í FÓLKI MEÐ
HÆKKAÐA GIGTARPÆTTI
ÁGRIP
Árið 1987 var algengi og nýgengi iktsýki
(rheumatoid arthritis, RA) kannað hjá fólki
sem mælst hafði með hækkun á gigtarþáttum
(rheumatoid factors, RF) í hóprannsókn
Hjartavemdar fjórum til þrettán árum áður.
Einstaklingar sem höfðu gigtarþáttahækkun án
þess að hafa iktsýki voru yfirleitt nteð hækkun
á einungis einni gerð og þá oftast igM RF.
Hins vegar voru fiestir iktsýkissjúklingar
með hækkun á tveimur eða þremur gerðum
gigtarþátta. Hækkun á IgA RF og IgG RF
var marktækt algengari í einstaklingum með
iktsýki heldur en þeim sem ekki höfðu iktsýki,
og fór algengi vaxandi með auknu magni
og fjölda gigtarþáttagerða. Einkennalausir
einstaklingar með hækkun á IgA RF eða
IgG RF voru í marktækt aukinni áhættu á
að fá síðar iktsýki samanborið við þá sem
höfðu eðlilegt magn gigtarþátta. Niðurstöður
rannsóknarinnar benda því til þess að hækkun
á IgA RF og IgG RF hafi sterkari tengsl við
iktsýki og áhættu á þeim sjúkdómi heldur en
hækkun á IgM RF.
INNGANGUR
Gigtarþættir (rheumatoid factors, RF) eru
mótefni sem beinast gegn halahluta (Fc)
mótefna af IgG gerð. Gigtarþættir finnast
helst og í mestu magni í sjúklingum með
iktsýki og aðra gigtarsjúkdóma og draga þeir
nafn sitt af því. Gigtarþættir geta þó verið
hækkaðir í tengslum við sýkingar, krabbamein
og ýmsa aðra sjúkdóma og finnast stöku
sinnum meðal heilbrigðra einstaklinga (1).
Gigtarþættir hafa allt til þessa dags aðallega
verið mældir með kekkjunarprófum, til dæmis
Rose-Waaler og latex (2-4). Með slíkum
prófum er ekki hægt að mæla sérstaklega
einstakar gerðir gigtarþátta. Nú er hins vegar
Frá 1) Rannsóknastofu í ónæmisfræöi og 2)
lyflækningadeild Landspítalans 2). Fyrirspurnir, bréfaskipti:
Þorbjörn Jónsson Rannsóknastofu í ónæmisfræöi,
Landspítalanum, 101 Reykjavík.
hægt að mæla sérstaklega IgM, IgG, IgA og
jafnvel IgE RF (5-7) annaðhvort með geisla-
eða ensímmótefnamælingum (RIA, ELISA).
Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á
liðnum árum til að kanna tengsl einstakra
gigtarþáttagerða við horfur, sjúkdómsvirkni
og sjúkdómseinkenni sjúklinga með iktsýki, en
niðurstöður hafa ekki verið alveg samhljóða.
Þrátt fyrir það má fullyrða að flest bendi til að
hækkun á IgA RF hafi náin tengsl við myndun
á beinúrátum (8-11).
Vitað er að hækkun getur orðið á gigtarþáttum
mörgum árum áður en liðbólgur gera vart við
sig (12,13) og í einni rannsókn var áætlað
að um 5,0% einkennalausra einstaklinga
með jákvætt latex próf fengju síðar iktsýki
(14). Það er einnig vitað að einungis lítill
hluti fólks með jákvætt latex próf er með
iktsýki (15). Hér verða kynntar niðurstöður
um algengi og nýgengi iktsýki í einstaklingum
með hækkun á IgM, IgG og IgA RF.
Höfundum er ekki kunnugt um að slík
rannsókn hafi áður verið gerð.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Hóprannsókn Hjartaverndar hófst í
Reykjavík í nóvember árið 1967. Ári síðar
hófst gagnasöfnun um iktsýki og aðra
gigtarsjúkdóma. Á árabilinu 1974 til 1983
var safnað 16.299 blóðsýnum úr 13.858
einstaklingum sem mættu í þriðja og fjórða
áfanga hóprannsóknar Hjartaverndar. Blóðsýni
voru fleiri en fjöldi þátttakenda vegna þess
að hluti fólksins var boðaður í bæði þriðja og
fjórða áfanga rannsóknarinnar. Þátttakendur
voru af báðum kynjum og fæddir á árunum
1907 til 1935. Allir fylltu út staðlaðan
spumingalista um heilsufar sitt, þar á meðal
verki frá liðamótum og stoðkerfi, þeir voru
skoðaðir af lækni með sérstöku tilliti til
hjartasjúkdóma og áhættuþátta auk þess sem
blóðsýni voru tekin. Blóðsýni frá öllum
þessum einstaklingum voru síðar mæld fyrir