Læknablaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ
195
mmHg. Þessir sjúklingar, drengir 16-22
ára, höfðu blóðþrýstingsstigul í hvfld 12-17
mmHg og voru algerlega einkennalausir.
Þrír þessara sjúklinga fóru í aðgerð eftir
eins árs aldur en einn þriggja vikna
gamall. Ekki mældist slagbilsþrýstingur við
áreynslu yfir 200 mmHg hjá sjúklingum
sem höfðu engan blóðþrýstingsstigul í
hvíld.
Þegar áreynslu var lokið reyndust 16
sjúklinganna (59%) hafa jákvæðan
blóðþrýstingsstigul, 2-53 mmHg, og níu (33%)
þeirra höfðu hærri stigul en 10 mmHg. Fylgni
milli blóðþrýstingstiguls eftir áreynslu og
hæsta slagbilsþrýstings þessara 16 einstaklinga
reyndist ekki marktæk, i- 0,2 log p=0,44
(mynd 7).
Blóðþrýstingsstigullinn milli efri og neðri
útlima hækkaði marktækt við áreynslu og
mældist þannig fyrir áreynslu -2,6±11,9
mmHg en eftir hana 6,5±19,9 mmHg, p=0,03.
Hópar A og B gagnvart pöruðu
samanburðarhópunum: I töflu II má sjá
samanburð milli hópanna innbyrðis hvað
varðar ýmis atriði, ásamt því að hvor hópur
er borinn saman við sinn samanburðarhóp.
1. Þol: Ekki reyndist marktækur munur á
milli hóps A og samanburðarhóps hvað
varðar þol (A: 13,5±0,3 mín á móti
14,1 ±0,5 mín hjá samanburðarhópi,
p=0,33). Þetta átti einnig við um hóp B
og samanburðarhóp (B: 14,3±0,7 mín á
móti 14,1 ±0,6 inín hjá samanburðarhópi,
p=0,85). Enginn munur var á þoli þegar
hópur A var borinn saman við hóp B.
2. Hjartsláttarhraði: Hjartsláttarhraði var
sambærilegur milli sjúklingahópanna
innbyrðis og milli hvors hóps fyrir sig og
samanburðareinstaklinga þeirra á öllum
stigum áreynsluprófsins nenia þegar litið er
til þess hversu mikið viðkomandi hægði á
hjartslætti við hvfld eftir áreynsluna. Hópur
A hægði marktækt meira á sér en hópur B.
Hjartsláttarhraði þremur mínútum eftir að
áreynslu lauk: A=96±4 sl/mín, B=115±4
sl/mín; p=0,007.
3. Slagbilsþrýstingur: Við samanburð
á slagbilsþrýstingi við áreynslu hjá
sjúklingahópunum tveimur var hvergi
marktækur munur, þótt þeir sem fóru í
aðgerð eftir eins árs (hópur B) hefðu hærra
meðalgildi á öllum þrepum.
Max systolic BP
mmHg
Fig. 6. The regression analysis of a positive BP gradienl
at rest and maximal systolic BP during exercise (r=0.75,
p=0.03).
Max systolic BP
mmHg
BP gradient after exercise
Fig. 7. The regression analysis of a positive BP gradienl
after exercise and maximal systolic BP during exercise
(r=0.2l, p=0.44).