Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 337 sýktir af sama sýklinum. Að meðferð lokinni fóru sex sjúklinganna í aðgerð. Þrír þeirra gátu þó ekki fengið nýjan gervilið og í kjölfarið voru framkvæmd Girdlestone aðgerð, liðsamruni (arthrodesis) eða aflimun (amputation). Einum sjúklingi var ekki treyst í aðgerð. Nýgengi: Nýgengi staðfestra liðsýkinga á árunum 1986 til 1990 reyndist vera 4,3 tilfelli/ár/ 100.000 íbúa. Samanburður á nýgengi tveggja eldri rannsókna (4,5) er sýndur í töflu IV. Ef miðað er við rannsókn frá 1972 til 1976 sem gerð var á Landspítala og Borgarspítala (4) er fjöldinn mun meiri en búast mætti við (p<0,0001). Ef miðað er við tölur frá Landspítala frá árunum 1977 til 1986 (5) hefur sömuleiðis orðið marktæk aukning á fjölda liðsýkinga (p<0,05). UMRÆÐA í þessari aftursýnu rannsókn voru kannaðir áhættuþættir, orsök og nýgengi liðsýkinga. Af 23 sjúklingum með jákvæða liðvökvaræktun höfðu tíu sögu um inngrip í lið. Fjórir sjúklingar (af 23) voru í aukinni áhættu fyrir liðsýkingu vegna annarrar læknismeðferðar, annars vegar vegna meðferðar með ónæmisbælandi lyfjum (tveir sjúklingar) og hins vegar vegna húðsýkingar eftir bláæðatöku vegna hjartaaðgerðar (tveir sjúklingar). Einungis einn sjúklingur hafði engan þekktan áhættuþátt. Oftast sýktust stórir liðir og voru klasakokkar algengasti sýkillinn. Vert er að minnast á að algengustu stunguliðimir eru einmitt stórir liðir eins og hné og öxl. Sýking í mjöðm var heldur fátíðari en í sambærilegum rannsóknum. Að öðru leyti eru niðurstöðumar í samræmi við aðrar rannsóknir (2,4,5). Tæplega helmingur sjúklinganna hafði jákvæðar blóðræktanir og er það sömuleiðis sambærilegt við aðrar rannsóknir (2). Tvisvar áður hafa bráðar liðsýkingar verið rannsakaðar á íslandi. Fyrst á Landspítala og Borgarspítala 1972 til 1976 (4) og síðar á Landspítala 1977 til 1986 (5) (tafla IV). í fyrri samantektinni, sem nær yfir fimm ár, fundust fjórir sjúklingar eldri en 16 ára með liðsýkingu staðfesta með liðvökvaræktun. Einn þeirra hafði sögu um sterainnspýtingu í lið. í seinni samantektinni, sem nær yfir helmingi lengra tímabil, voru bæði böm og Tafla IV. Fjöldi innlagna ú Borgarspítala og Landspítala á ári miöað við íbúatölu eldri en 16 ára á stór-Reykjavíkursvœðinu, borið saman við rannsóknir frá 1972 til 1976 (4) og 1977 til 1986 (5). Tímabil Nýgengi Bsp og Lsp Nýgengi Bsp Nýgengi Lsp 1972-1976 1,0') 1977-1986 1,60 1986-1990 4,3') 1,9 2,40 Poisson líkindadreifing: 1) p<0,0001; 2) p<0,05] fullorðnir og ekki hægt að sjá einungis fjölda fullorðinna. Þó má ætla að um 15 (12-17) sjúklingar eldri en 16 ára hafi fengið sýkingu í liði staðfesta með liðvökvaræktun á þessu tíu ára tímabili. Þrír þeirra höfðu nýlega fengið sterainnspýtingu í liðinn. I okkar rannókn sem nær yfir fimm ár fundust hins vegar 23 sjúklingar með jákvæðar liðvökvaræktanir, þar af 13 á Landspítala. S. aureus reyndist algengasti sýkingarvaldurinn (74%) og er það í samræmi við fyrri rannsóknir (4,5). Athyglisvert er að enginn fannst með liðsýkingu af völdum N. gonorrhea í þessari rannsókn en í fyrri íslensku rannsóknunum fundust tveir slíkir sjúklingar. Kann þetta að endurspegla lækkandi nýgengi lekanda á Islandi undanfarin ár (6). Um helmingur þeirra, sem höfðu staðfesta liðsýkingu, höfðu sögu um inngrip í liðinn. Þessi fjöldi er marktækt meiri en búast mætti við miðað við fyrri rannsóknir (tafla IV). Gert er ráð fyrir að hlutur Borgarspítala og Landspítala við greiningu og meðferð liðsýkinga hafi haldist óbreyttur á tímabilinu. Áberandi er hversu margar sýkingar eru tengdar aðgerðum lækna og ber þar hæst liðástungur. Erfitt er þó að gera sér grein fyrir tíðni slíkra inngripa, bæði fyrr og nú. Tíðni liðsýkinga eftir liðástungu hefur verið álitinn allt frá 1:50.000 (1) upp í 1:1000 (3). Sýking í liði vegna liðástungu getur orðið með ýmsum hætti. Liðurinn getur sýkst beint vegna inngrips (3). Þá komast sýklar inn í liðinn frá húðinni eða með sýklamenguðu lyfi (7-9). Bláæðataka á fótum er þekktur áhættuþáttur fyrir húðsýkingu (10). Tveir sjúklingar í okkar rannsókn höfðu sögu um kransæðaaðgerð og langvarandi húðsýkingu á fótlegg í kjölfar æðatöku. Báðir voru stungnir í hnélið stuttu áður en liðurinn sýktist. Hér gæti hafa verið stungið í gegnum langvarandi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.