Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 38
208 LÆKNABLAÐIÐ viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um hæfni í því skyni að auðvelda mönnum að hefja og stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi. Varðandi lækningar, skyld störf og lyfjafræðistörf er orðalagið þó fortakslausara því samkvæmt 3. mgr. sömu greinar skal aflétta hömlum á þessu sviði. Af orðanna hljóðan er skýrt að 57. gr. Rs á eingöngu við um sjálfstæða atvinnustarfsemi. Engin sambærileg heimild er um setningu tilskipana um gagnkvæma viðurkenningu eða samræmda menntun launafólks. Það væri hins vegar óeðlilegt og ósanngjamt ef ein og sama menntunin fengi mismunandi meðferð eftir því hvort einstaklingurinn starfar sjálfstætt eður ei. Þetta á ekki síst við í ljósi þess að mismunandi er eftir starfsgreinum í hvaða mæli unnt er að starfa sjálfstætt. Evrópubandalagið ákvað því að rýmka þessar heimildir þannig að þær næðu einnig til launafólks. Þessi rýmkandi túlkun hefur verið byggð á 49. gr. Rs sem gefur ráðinu heimild til að gefa út tilskipanir eða reglugerðir til að koma smám saman á frjálsri för launþega og 235. gr. Rs sem veitir ráðinu heimild til að gefa út reglur þegar sáttmálann skortir nægilegar heimildir en aðgerðir eru nauðsynlegar til að ná einhverjum af markmiðum bandalagsins varðandi starfsemi hins sameiginlega markaðar. I seinni tíð hafa tilskipanir um þessi efni nánast eingöngu vísað til 49. gr. Rs. í árslok 1990 höfðu verið settar 12 tilskipanir um gagnkvæma viðurkenningu. Millibilsástandstilskipanir: Engar millibilsástandstilskipanir hafa verið settar frá árinu 1982 en samtals urðu þær 13 talsins. Þessi flokkur tilskipana studdist við 57. og 66. gr. Rs. Markmið þeirra var að auðvelda þjónustustarfsemi þangað til raunverulegri samræmingu hefði verið hrint í framkvæmd. Þessum tilskipunum var ætlað að auðvelda borgurum aðildarríkjanna að starfa í aðildarríkjum sem gerðu menntunarkröfur. Með þeim var viðurkennt að sjálfstætt starf eða starf í ábyrgðarstöðu í tiltekinni starfsgrein um ákveðinn tíma, venjulega þrjú til sex ár væri nægjanleg sönnun þess að viðkomandi kynni til starfans. 1 fjölmörgum tilfellum varð niðurstaðan sú, að millibilsástandstilskipanirnar fólu í sér hina endanlegu samræmingu þar sem frekari áform um samræmingu reyndust ekki fyrir hendi eða framkvæmd þeirra ekki fyrirsjáanleg í nánustu framtíð. ÞRÓUN TILSKIPANA EB UM GAGNKVÆMA VIÐURKENNINGU PRÓFA OG PRÓFSKÍRTEINA Samræming menntunarkrafna og gagnkvæin viðurkenning prófskírteina og prófa eru grein á sama meiði, því að gagnkvæm viðurkenning prófa byggir á þeirri forsendu að ákveðið samræmi sé í þeirri menntun sem skal viðurkenna. Eins og áður var getið hefur EB lagt mikla vinnu í gagnkvæma viðurkenningu prófa og prófskírteina á undanförnum árum og áratugum. Þetta starf hefur þróast með ákveðnum hætti. Greina iná á milli þriggja stiga í þessari þróun. Fyrsta stigið var samræming menntunar og var það meginviðfangsefni eldri tilskipana Ráðherraráðs EB á þessu sviði. Þessar tilskipanir tilgreina hvaða námsefni skuli farið yfir og jafnvel fjölda kennslustunda í hverri einstakri námsgrein. Þessi vinnubrögð leiddu af sér tvennt, annars vegar umtalsverða tæknilega örðugleika og hins vegar var óttast að tilskipanir af þessu tagi kynnu að hindra eðlilega þróun náms. Það var því talið nauðsynlegt að grípa til annarra aðferða. Næsta stig þróunarinnar var framhald ályktunar menntamálaráðherra EB frá 6. júní 1974 og í samræmi við hana hafa verið settar tilskipanir um lágmarkskröfur. Þar hefur einnig verið tilgreind sú menntun í aðildarríkjunum sem skuli viðurkenna og hvaða lágmarkskröfur eru gerðar til þessarar menntunar. Þessi hópur tilskipana hefur veitt aðildarríkjunum aukið frelsi til að ákveða innihald menntunar en tryggt þeim um leið gæði sambærilegrar menntunar í öðru aðildarríki. Þriðja stiginu var náð á árinu 1988 með samþykkt tilskipunar um almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum, sem veitt eru að lokinni sérfræðimenntun og starfsþjálfun á æðra skólastigi sem staðið hefur að minnsta kosti í þrjú ár (89/47/EBE). Þessi tilskipun gekk í gildi í ársbyrjun 1991 og því hefur lítil

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.