Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1992, Side 39

Læknablaðið - 15.10.1992, Side 39
LÆKNABLAÐIÐ 345 Table VI. Prevalence of RA in relation to the number of elevated RF isotypes. Number Prevalence with RA of RA {%) No RF isotype elevated (n=194)...................................................... 7 (3.6) One RF isotype elevated (n=64) ..................................................... 3 (4.7) Two RF isotypes elevated (n=50) ................................................... 15 (30.0) Three RF isotypes elevated (n=21) .................................................. 8 (38.1) Table VII. Development of RA during the study period in relation to RF findings in blood samples collected between 1974 and 1983. Developed RA during study period RF isotypes Number Percent Significance§ Incidence* IgM RF elevated (n=61) 3 (4.9) N.S. 53 IgG RF elevated (n-43) 3 (7.0) P=0.0499 75 IgA RF elevated (n-53) 4 (7.5) P=0.0298 81 § Significance compared with the 94 individuals who did not have elevated RF. * New cases per 10.000 individuals / year. tíma sýndi að 94 höfðu þá haft eðlilegt magn gigtarþátta en 61 hafði hækkun á IgM RF, 43 á IgG RF og 53 á IgA RF. Þegar framhaldsrannsóknin fór fram árið 1987 uppfylltu fimm þeirra greiningarskilmerki fyrir líklegri eða ákveðinni iktsýki og höfðu þeir allir haft gigtarþáttahækkun áður en einkenni iktsýkinnar gerðu vart við sig. Þannig fengu 4,9% (3/61) einkennalausra einstaklinga, sem höfðu hækkun á IgM RF, iktsýki á rannsóknartímabilinu, 7,0% (3/43) þeirra sem höfðu IgG RF hækkun og 7,5% (4/53) þeirra sem voru með hækkun á IgA RF (tafla VII). Einkennalausir einstaklingar með hækkun á IgA RF eða IgG RF reyndust þannig vera í marktækt meiri áhættu á að fá iktsýki ef borið var saman við þá 94 einstaklinga sem ekki höfðu hækkun á gigtarþáttum. UMRÆÐA Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að algengi iktsýki er hæst í einstaklingum með hækkun á tveimur eða þremur gerðum gigtarþátta og hærri í tengslum við hækkun á IgA RF eða IgG RF heldur en hækkun á IgM RF. Algengi iktsýki í fólki með eðlilegt magn gigtarþátta var 3,6% og var þannig nokkru lægra en fundist hefur í ýmsum erlendum rannsóknum (20-23) þar sem fólk var ekki flokkað eftir því hvort gigtarþættir voru hækkaðir eða ekki. A móti kemur að iktsýki var í rannsókn okkar allt að 10 sinnum algengari í fólki með hækkun á gigtarþáttum. Þegar tillit er tekið til þessa má telja líklegt að iktsýki sé álíka algeng á Islandi og til dæmis í Finnlandi (20) og Bandaríkjunum (21). Flestir iktsýkissjúklingar voru með hækkun á bæði IgM RF og IgA RF og er það svipað og fundist hefur í sumum öðrum rannsóknum (24,25) þótt ekki sé það einhlítt (26). Athyglisvert er að mun betri fylgni var milli magns af IgA og IgG RF og magns IgA og IgM RF heldur en milli magns af IgM og IgG RF. Vegna þess að IgM RF er oftast á fimmgildu formi (pentamer) og getur þannig bundið mest IgG, hefði fyrirfram mátt búast við betri fylgni milli magns þessara tveggja gerða gigtarþátta. Hugsanleg skýring getur verið sú að IgG RF og IgA RF séu sterkari merki um iktsýki og að magn þeirra fylgist að. IgM RF virðist hins vegar vera ósértækari með tilliti til iktsýki. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að gigtarþættir geta hækkað mörgum árum áður en liðbólgur gera vart við sig (12,14) og eru oftast sömu gerðir gigtarþátta hækkaðar fyrir og eftir að iktsýkin gerir vart við sig (13). Niðurstöður okkar staðfesta þetta en benda jafnframt á að hækkun á IgA RF geti haft sérstaka þýðingu að þessu leyti. Aho og samverkamenn (14) hafa áætlað að um það bil 5,0% af einkennalausum einstaklingum með hækkaða gigtarþætti samkvæmt latex prófi fái síðar iktsýki og niðurstöður okkar styðja þá tilgátu, þar sem 5-7,5% einstaklinga með gigtarþáttahækkanir fengu iktsýki á rannsóknartímabilinu.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.