Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 12
320 LÆKNABLAÐIÐ sem er á bilinu 12-18 klukkustundir. Fram kemur að þéttni mótefnafléttna í blóði hefur náð fyrri þéttni um það leyti er starfsemi komplímentkerfisins þrýtur að nýju, en sjúklingi heldur samt áfram að batna. Ekki er því full samsvörun milli þéttni mótefnafléttna í blóði og klínísks ástands sjúklingsins í þessu tilfeUi. Því má setja frain þá tilgátu að mótefnaféttumagn í vefjum ráði meiru um klínískt ástand og þurfi að ná ákveðnu magni til að valda vefjaskemmdum. Heilbrigt komplímentkerfi virðist hins vegar þurfa tiltölulega stuttan tíma til þess að snúa þessari þróun við og hreinsa vefi líkamans það vel af mótefnafléttum að bati hefjist. Til þess að rannsaka þessa kenningu þurfa að fara fram athuganir á magni mótefnafléttna í vefjum. Við höfum ennfremur reynt að fylgja eftir hreyfingum mótefnafléttna með því að mæla magn CRl á rauðum blóðkomum og magn mótefnaféttna sem festast við þau fyrir og eftir plasmagjöf. Slíkar mælingar hafa ekki gefið ákveðnar niðurstöður enda breyting á hverju rauðu blóðkorni sennilega það lítil að hún er vart mælanleg. í annan stað höfum við hafið samvinnu við Walport og félaga á gigtardeild Hammersmithsjúkrahússins í London, en þeir hafa rannsakað hæfni sjúklinga með rauða úlfa til þess að flytja og hreinsa mótefnafléttur. Komið hefur í ljós að sjúklingar með rauða úlfa hreinsa mótefnafléttur hraðar til lifrar og síður til milta en heilbrigðir einstaklingar. Þetta kann að koma á óvart en öfugt við heilbrigða einstaklinga leka þeir síðan fléttunum aftur í blóðrás, sem leiðir til þess að lengri tíma tekur að hreinsa þær að fullu og þéttni þeirra í blóði eykst fyrir bragðið (17). Því hefur verið rannsakað hvernig þessi sjúklingur hreinsar geislamerktar mótefnafléttur fyrir og eftir plasmagjöf. I ljós kom að sjúklingurinn hreinsaði mótefnafléttur að vissu leyti sem að ofan er lýst, nema að hreinsun í milta var ekki fyrir hendi. Þá varð engin binding við CRl. Eftir plasmagjöf löguðust þessi frávik algjörlega, en það undirstrikar mikilvægi eðlilegs komplímentkerfis fyrir eðlilega hreinsun mótefnafléttna (óbirtar niðurstöður). í fyrsta sinn er hér lýst sjúklingi, þar sem tengsl komplímentskorts við klínísk einkenni eru skráð sérstaklega og lýst frávikum í magni og breytingum á komplímentþáttum og mótefnafléttum sem verða við plasmagjöf. Þessar rannsóknir varpa nýju Ijósi á tengsl óeðlilegrar hreinsunar mótefnafléttna og klínískra einkenna og mikilvægi komplímentkerfsins til að hindra mótefnafléttusjúkdóma. Mikilvægt er að rannsaka stærri hóp sjúklinga á sama hátt. ÞAKKIR Þessar rannsóknir hafa notið styrkja úr Vísindasjóði Landspítalans, Vísindasjóði Rannsóknaráðs nkisins og Rannsóknasjóði H.í. SUMMARY A patient with C2 deficiency and SLE has been replenished with C2 containing fresh frozen plasma for close to 8 years. With each plasma infusion all clinical symptoms and signs disappear over a period of approximately 10 days and then reappear after 6-8 weeks. It has been documented that the function of the classical pathway of the complement system is restored with each infusion, CH50 and IIP normalizes and immunecomplex levels fall during each infusion. Furthermore C3d, as a marker of complement activation rises during the same period. The experience reported here supports the proposed theory that the complement system participates in the normal handling of immune complexes and the relation to clinical presentation of immune complex diseases is documented in this patient. HEIMILDIR 1. Ross SC, Densen P. Complement deficiency states and infection: epidemiology, pathogenesis and consequences of neisserial and other infections in an immune deficiency. Medicine (Baltimore) 1984; 63: 243-72. 2. Hong K, Takata Y, Sayma K, et al. Inhibition of immune precipitation by complement. J Immunol 1984; 133: 1464-70. 3. Schifferli JA, Woo P, Peters DK. Complement- mediated inhibition of immune precipitation. I. Role of the classical and altemative pathways. Clin Exp Immunol 1982; 47: 555-62. 4. Schifferli JA, Steiger G, Paccaud J-P. Complement mediated inhibition of immune precipitation and solubilization generate different concentrations of complement anaphylatoxins (C4a, C3a, C5a). Clin Exp Immunol 1986; 64: 407-14. 5. Schifferli JA, Ng YC, Peters DK. The role of complement and its receptor in the elimination of immune complexes. N Engl J Med 1986; 315: 488- 95.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.