Læknablaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 34
204
LÆKNABLAÐIÐ
annarri og þriðju viku til viðbótar (4). Ekki
var tekið tillit til breiddar legsins, sem í okkar
athugun reyndist mismikil.
Á síðasta áratugi hafa myndgæði
ómskoðunartækja orðið mun betri. Engu að
síður hefur aðeins verið gerð ein rannsókn
á útliti legs í eðlilegri sængurlegu (7). Þar
var fylgst með 37 konum fyrstu tvær vikur
sængurlegunnar og leg mælt í þremur flötum.
Konurnar höfðu ýmist fætt eðlilega eða með
keisaraskurði. Sumar höfðu barn á brjósti
en aðrar ekki. Keisaraskurður, fjöldi fyrri
fæðinga eða brjóstagjöf virtist ekki hafa
áhrif á stærð legsins, en samband var á milli
hærri fæðingarþyngdar barnsins og stórs legs.
Legið minnkaði um rúman þriðjung á tveimur
vikum. Leghol var einnig mælt og breyttist
óverulega á þessum tíma. Mismunandi
var hve mikið innihald sást í legholi. Ef
reiknað er rúmmál legs á 14. degi samkvæmt
meðaltali þessara mælinga, þá er niðurstaðan
(292 ml) sambærileg við það sem fannst að
meðaltali hjá frumbyrjum og fjölbyrjum í
okkar athugun (309 ml). Samsvörun milli
rúmmálsmælinga með ómun út frá þremur
víddum og raunverulegrar legstærðar er góð,
enda þótt öryggismörk séu víð (meðalfrávik
mælinga 13%) (2).
í þessari athugun var fylgt stærri og einsleitari
hópi kvenna, sem allar höfðu fætt eðlilega
við fulla meðgöngulengd og voru með börn
á brjósti. Almennar upplýsingar um hópinn,
svo sem þyngd barna, reyndust sambærilegar
við það sem áður hefur verið lýst fyrir svipað
úrtak (8). Ómsnautt innihald og í nokkrum
tilvikum ómþétt sást einkum við 14. dags
skoðunina. Bent hefur verið á að sé leghol
>2,5 cm í þvermál, geti verið um að ræða illa
samandregið leg (hypotonic uterus), þó þetta
geti einnig verið eðlilegt (9). I okkar athugun
reyndust þrjár einkennalausar konur hafa
leghol sem mældist yhr 2,5 cm. Athyglisvert
var hve oft sást ómsnautt innihald á 14. degi,
en ekki á fimmta degi, eða hjá þriðjungi
kvennanna. Mögulegt er að þessi breyting geti
stafað af breytingu á hreinsun eftir fæðinguna
á þessum tíma (10).
Utlit legs við ómskoðun í sængurlegu virðist
því vera fjölbreytilegt hjá heilbrigðri konu.
Sýni ómskoðun að leg er tómt kann sú
niðurstaða að geta forðað konu frá að«erð,
eins og áður hefur verið bent á (4,5). I því
felst mesta gildi ómunar á þessum tíma.
Ómsnautt innihald er venjulega túlkað sem
storkið blóð, en ómríkt sem fylgju- eða
belgjaleifar. Ómríkt innihald hefur oft vegið
þungt þegar tekin er ákvörðun urn að útskaf
þurfi. Niðurstöður okkar benda til að klínískt
mat eigi að vega þyngst, en ómskoðunin er
aðeins hjálpargagn. Þó innihald sjáist í leginu,
þarf það ekki að þýða sjúkdómsástand, jafnvel
þótt innihaldið sé ómríkt. Frekari athugun á
því hvað ákvarðar ómútlit leghols og legslímu
eftir fæðingu er nauðsynleg.
SUMMARY
Women with secondary postpartum hemorrhage
are increasingly sent for ultrasound examination to
help the clinician decide whether or not surgical
curettage wil! be necessary.
A retrospective study of secondary postpartum
hemorrhage among women admitted to the National
University Hospital (year 1991) was done; 48
wornen (1.6% of deliveries) were admitted because
of postpartum hemorrhage, uterine infection
or suspicion of retained placental tissue; 71 %
presented with hemorrhage. All except one had
ultrasound examinations. Surgical curettage was
done in 79%. In 17 cases were specimens obtained
for histologic examination, showing retained
placental tissue in 14 cases.
Forty women with an uncomplicated delivery and
puerperium (20 printiparas and 20 multiparas),
were selected for a prospective study of the
sonographic appearance of the normal puerperal
uterus. Ultrasound examinations were done on
the 5. and 14. day after delivery. A significant
reduction in uterine size was found between the
first and second examination (p<0.0001). The
mean reduction of uterine volume was 443 ml
(range 154-833 ml). There was no significant
difference between primiparas and multiparas. In
34 instances the uterine cavity appeared empty on
the 5. day, but hypoechoic material was seen in
4 women. In 12 there was hypoechoic material
in the uterine cavity on the 14. day where the
uterine cavity had appeared empty on the 5. day.
On the 14. day there was no significant difference
in uterine volurne between cases with hypoechoic
material and those who had an empty uterine
cavity.
The normal puerperal uterus has a diverse
ultrasonic appearance. Ultrasound results should
not be an important factor when a patient with
secondary postpartum hemorrhage is being
considered for curettage. Further research is
necessary to explain the ultrasonic appearance of
the puerperal uterus.