Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 331-4 331 Árni Jón Geirssonl), Guðmundur J. Arason2), Þóra Víkingsdóttir2), Helgi Valdimarsson2) TRUFLUN Á MEÐHÖNDLUN MÓTEFNAFLÉTTNA HJÁ SJÚKLINGUM MEÐ HERSLISMEIN ÁGRIP Komplímentkerfið getur hindrað myndun stórra mótefnafléttna (immune complex), sem falla út í æðaveggi. Rannsakaðir voru 18 sjúklingar með herslismein (systemic sclerosis, scleroderma), 16 konur og tveir karlar. Meðalaldur sjúklinganna var 53,5 ár og sjúkdómslengd 9,9 ár. Þrettán sjúklinganna höfðu lítt virkan sjúkdóm en fimm höfðu virkan sjúkdóm. Til samanburðar voru rannsakaðir 103 handahófsvaldir blóðþegar og 30 sjúklingar með iktsýki. í ljós kom að sermi sjúklinga með herslismein reyndist hafa skerta getu til að halda mótefnafléttum á floti samanborið við fríska blóðgjafa og sjúklinga með iktsýki (p<0,001). Virkni komplímentkerfis sjúklinga með herslismein til að sundra rauðum blóðkornum CH50 (total hemolytic compliment) var hins vegar eðlileg í öllum nema einum. Átta sjúklinganna höfðu hækkun á C3d, en engin fylgni var á milli C3d hækkunar og lítillar virkni komplímentkerfisins til að halda mótefnafléttum á floti. Þessar niðurstöður benda til þess að sjúklingar með herslismein hafi galla í komplímentkerfinu, sem geti torveldað þeim að hreinsa mótefnafléttur úr líkamanum. INNGANGUR Herslismein er sjúkdómur sem leggst á fjölmörg líffærakerfi og er brenglun á ónæmiskerfinu og mótefnamyndun gegn ýmsum kjamaþáttum eitt af því sem einkennir sjúkdóminn (1). Margir bandvefssjúkdómar tengjast HLA litningasvæðinu, en þar eru meðal annars gen fyrir komplímentþættina B, C2, C4A og C4B. Galli í geni fyrir C4A (C4AQ0) hefur sterk tengsl bæði við rauða úlfa (lupus) (2,3) og herslismein Frá 1)lyflaekningadeild Landspítalans og 2) Rannsóknastofu Háskóla íslands í ónæmisfræöi. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Árni Jón Geirsson, lyflækningadeild Landspitalans. (4,5), en einstaklingar með slíkan galla hafa minnkaða eða enga framleiðslu á komplímentþættinum C4A eftir því hvort um er að ræða arfblendinn (heterozygote) eða arfhreinan (homozygote) galla. Þetta er talið geta stuðlað að því að mótefnafléttur eru ekki hreinsaðar á eðlilegan hátt af einkjama- átfrumukerfinu (6). Mótefnafléttumar geta þá fallið út í vefi líkamans og valdið bólgusvörun og vefjaskemmdum. Á Rannsóknarstofu Háskóla Islands í ónæmisfræði hefur verið þróuð aðferð (7) til að mæla getu blóðvökva til að hindra útfellingu mótefnafléttna (PIP=prevention of immune precipitation)*) **. í þessari rannsókn var ræsivirkni komplímentkerfisins og hæfileiki til að fyrirbyggja útfellingu mótefnafléttna kannaður in vitro, hjá sjúklingum með herslismein. AÐFERÐIR OG EFNIVIÐUR Skoðaðir vom 18 sjúklingar með herslismein, 16 konur og tveir karlar. Meðalaldur sjúklinganna var 53,5 ár (15-85) og sjúkdómslengd 9,9 ár (1-27). Þrettán sjúklinganna höfðu takmarkað herslismein (CREST, limited systemic sclerosis), en fimm höfðu dreift herslismein (diffuse systemic sclerosis). Þrettán sjúklinganna höfðu lítt virkan en fimm virkan sjúkdóm, enginn hafði nýmasjúkdóm (sjá töflu). Til samanburðar voru skoðaðir 30 handahófsvaldir sjúklingar með iktsýki sem voru undir eftirliti á göngudeild Landspítalans og 103 frískir handahófsvaldir blóðþegar. Blóð var dregið og látið standa í eina til fjórar klukkustundir áður en blóðvatn var skilið, því skipt niður og geymt við -80° C. Hæfileiki sermis til að fyrirbyggja útfellingu mótefnafléttna (PIP) var í stuttu máli mældur *) Sú virkni blóövökva sem hindrar útfellingu mótefnafléttna hefur ýmist veriö kölluð IIP (inhibition of immune precipitation) (6) eöa PIP (prevention of immune precipitation) (8), síöari skammstöfunin verður notuö hér.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.