Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 183 Kafbáturinn. Lœknir gœtir þess að fórnarlambið deyi ekki, það er ekki tnarkmið pyntinganna. Allar myndirnar eru eftir fómarlömb pyntinga í Uruguay. Þær eru teknar úr bókinni Fysioterapi til torturofre eftir Inge Bloch og Lis Höhne. Munksgaard, 1989. lækna tekur þátt í pyntingum. í því sambandi er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir áhættulæknunum sem við köllum svo, en það eru fangelsislæknar, réttarlæknar og herlæknar. SKILGREINING LÆKNABÖÐLA Þátttaka lækna í pyntingum er misjöfn og við skilgreinum læknaböðla eftir verkum þeirra. Margir eru beinir þátttakendur inni í pyntingaklefanum, sýna hvernig rafskautin sitja best til að gefa sem mest högg, eða þeir taka púlsinn og segja; haldið áfram, hún er bara að þykjast, það er ekkert liðið yfir »Árið 1973 voru 250 lœknar í hernum í Uruguay. Um þessar mundir (1987) hafa 800 lœknar gráðu innan hersins af 5400 lceknum sem eru starfandi í landinu. 1 Chile eru 10.000 lceknar, en einungis 100 þeirra vinna fyrir herinn.... Lceknisfrœðilegur siðfrœðidómstóll Uruguay réttar nú í máli þriggja lœkna sem hafa tekið þátt í þjálfun pyntingarböðla. Hernaðarlega voru þessir menn þjálfaðir sem Grœnhúfur í Ameríkuskólanum sem Bandaríkin reka í Panama. Svipað er uppi á teningnum um alla Rómönsku Ameríku.« Gregorio Martirena, læknir í Uruguay hana; hann þolir vel nokkra klukkutíma í viðbót, haldið bara áfram. í öðrum tilvikum felst þátttaka lækna í því að veita meðferð eftir pyntingar þannig að hægt sé að halda pyntingum áfram, þetta er mjög algengt á hersjúkrahúsum við höfum fjölda dæma þess. Síðan eru fangamir sendir til baka þegar þeir geta þolað áframhaldandi pyntingar. Fangarnir óska þess eins að deyja; fremur að deyja en pínast til dauða. Þátttaka lækna getur einnig falist í því að finna nýjar pyntingaaðferðir eða þeir rannsaka fanga fyrir pyntingar og segja hvað viðkomandi þolir, til dæmis að hjartasjúklingur þoli ekki rafmagnsstuð. Þátttakan getur einnig falist í því að skrifa röng dánarvottorð, til dæmis að dánarorsök sé hjartaáfall eða eitthvað annað en ekki pyntingar. Einnig er um að ræða röng fæðingarvottorð barna sem fædd eru í fangelsum og gefin. Vitað er um 300 börn í Argentínu sem talið er að búi hjá her- eða lögreglumönnum, þótt báðir foreldrar séu dánir eru afar og ömmur að reyna að hafa upp á þeim. I öllu þessu taka læknar þátt og svo mjög að fullyrða má að ekki væri unnt að beita pyntingum eins og gert er í dag án þátttöku þeirra, vegna þess að þá myndu alltof margir deyja af pyntingunum. Sú var til dæmis raunin í Chile við valdarán herforingjanna 1973, í fyrstu dóu allt of margir, en svo lærðu menn til verka. Það eiga alltaf einhverjir að deyja

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.