Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 191-200 191 Laufey Ýr Sigurðardóttir1), Hróðmar Helgason2) ÁREYNSLUBUNDINN HÁÞRÝSTINGUR EFTIR AÐGERÐ VEGNA ÓSÆÐARÞRENGSLA ÁGRIP Markmið þessarar rannsóknar var að athuga áreynslubundinn háþrýsting eftir aðgerð vegna ósæðarþrengsla (coarctatio aortae, CoA). Tuttugu og sjö sjúklingar með CoA, 16 karlar og 11 konur, sex til 21 árs og 27 aldurs- og kynparaðir samanburðareinstaklingar voru áreynsluprófaðir samkvæmt Bruce aðferð. Sjúklingahópnum var einnig skipt í tvennt eftir því hvort þeir fóru í aðgerð fyrir (hópur A) eða eftir (hópur B) eins árs aldur. Slagbilsþrýstingur (systólískur blóðþrýstingur) var mældur í handlegg og fæti fyrir, við og eftir áreynslu. Einnig var mældur hjartsláttarhraði. Ekki reyndist munur milli sjúklinganna og samanburðareinstaklinganna hvað varðar hjartsláttarhraða í hvíld eða við áreynslu og slagbilsþrýstingur í hvíld var svipaður. Hækkun blóðþrýstings við áreynslu var hins vegar meiri hjá sjúklingunum og var marktækur munur þar á við öll stig áreynslunnar (p<0,01) Munur á blóðþrýstingi milli efri og neðri útlima (blóðþrýstingsstigli) var marktækt meiri hjá sjúklingum en samanburðarhópnum (p<0,01) og hann jókst marktækt við áreynslu hjá sjúklingunum (p<0,05). Fylgni mældist milli stærðar blóðþrýstingsstiguls og hæsta slagbilsþrýstings við áreynslu (r=0,75 og p=0,02). Þrjátíu prósent af sjúklingunum mældust með jákvæðan blóðþrýstingsstigul >10 mmHg eftir áreynslu og 15% höfðu hæsta slagbilsþrýsting við áreynslu yfir 200 mmHg. Háþrýstingur reyndist algengari í hópi B en í hópi A og áreynslubundinn háþrýstingur var líka algengari í hópi B (23%) en í hópi A (7%). Niðurstöður okkar eru þær að áreynslubundinn háþrýstingur sé talsvert vandainál hjá CoA sjúklingum og að áreynsluprófið sé góð rannsókn til Frá Háskóla íslands, læknadeild1) og Barnaspítala Hringsins2). Fyrirspurnir, bréfaskipti: Hróðmar Helgason, Barnaspítala Hringsins, Landspítalanum, 101 Reykjavík. Rannsóknin var styrkt af Rannsóknarsjóði Háskóla fslands. að fylgjast með þessum sjúklingum. Þá er áreynslubundinn háþrýstingur algengari hjá sjúklingum sem skornir voru eftir eins árs aldur. Álit okkar er að aðgerðina beri að framkvæma við fyrsta hentuga tækifæri eftir greiningu, og helst á fyrsta æviári sjúklings. INNGANGUR Osæðarþrengsli (coarctatio aortae, CoA) er meðfæddur hjartagalli sem greinist í 1: 1700 fæddum börnum hér á landi (1). Þrengslin á ósæðinni eru yfirleitt staðsett móts við upptök fósturæðar (ductus arteriosus), rétt handan við vinstri neðanviðbeinsslagæð (a. subclavia sin) og valda hindrun á blóðflæði til neðri hluta lrkamans. Helsta kennimerki sjúkdómsins er háþrýstingur í þeim hluta slagæðakerfisins sem liggur framan við þrengslin. Með tímanum veldur þessi háþrýstingur hröðun á æðakölkun, hjartabilun, æðagúlum og rofi á þeim og skyndidauða (2). Við sjúkdómnum er brugðist með aðgerð sem miðast að því að opna þrengslin að fullu. Sjúklingar sem gangast undir slfka aðgerð hafa áfram hærri tíðni á ótímabærum hjarta- og æðasjúkdómum og skyndidauða, sem líklega tengist viðvarandi háþrýstingi (3,4). Aðgerðirnar sem oftast er gripið til eru annars vegar brottnám á þrengslunum þar sem endarnir eru skeyttir sainan aftur, hjá yngri börnum er hins vegar um að ræða aðgerð þar sem bútur úr vinstri neðanviðbeinsslagæð er notaður til að víkka þrengdu ósæðina (subclavian flap angioplasty). íslendingar sem greinst hafa með þennan galla hafa flestir gengist undir aðra hvora þessara aðgerða, ýmist hér á landi eða erlendis. Hafa þær að jafnaði gengið vel en þó hafa nokkrir þurft að fara í æðavíkkun í þræðingu vegna endurþrengsla (1). Sjúklingar sem gangast undir aðgerð áður en afleiðingar þrengslanna eru komnar fram ná yfirleitt bata, blóðþrýstingur þeirra og blóðrás til neðri útlima fellur innan eðlilegra marka.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.