Læknablaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 28
198
LÆKNABLAÐIÐ
vísbendingu þess, að hjartastarfsemi þeina
sjúklinga sem skomir em upp eftir eins árs sé
skert.
Slagbilsþrýstingur: Erlendar rannsóknir hafa
sýnt að sjúklingar með CoA fá óeðlilega
mikla blóðþrýstingshækkun við áreynslu
(6,10-12,22-24). Okkar niðurstöður reynast
mjög svipaðar þeim erlendu. Blóðþrýstingur í
hvíld var lítillega hækkaður hjá sjúklingunum
miðað við þá heilbrigðu, þótt ekki sé sá
munur marktækur. Þessi munur jókst svo strax
við að standa upp og enn meir við áreynslu.
Marktækur munur mældist milli sjúklinga og
heilbrigðra á öllum þrepum áreynsluprófsins.
Sjúklingarnir voru mjög fljótir að ná sér
og var munurinn horfinn þegar þeir höfðu
lagst út af eftir að áreynslunni lauk. Sést vel
gildi þess að mæla slagbilsþrýsting meðan á
áreynslu stendur. Er það í samræmi við birtar
erlendar niðurstöður um að mælingar meðan
á áreynslu stendur séu nauðsynlegar (4).
Þegar litið er á sjúklingana, eftir því hvenær
þeir fóru í aðgerð, kemur í ljós að hópur
B hefur marktækt hærri slagbilsþrýsting en
samanburðarhópurinn, jafnvel í hvíld. Hópur
A er hins vegar með eðlilegan blóðþrýsting
þar til á öðru þrepi áreynsluprófsins. Þetta
styður okkar álit að þeir sjúklingar sem fara
seint í aðgerð hafi ineiri líkur á viðvarandi
háþrýstingi og séu því í meiri hættu að
fá einhvern þeirra síðbúnu fylgikvilla
ósæðarþrengsla sem sjást jafnvel eftir vel
heppnaða aðgerð.
Við athuguðum einnig fylgni milli
jákvæðs blóðþrýstingsstiguls og mikillar
blóðþrýstingshækkunar við áreynslu.
Reyndist þar um góða fylgni að ræða
(r=0,75 og p=0,02). Virðist því mikil
blóðþrýstingshækkun við áreynslu tengjast
jákvæðum blóðþrýstingsstigli sem aftur
tengist endurþrengslum. Álítum við að
þessi tengsl séu það sterk að þeir sjúklingar
sem hækka mest í blóðþrýstingi ættu að
fara í hjartaþræðingu til að athuga hvort
um endurþrengsli sé að ræða, sem þá
mætti víkka. Fjórir sjúklingar fengu mikla
blóðþrýstingshækkun við áreynslu og
fóru allir yfir 200 mmHg í slagbili við
hámarksáreynslu (210-265mmHg). Þar af er
einn úr hópi A en þrír úr hópi B. Er tíðnin
þannig 23% hjá þeim sem fara í aðgerð eftir
eins árs aldur en einungis 7% hjá þeim sem
skornir eru fyrir eins árs aldur. Við tökum
því ekki undir með Williams et al sem fær
27% tíðni háþrýstings hjá þeim hópi sjúklinga
sem skornir hafa verið upp sem ungabörn
(21). Þeir eru líka margir sem fá niðurstöður
samsvarandi okkar. Barratt-Boyes birti árið
1985 niðurstöður rannsóknar þar sem farið
er yfir 318 tilfelli af CoA 10-28 árum eftir
aðgerð (13). Þar koma fram tengsl milli
aldurs við aðgerð og síðari tíma háþrýstingi,
þannig að því eldri sem einstaklingarnir eru
við uppskurð þeim mun meiri líkur eru á
háum blóðþrýstingi síðar. Tuttugu árum eftir
aðgerðina eru 50% af þeim sjúklingum, sem
skornir voru fimm til 19 ára, komnir með
háþrýsting. Heildarniðurstaða Barratt-Boyes
er sú að aðgerðina eigi að gera sem allra fyrst
(13). Blóðþrýstingsstigullinn eykst marktækt
við áreynslu. Ef við skoðum það nánar kemur
í ljós að þessi aukning er samsett úr tveimur
þáttum: a) hækkun á slagbilsþrýstingi í efri
útlim og b) lækkun á slagbilsþrýstingi í
þeim neðri. Trúlegt verður að teljast að þessi
blóðþrýstingslækkun stafi að verulegu leyti af
rennslishindrun blóðs til neðri útlima. Þó er
rétt að benda á að æðavíkkun (vasodilatation),
sem verður hjá heilbrigðum við áreynslu,
verður ef til vill ekki með eðlilegum hætti hjá
sjúklingum með ósæðarþrengsli. Háþrýstingur
framan við þrengslin gæti leitt til skertrar
sjálfstýringar (autoregulation) þótt æðavíkkun
sé eðlileg handan þeirra.
LOKAORÐ
Rannsókn okkar sýnir að hinum íslenska
CoA sjúklingahópi hefur reitt þokkalega
af. Þó er talsvert há tíðni á jákvæðum
blóðþrýstingsstigli milli efri og neðri
útlima og einnig hafa þeir talsvert mikla
blóðþrýstingshækkun við áreynslu. Teljum við
því nauðsynlegt að fylgja þessum sjúklingum
eftir með áreynsluprófi þar sem blóðþrýstingur
verði mældur ineðan á áreynslu stendur
og einnig verði mælt hvort munur sé á
blóðþrýstingi milli efri og neðri útlima hjá
viðkomandi. Má með þessu móti greina
sjúkdómseinkenni hjá einkennalausum
sjúklingum og þannig finna þá sem eru
í aukinni hættu á síðbúnum fylgikvillum
ósæðarþrengsla.
Einnig er það niðurstaða okkar að þeir
einstaklingar, sem fara í aðgerð eftir eins
árs aldur, hafi oftar háþrýsting en hinir sem
fara í aðgerð fyrir eins árs aldur. Því er álit