Læknablaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 8
178
LÆKNABLAÐIÐ
mjög erfitt að biðja fólk um að afklæðast,
vegna þess að það hefur alltaf verið pyntað
nakið og með hettu yfir höfðinu. Það getur
reynst mörgum erfitt ef þú kveikir í sígaretttu,
vegna þess hve margir hafa verið brenndir
með sígarettum. Það getur valdið þeim
erfiðleikum ef þú tekur upp símaskrá, vegna
þess að símaskrár eru mikið notaðar til að
berja með. Það getur verið erfitt fyrir þá að
sjá þig taka upp hníf eða einhvern annan hlut
sem þú handfjatlar án þess að leggja nokkra
merkingu í, til dæmis blýant sem gjaman
er notaður til að eyðileggja hljóðhimnuna.
Alla ævi munu slíkir hlutir, sem notaðir hafa
verið við pyntingar, minna skjólstæðinga
okkar leynt eða ljóst á pyntingaherbergið.
Það er því um gífurlega hræðslu að ræða.
Skjólstæðingur sem fer í læknisskoðun
eða blóðprufu getur til dæmis stirðnað
gjörsamlega upp, einhver myndi tala um
sefasýki, en þetta er ekki sefasýki heldur
raunverulegt djúpstætt hræðsluástand þar sem
einstaklingnum finnst hann vera kominn til
baka í pyntingaherbergið. Þetta útskýrum við
fyrir læknum, bæði hér í Danmörku og annars
staðar.
MÖGULEG VIÐBRÖGÐ
SKJÓLSTÆÐINGANNA
Flóttamenn sem koma til læknisskoðunar
vilja oft á tíðum ekki afklæðast, þeir hræðast
blóðprufu eða hjartalínurit. Þetta eru ekki
dæmi um sefasýki heldur er trúlega um að
ræða fórnarlömb pyntinga sem koma verður
fram við af mikilli nærfærni og með virðingu
og sóma. Það eru lykilorðin tvö sem við
notum hér á stöðinni - virðing og sómi.
Þannig verðum við að koma frain við fólk
sem hefur orðið fyrir þeirri niðurlægingu
sem pyntingar eru. Þau segja þér ekki frá
pyntingunum, markmiðið var að brjóta niður
persónuleika þeirra, gera þau að einstæðingum
allt sitt líf þannig að þau geti engum sagt
frá hörmungum sem þau urðu fyrir. Meðan
á pyntingum stendur segja böðlarnir: »Þettci
getur þú aldrei sagt neinum, Jní ert bt'tinfn) að
grenja svoleiðis, það er búið að lítillœkka þig
svo mikið og við höfiun fengið þig til að gera
ýmislegt sem engum dytti í httg að hœgt vœri
að fá einhvem til að gera. Gœtir þú einhvern
tímann sagt einhverjum frá þessu, yrði þér
samt sem áður ekki tniað.«
Einsemdin og einangrunin verður algjör,
enginn státar af pyntingum sem hann/hún
hefur orðið fyrir. Þess vegna verðum við að
tala við fórnarlömbin og það gerum við.
ÞRÓUNIN FRÁ 1974
Fyrst vorum við 10 læknar hér í Danmörku
sem fórum að sinna fórnarlömbum
pyntinga, en ástandið hefur breyst og núna
erum við mörg þúsund um allan heim.
Vinnan hefur einnig breyst hjá okkur í
endurhæfingarstöðinni. Núna vinna hér um
60 manns. Við sinnum stöðugt endurhæfingu,
en jafnframt kennslu og upplýsingamiðlun.
Á síðasta ári skipulögðum við ríflega 7000
kennslunámskeið og upplýsingainnlegg, þar
af helminginn erlendis. Við höfuin komið
á fót stöðvum um allan heim og höfum
tengsl í öllum heimsálfum og nálega í
öllum löndum, einnig þeim löndum þar sem
pyntingar viðgangast. Við höfum komið
á fót skjalasafni og höfum undir höndum
ítarlegustu upplýsingar í heimi um pyntingar
og hvernig unnt er að endurhæfa fómarlömb
pyntinga. Þessar upplýsingar eru á tölvutæku
formi. Allar grunnupplýsingar hjá okkur
eru einnig á tölvutæki formi. Þegar við
förum á einhvern stað til að aðstoða við
uppbyggingu endurhæfingarstöðvar þá höfum
við upplýsingabanka okkar með og reynum
að búa til upplýsinganet. Þetta gerðum við í
Pakistan og áætlum að gera hið sama annars
staðar, í S-Afríku, Guatemala, Bangla Desh,
Filippseyjum, Chile og víðar.
GRUNNVIÐHORF TIL
SKJÓLSTÆÐINGANNA
Segja má að grunnskilningur okkar sé sá
að fórnarlömb pyntinga eru ekki sjúkir
einstaklingar, þeir eru ekki sjúklingar. Þvert
á móti eru þeir yfirleitt mjög hraustir, eða öllu
heldur mjög sterkir einstaklingar, eðlilegir á
alla lund en hafa orðið fyrir óeðlilegu athæfi,
ógeðslegu og afbrigðilegu, það er að segja
pyntingum. Þeir eiga við vanda að stríða
vegna þessa og það er ekki óeðlilegt. Það
er eðlilegt að fyllast hræðslu, það er eðlilegt
að detta niður í þunglyndi, það er eðlilegt
að geta ekki munað eftir að hafa orðið fyrir
pyntingum. En ég legg stöðugt áherslu á, að
það er hægt að hjálpa fórnarlömbunum, við
getum það og okkur ber að gera það.