Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 185-90 185 Jón Hrafnkelsson1-2), Helgi Sigvaldason1), Hrafn Tulinius1'3) NÝGENGI KRABBAMEINA OG DÁNARTÍÐNI KRABBAMEINSSJÚKLINGA Á ÍSLANDI SÍÐUSTU 35 ÁRIN ÁGRIP 1 þessari grein er lýst breytingum á nýgengihlutfalli og dánartíðni illkynja sjúkdóma á íslandi 1955-1989. Niðurstöðurnar eru sýndar sem nýgengihlutfall í fimm aldurshópum og sjö fimm ára tímabilum fyrir karla og konur. Sömu upplýsingar eru um dánartíðni. Nýgengihlutfall hækkaði í öllum aldurshópum nema þeim yngstu (10-19 ára). Dánartíðni lækkaði um 10% hjá konum og um 5% hjá körlum. I yngsta aldurshópnum var lækkun á dánartíðni meira en 50% hjá báðum kynjum. INNGANGUR Á síðustu áratugum hefur hlutfall þeirra sem deyja úr krabbameinum stöðugt hækkað. Fyrir 20 árum dó fimmti hver íslendingur úr þeim, nú fjórði hver og meira en þriðji hver einstaklingur greinist með krabbamein einhvern tíma á ævinni. Fjöldi þeirra sem nú deyja úr illkynja sjúkdómum er næstum tvöfalt meiri en fyrir 30 árum. Er ástæðan sú að þjóðin er fjölmennari og eldri nú eða eru aðrir þættir að verki? Til að reikna út áhættuna á að fá krabbamein er stuðst við nýgengihlutfall. Upplýsingar um öll krabbamein á Islandi hafa verið skráðar frá árinu 1955. Skráning dánarorsaka, þar á meðal krabbmeina, nær aftur til ársins 1911, en þá tóku gildi lög um útgáfu dánarvottorða. Nákvæmni greiningar fyrstu áratugi aldarinnar stenst ekki samanburð við það sem nú er. Út frá nýgengihlutfalli og dánartíðni má reikna fimm ára lifunartölur þeirra sem greinast með krabbamein. Hver þessara þátta, nýgengihlutfall, dánartíðni og fimm ára lifun, gefa ákveðnar upplýsingar. Frá OKrabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands, 2)Krabbameinslækningadeild Landspítalans, 3)læknadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir, bréfaskriftir; Jón Hrafnkelsson, Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands, pósthólf 5420, 125 Reykjavík. 1 þessari grein verður lýst breytingum á nýgengi og dánartíðni af völdum krabbameina á Islandi síðustu 35 árin. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Efniviðurinn er fenginn úr Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands og úr skýrslum Hagstofu Islands (1). Um er að ræða upplýsingar um öll nýgreind krabbamein á Islandi 1955-1989, tjölda sjúklinga, kyn, aldur, greiningarár, og sambærilegar upplýsingar um þá sem létust úr krabbameini á tímabilinu. Upplýsingar um mannfjölda á Islandi og heildarfjölda látinna eru sömuleiðis fengnar frá Hagstofu Islands. Efniviðurinn er flokkaður eftir fimm ára tímabilum og fimm aldursflokkum 0-19, 20-44, 45-64, 65-79 og 80 ára og eldri. í töflu I er fjöldi nýgreindra tilfella en í töflu II er fjöldi látinna. Þó að efniviðurinn sé sýndur eins og greint er að frainan þá eru við útreikninga notuð einstök almanaksár og fimm ára aldurshópar. Nýgengi er fjöldi nýgreindra tilfella af tilgreindum sjúkdómi á ákveðnu tímabili. Nýgengihlutfall er hér miðað við fjölda nýgreindra krabbameinstilfella hjá 100 þúsund íbúum á ári svo sem venja er. Dánartíðni er reiknuð á sama hátt. Aldursstöðlun er nauðsynleg vegna þess að dreifing mannfjölda í aldursflokka hefur breyst á þeim 35 árum sem fjallað er uni í greininni, ásamt því að nýgengihlutfall illkynja sjúkdóma er mjög háð aldri. Nýgengihlutfall og dánartíðni er til samræmis við »World standard population« (2) en sá staðall er valinn til að auðvelda samanburð á niðurstöðum við önnur lönd. Kí-kvaðrat próf var notað til að athuga marktekt breytinga á nýgengihlutfalli og dánartíðni á athugunartímabilinu (5% mark). Athugað var annars vegar hvort línuleg breyting (stöðug hækkun eða lækkun) hafi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.