Læknablaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ
179
BÖRNIN ÞARFNAST SÉRSTAKRAR
UMÖNNUNAR
Hér á endurhæfingarstöðinni höfum við
talsvert reynt að sinna börnum. Böm
þjást þegar foreldrar eru pyntaðir. Hafi
faðirinn verið pyntaður og komið aftur
heim til fjölskyldunnar og þjáðst, þá hefur
það áhrif á alla fjölskyldumeðlimi. Það
myndast óstöðugleiki innan fjölskyldunnar.
Börnin þurfa þá oft að taka að sér hlutverk
fullorðinna sent er slæmt fyrir þau, sérstaklega
ef fjölskyldan neyðist til að fiýja.
Um þessar mundir tökum við þátt í miklu
alþjóðlegu rannsóknarverkefni, forstöðumaður
þess er filippínskur sálfræðingur, Elisabet
Marcellino. Þar er beitt leiksmiðjuaðferðum og
leikrænni tjáningu með börnin, þannig reynist
unnt að hjálpa þeim. Þau eru að sjálfsögðu
einnig rannsökuð af barnalæknum, en lögð
er áhersla á sérstök verkefni með börnunum
til að hjálpa þeim í kjölfar þess sem þau
hafa upplifað. Það er mjög mikilvægt því að
pyntingar skilja eftir sig ótrúleg spor.
PYNTINGUM ER ÆTLAÐ AÐ HALDA
ÞEGNUNUM í HELJARGREIPUM
Við verðum stöðugt að hamra á markmiði
böðlanna. Pyntingum er ekki einungis ætlað
að eyðileggja viðkomandi einstaklinga, heldur
allt samfélagið, að halda öllu samfélaginu í
heljargreipum. Gegn því er hægt að berjast
og ber að berjast. Við byrjuðum sem ósköp
venjulegir læknar og erunt það enn, en sem
»Pyntingar eru glcepur þar
sem athyglin beinist meira að
fórnarlambinu heldur en í öðrum
glœpum; þar af leiðandi tel ég
gerandann fá minni athygli...
Við verðum (þess vegna) að krefjast
þess að pyntingar séu rannsakaðar, og
verði ákcerði fundinn sekur sé honum
refsað - ekki vegna lagalegra eða
starfslegra reglna heldur til þess að
sýna samstöðu með fórnarlömbunum.«
Ole Espersen,
þingmaður á danska þinginu
og fyrrum dómsmálaráðherra
Sektarkennd, vanmáttur og magnleysi verða oft hið »nýja
fangelsi« fórnarlamba pyntinga, eftir að þau sleppa úr
fangelsi.
óbreyttir læknar höfum við sagt að við viljum
hjálpa fórnarlömbunum og smám saman
höfum við orðið herskárri.
Pyntingar eru pólitískt og efnahagslegt
vandamál, en afleiðingarnar eru
læknisfræðilegar og læknislærðir geta ekki
lokað augunum fyrir því. Við verðum að opna
augun fyrir því að pyntingum er ætlað að
brjóta niður fullkomlega heilbrigða og sterka
einstaklinga. Það er ætlun einræðisherranna og
slíkt hvorki geta né mega læknar líða.
EN ÞAÐ ER HÆGT AÐ ÚTRÝMA
PYNTINGUM
Pyntingar eru sagðar hættulegasta vopn
gegn lýðræði. Allt alræði byggir á
pyntingum. Vegna þessa höfum við farið til
stjómmálamannanna og sagt: Það er hægt
að útrýma ríkisstjómarpyntingum fyrir árið
2000 - en það kostar peninga. Sé það vilji
Evrópubúa, þá verður einnig að láta peninga
af höndum til endurhæfingarstöðvanna, til
lækna, til hjúkrunarfræðinga, til sálfræðinga