Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 32
338 LÆKNABLAÐIÐ sýkt svæði og þannig opnast leið inn í liðinn. Inngrip í lið getur einnig aukið líkur á að liður sýkist blóðborið (3). Litlar blæðingar skapa þá ákjósanleg vaxtarskilyrði fyrir sýklana. I einu tilvikinu greindist sami sýkillinn (E. coli) \ þvagi og í liði. Viðkomandi sjúklingur hafði fengið sterainnspýtingu 28 dögum fyrir innlögn. Ekki er ólfklegt að sjúklingurinn hafi fengið tímabundna blóðsýkingu (bacteremia) vegna þvagfærasýkingar. Steragjöfin eða áverkinn vegna inngripsins gæti þannig verið óbein orsök liðsýkingarinnar. Niðurstöðurnar sýna að sárasýkingar í höndum geta leitt til sýkinga í undirliggjandi liði og bein. Athygli skal vakin á því að sjúklingar með sýkingu í handarliðum vegna sára höfðu sömuleiðis allir sýkingu í beinum, en það getur haft áhrif á lengd meðferðar. Sýking í gerviliðum eru sjaldgæfar en alvarlegar og kostnaðarsamar. Orsakavaldar voru auk S. aureus, S. epidermidis og gram neikvæðir stafir, og er það í samræmi við aðrar rannsóknir (II). Ekki fundust eldri rannsóknir á sýkingu í gerviliðum hérlendis og því ekki hægt að reikna breytingu á nýgengi slíkra sýkinga. Slíkar framsýnar rannsóknir eru því brýnar. Með vaxandi fjölda aldraðra, sem hafa oft liðeinkenni og ýmsar sýkingar, ónæmisbældra og annarra með aukna áhættu fyrir sýkingum í liðum er mjög sennilegt að slíkum sýkingum fjölgi enn. I stórum hluta tilfella leiðir sjúkdómurinn til ævilangrar bæklunar og jafnvel dauða. Stóran hluta sýkinga í liðum virðist mega rekja til aðgerða lækna. Með þetta í huga er sérlega mikilvægt að læknar geri sér grein fyrir áhættunni sem fylgir inngripi í lið. Þannig er ekki bara hætta á beinu smiti heldur er einnig aukin óbein hætta á liðsýkingu vegna áverkans sem fylgir stungunni. Sérlega er þetta varasamt hjá fólki með langvarandi eða endurteknar sýkingar þar sem því er hættara við tímabundinni blóðsýkingu. Brýnt er að strangrar smitgátar sé gætt við aðgerðir á liðum og að liðvökvi sé sendur til rannsókna og ræktunar við liðástungu. Framsýnar rannsóknir á liðsýkingum þar sem meðal annars er stuðst við gagnabanka sýkladeilda ber að framkvæma til að fylgjast með öllum breytingum á nýgengi sjúkdómsins og fá vísbendingar um það sem betur má fara í aðgerðum lækna. SUMMARY Septic arthritis. A retrospective survey from Borgarspitalinn and Landspitalinn iit Reykjavik 1986-1990. A retrospective study was made on 40 patients with septic arthritis admitted to Borgarspítalinn and Landspítalinn during 1986 to 1990. Bacteria were cultured from joint fluid of 23 patients. Ten of those had history of intraarticular manipulation, 7 had infections in other locations, 10 had symptoms of rheumatic diseases, and 5 had other predisposing factors. The inost common joints involved were the knees (n= 12) and shoulders (n=7). S. aureus was the most common pathogen. Eleven patients developed serious joint damage. Three patients died during hospitalization and the infection was associated with death in two. Ten patients were highly suspected of bacterial infection but joint fluid culture was negative. Five of them had wounds in close proximity of the joint and they also had signs of osteomyelitis. Seven patients had infections in joint prostheses. Staphylococci were the most common pathogens with S. aureus in 3 patients and S. epidermidis in 2 patients. In these patients gram negative bacilli (n=3) and mixed infecions (n=2) were more common than in patients without joint prostheses. Compared to earlier investigations the incidence of culture proven bacterial arthritis has increased significantly during the last two decades in the Reykjavik area. HEIMILDIR 1. Goldenberg DL, Rced J. Bacterial arthritis. N Engl J Med 1985; 312: 764-71. 2. Smith JW. Infectious arthritis. In: Mandell GL, Douglas RG, Bennett JE, eds. Principles and practice of infectious diseases. 3rd edition. New York: Churchill Livingstone, 1990: 911-8. 3. von Essen R, Savolainen HA. Bacterial infection following intraarticular injection. Scand J Rheumatol 1989; 18: 7-12. 4. Þorsteinsson SB. Bráðar liðsýkingar á Landspítala og Borgarspítala 1972-1976. Læknablaðið 1977; Fylgirit 4: 56-9. 5. Arason V, Þorsteinsson SB. Liðsýkingar á Landspítala 1977-1986. Læknablaðið 1989; 75: 26.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.