Læknablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 36
342
LÆKNABLAÐIÐ
hækkun á gigtarþáttum, eins og að neðan
greinir (mynd 1).
Mœlingar á gigtarþáttum: Kekkjunarpróf:
Öll 16.299 sýnin voru mæld fyrir hækkun
á gigtarþáttum með Rheumaton skimprófi
(Wampole Laboratories) og voru 1.799
(11,0%) jákvæð. Rheumaton jákvæð sýni
voru sfðan mæld með Rose-Waaler aðferð
(2,3) og reyndust 203 (1,25%) sýnanna hafa
titer >1:10. Bæði Rheumaton og Rose-
Waaler prófin eru hefðbundin kekkjunarpróf
sem byggjast á því að RF veldur sjáanlegri
samloðun á rauðum kindablóðkornum, sem
húðuð hafa verið með kanínumótefnum af
IgG gerð. Niðurstöður úr Rheumaton prófi
voru tjáðar sem + eða - en Rose-Waaler
niðurstöður sem titer.
ELISA-mœlingar: Rose-Waaler jákvæð
sýni, 630 Rheumaton jákvæð en Rose-
Waaler neikvæð sýni auk 456 Rheumaton
neikvæðra sýna voru rannsökuð með
ELISA skimprófi (16) og einstakar gerðir
gigtarþátta (IgM, IgG og IgA RF) voru síðan
mældar með ELISA aðferð í sýnum sem
voru jákvæð í skimprófinu. Niðurstöður úr
gigtarþáttamælingum voru tjáðar í einingum
(arbitrary units/ml, AU/ml) fyrir hverja
gigtarþáttagerð.
Fyrri rannsóknir hafa sýnt að minna en
5,0% heilbrigðra einstaklinga hafa hækkun
(>25 AU/ml) á einni eða fieiri gerðum
gigtarþátta og minna en 2,5% meira en
tvöfalda hækkun (>50 AU/ml) á einni eða
fleiri gigtarþáttagerðum (17).
Framhaldsrannsókn árið 1987: Árið 1987
var ákveðið að bjóða til framhaldsrannsóknar
öllum einstaklingum sem höfðu: 1) Rose-
Waaler próf með titer >1:10, 2) tvær eða þrjár
RF gerðir hækkaðar (>25 AU/ml) og 3) eina
RF gerð hækkaða >50 AU/ml. Þannig völdust
til framhaldsrannsóknarinnar 270 einstaklingar
með hækkaða gigtarþætti, 160 með jákvætt
Rose-Waaler próf, yfirleitt samfara hækkun
á einhverjum RF gerðum í ELISA prófi, og
110 einstaklingar með neikvætt Rose-Waaler
próf en hækkun á einni eða fleiri RF gerðum
í ELISA prófi. Til samanburðar var valinn
hópur 223 Rheumaton neikvæðra einstaklinga
sem mætt höfðu í hóprannsókn Hjartavemdar
á árunum 1974-1983. Samanburðarhópurinn
hafði sömu aldurs- og kyndreifingu og
hópurinn með hækkaða gigtarþætti.
1974-1983
Fig. 1. Design of the study.
Table I. RF findings in the study cohort in 1974-83 and
in 1987.
RF elevations 1974-83 (n=329) 1987 (n=329)
No RF isotype elevated 168 194
IgM RF only 42 39
IgG RF only 7 7
IgA RF only 15 18
IgM + IgG RF 9 2
IgM + IgA RF 21 41
IgG + IgA RF 12 7
IgM + IgG + IgA RF 36 21
Rose-Waaler pos / isotypes not tested 19 0
Af þeim 493 einstaklingum sem þannig
völdust til framhaldrannsóknarinnar árið 1987
var 81 látinn, 11 fluttir frá Reykjavík
og 72 mættu ekki. Þannig mættu alls
329 (82,0%) einstaklingar af þeim 401
sem voru lifandi og búsettir í Reykjavík.