Læknablaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ
203
reiknað samkvæmt formúlu fyrir sporbaug:
R = AxBxCx 0,5233, þar sem 0,5233 =
3/4 x 7r. Þessi formúla gefur niðurstöðu nálægt
raunverulegu rúmmáli legsins (1). Mesta þykkt
legslímu eða leghols í lang- og þvermynd var
mæld (mælt yfir leghol og báða fleti legslímu).
Þar sem ómþétt svæði virtust til staðar í legi
voru þau mæld í þremur víddum. Skoðunin
var endurtekin á 14. degi að meðaltali (13.-16.
dagur). Nokkrar konur, sem höfðu innihald í
legi í seinni skoðun, voru beðnar um að koma
í þriðja sinn.
Fyrir fyrstu skoðunina var hún útskýrð
fyrir öllum konunum og samþykki þeirra
fengið. Einnig fékkst samþykki siðanefndar
Læknaráðs Landspítalans.
Viðmiðunargildi (meðaltal (M) og staðalfrávik
(SF)) og breytingar á legstærð frá fimmta
til 14. dags voru reiknuð fyrir fjölbyrjur og
frumbyrjur. Pöruð t-próf og Wilcoxon próf
(marktækni miðuð við 5% líkur) voru notuð
til að bera saman mælingar á legstærð hjá
frumbyrjum og fjölbyrjum á milli fimmta og
14. dags skoðunar.
NIÐURSTÖÐUR
Konur vistuðust á deildinni vegna blæðinga
í sængurlegu (34/48 eða 71%), gruns um
sýkingu eða fylgjuleifar í legi. Af þeim sem
blæddi fóru 33 í ómskoðun. í útskaf fóru 38
(79%). Sýni var sent í vefjagreiningu frá 17
konum og reyndust 14 vera með fylgjuleifar
samkvæmt vefjagreiningu (41% þeirra sem
lögðust inn vegna blæðinga).
Niðurstöður legmælinga á fimmta og 14. degi
eru sýndar í töflum 1 og II. Marktæk minnkun
var á stærð legs frá fyrri að seinni mælingu
hjá frumbyrjum (t=l 1,3; df 19; p<0,0001)
og fjölbyrjum (t=13,2; df 19; p<0,0001).
Breyting á rúmmáli frá fyrri að seinni skoðun
er sýnd á mynd og nam að meðaltali 443 ml
(bil 154-833 ml). Ekki var marktækur munur
á stærðarmælingum legs hjá frumbyrjum og
fjölbyrjum.
í 36 tilvikum virtist leghol vera tómt á fimmta
degi, en hjá tveimur konum var ómsnautt
innihald í legi og hjá tveimur var það ómþétt.
Hjá þeim sem ekki voru með innihald í
legholi var legslímhúð með mestu þykkt frá
6-12 mm. Hjá 12 konum sást ekki ómsnautt
innihald við fyrstu skoðunina, en var til staðar
tveimur vikum eftir fæðingu. Þrjár konur
höfðu ómnkt innihald í legholi. Hjá tveimur
var það horfið í seinni skoðun, en hjá einni,
sem skoðuð var í þriðja sinn á 18. degi, var
það enn til staðar. Ekki var marktækur munur
(Wilcoxon próf) á rúmmáli legs á 14. degi
hjá þeim konum, þar sem innihald var í legi
(M 330 ml, SF 84,5 inl) og þar sem það var
ekki (M 296 ml, SF 84,5 ml), né heldur á
breytingum á rúmmáli hjá þeim konum þar
sem leg virtist tómt við síðari skoðun (M 395
ml, SF 149 ml) og þar sem innihald sást (M
453 ml, SF 158 ml) (t= 1,09, df 37).
UMRÆÐA
Blæðing í sængurlegu er fremur algengt
vandamál. í afturvirkri athugun okkar
fannst að nærfellt ein kona fór í aðgerð á
Kvennadeild Landspítalans í hverri viku vegna
blæðinga í sængurlegu (1,6% kvenna sem
fæddu í Reykjavík á árinu 1991). Þessi tíðni
er svipuð og lýst hefur verið annars staðar (2).
Enn aðrar konur hafa einkenni sem bent gætu
til óeðlilegs innihalds í legi, en eru ekki taldar
þurfa aðgerð. Konumar eru nú iðulega sendar
í ómskoðun til að athuga hvort fylgjuleifar
sjáist í leginu. Hinsvegar eru ekki til ákveðnar
reglur um hvernig túlka eigi ómmyndirnar.
Utskaf á sængurlegutíma er ekki án áhættu
(3). Því væri gott að bæta leiðir til að meta
sjúkdómsástand í legi eftir fæðingu og geta
þar með oftar komist hjá aðgerð. Omskoðun
ætti að veita verulegar viðbótarupplýsingar í
þessu skyni.
Omskoðunarútliti legs og legslímu eftir
fæðingu hefur verið lýst og bent á notagildi
ómskoðunar við blæðingu eftir fæðingu og
greiningu á fylgjuleifum í legholi (4,5). Meðal
kvenna sem skoðaðar voru vegna blæðinga í
sængurlegu leiddi ómskoðunin til ofgreiningar
á sjúkdómsástandinu »retentio post partum«
(17% falskt jákvæðar niðurstöður), en falskt
neikvæðar skoðanir voru sjaldgæfar (5).
Eðlilegu legi og ómskoðunarummerkjum
við blæðingu í sængurlegu (secondary
postpartum haemorrhage) hefur verið lýst
á fyrstu þremur dögum eftir fæðingu. I
lítilli athugun reyndist ekki vera munur á
stærð og lögun legs hjá konum með og án
sjúkdómseinkenna (6). Athugun á samdrætti
legs á fyrstu vikum eftir fæðingu með einni
mynd í þykktarskurði (sagittal plane) gaf til
kynna að legið minnkaði hratt eftir fæðingu,
það er um 31% á fyrstu viku og 48% á