Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 24
332 LÆKNABLAÐIÐ Tafla. PIP virkni, C3d og CH50 mœlingar hjá 18 sjúklingum með herslismein. Viðmiðunarmörk prófanna eru gefin í svigum. Kyn Aldur Sjúkdómsmynd Virkni PiP (AU) (>80) C3d (%) (<9) CH50 (%) (>70) 1 F 85 Dreift _ 47 6.7 95 2 F 65 Takm. - 57 7.6 100 3 F 60 Takm. - 66 7.6 90 4 F 62 Takm. - 73 12.2 63 5 F 49 Takm. - 68 12.4 96 6 M 58 Takm. - 76 12.2 99 7 F 52 Takm. - 62 5.8 90 8 F 34 Takm. + 81 7.9 100 9 F 15 Dreift - 68 11.7 88 10 M 67 Dreift - 51 13.6 87 11 F 37 Takm. - 81 10.1 78 12 F 64 Takm. - 70 5.6 87 13 F 55 Dreift + 73 8.1 85 14 F 60 Takm. - 73 10.4 81 15 F 30 Dreift + 47 33.2 71 16 F 56 Takm. + 91 5.9 112 17 F 63 Takm. - 95 7.8 101 18 F 51 Takm. + 32 9.5 70 þannig, að blanda af alkalískum fosfatasa og mótefnum gegn alkalískum fosfatasa var sett út í sermi sjúklinga og gefið tækifæri til að mynda mótefnafléttur við 37° í eina klukkustund, en þá voru sýnin spunnin við 5500 g. Virkni ensímsins var mæld í flotinu með því að láta það hvarfast við para nitro- phenyl phosphate (pNPP) í diethanolamine buffer í eina klukkustund. Aflestur fór fram við 405 nm í Mk II Titertek Multiscan (ICN flow) litgreini. Litþéttni var síðan breytt í PIP ein (Arbitrary Units, AU), með samanburði við eðlileg sýni (7). Því minni ensímvirkni sem greindist í flotinu þeim mun meira ensím hafði fallið til botns í mótefnafléttum. PIP gildi undir 95% mörkum voru talin lækkuð. CH50 var mælt með hefðbundnum aðferðum (9). C3d var mælt með ELISA tækni sem var þróuð á rannsóknarstofunni (10). Brunnplötur voru þaktar með anti-C3d (frá DAKO A/S) í lausn 1:1000 við 4° yfir nótt. Síðan var sermi, þynnt 1:100 lagt yfir og sett í hitaskáp við 37° í 75 mínútur. Þetta var látið standa yfir nótt við herbergishita með 1/250 þynningu af anti-C3d tengdum alkalískum fosfatasa og framkallað í pNPP eins og að ofan. ELISA aðferðin var gerð sértæk fyrir C3d þannig að stærri C3 brot voru fjarlægð, með því að sermið var blandað 22% polyethylene glycol og látið standa á ís, síðan spunnið niður við 4° (30 mín/1500g) (9). C3d gildi yfir 95% mörkum voru talin hækkuð. Mann-Whitney U-próf og Spearman raðpróf voru notuð til að reikna líkindadreifingu niðurstaðnanna. NIÐURSTÖÐUR PIP gildi sjúklinga með herslismein eru sýnd í töflu. Niðurstöðurnar sýna lækkun á PIP hjá 14 af 18 sjúklingum með herslismein, enn fremur að níu sjúklingar með herslismein voru með hækkun á C3d. Aðeins einn sjúklingur var með lækkun á CH50. Á mynd 1 sést að PIP gildi sjúklinga með herslismein voru marktækt lægri en hjá blóðgjöfum (P<0,001) eða hjá sjúklingum með iktsýki (p<0,001). Engin fylgni var á milli C3d hækkunar og lágra PIP gilda (mynd 2). Enginn munur reyndist á PIP gildum sjúklinga með virkan sjúkdóm og þeirra sem ekki höfðu virkan sjúkdóm (p=0,92). Sjúklingar með útbreiddan sjúkdóm sýndu tilhneigingu til lægri PIP gilda en sjúklingar með takmarkaðan sjúkdóm, munurinn var ekki marktækur (p=0,09). UMRÆÐA Rannsóknir á sjúklingum með herslismein hafa sýnt að brenglun á ónæmiskerfinu verður snemma í sjúkdómnum. Mótefni gegn ýmsum kjamaþáttum og æðaþeli eru fyrir hendi. Aftur á móti eru rannsóknir misvísandi hvað varðar ræsingu komplímentkerfisins og hvern þátt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.