Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1995, Side 48

Læknablaðið - 15.09.1995, Side 48
682 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Greinargerð orlofsnefndar fyrir aðalfund Læknafélags íslands All róttækar breytingar voru gerðar á orlofsmálum og kynnt- ar í Læknablaðinu í febrúar og mars 1995 og endurbirtar í dag- skrá formannaráðstefnunnar síðastliðið vor. Vísast til þeirra greinargerða. Fólk var dálítið seint að taka við sér með umsóknir um or- lofsdvöl. Fóru páskarnir og fyrstu þrjár júnívikurnar nokk- uð í vaskinn vegna þess. Kenn- araverkfallið spilaði verulega inn í laka nýtingu páskavikunn- ar. Upp úrmiðjumjúnímásegja að full nýting hafi verið á hús- um, einnig í Brekkuskógi, en þeir bústaðir gengu seinast út. Menn hafa almennt tekið nýju úthlutunarreglunum vel, þó nokkur feimni hafi verið í upp- hafi. Úthlutunarkerfið virkar og reikningshald því tengt hefur verið bætt. Fólk virðist almennt vera ánægt með nýju kostina, sem í boði hafa verið. Úttekt fyrir sumarið hefur ekki verið að fullu gerð þegar þetta er rit- að, 9. ágúst. Stefna orlofsnefndar er að gera orlofsdvöl lækna innan- lands eftirsóknarverða allt árið um kring. Einnig er það sjónar- mið nefndarinnar að nýta fjár- muni og eignir Orlofsheimila- sjóðs, sem allra best. Sem stendur er ávöxtun sjóðsins góð, nánar vísast til ársreikn- inga sjóðsins. Vegna góðrar ávöxtunar var ákveðið að ganga sem minnst á höfuðstól og nota vextina. Það helsta, sem er að gerast í orlofsmálum er: 1. Ákveðið var að selja ekki húsin í Brekkuskógi. Þau voru endurbætt, til dæmis var herbergjaskipan lag- færð og einangrun bætt verulega. Fyrir bæði húsin fæst sennilega ekki nema hálfvirði nýs húss og með- an orlofsmöguleikar lækna eru ekki fleiri, verða húsin ekki seld. Það má lengi rökræða um hvaða munaður þarf að vera til staðar til að dvöl í orlofsbústað verði þægi- leg. Þó húsin í Brekku- skógi séu einföld eru þau nú orðin góð heilsárshús, þau eru falleg og vel í sveit sett. Húsunum er haldið frostfríum, en gashitari eða -arinn gæti hraðað vetrarupphitun í kuldum. 2. Sjónvörp eru komin í alla bústaðina nema Miðhúsa- bústaðinn og Lindar- bakka. 3. Heitir pottar eru ekki fýsi- legur kostur nema hugsan- lega í Húsafelli, þar er góð sundlaug og í sjálfu sér ástæðulaust að hafa heitan pott við bústaðinn. 4. Hreðavatnsbústaðurinn er viðhaldsfrekur. Jóhanna Björnsdóttir hefur veg og vanda af velferð hans. Hagkvæmnikrafa orlofs- nefndar gerir þann vanda töluverðan. Hefur Jó- hanna ásamt manni sín- um, Ásbirni Sigfússyni, unnið töluvert við bústað- inn í frítíma sínum. Nokk- ur endurnýjun fór fram í vor og haldið verður áfram í vetur. 5. Ljósheimaíbúðin var lítil- lega lagfærð síðastliðinn vetur og er í góðu lagi. 6. Nokkurrar endurnýjunar var þörf á eldhúsi og baði Akureyraríbúðarinnar og var eitthvað hafist handa síðastliðið vor og verður framhald í vetur. Friðrik Vagn sér um skipulagn- ingu. 7. Miðhúsabústaðurinn nýt- ist jafn illa yfir vetrarmán- uðina og hann nýtist vel yfir sumarið. Fólk er hvatt til að nýta sér hann haust og vetur til dæmis við rjúpna- eða gæsaveiði og til gönguskíðaferða. Pétur Heimisson hefur yfirum- sjón með bústaðnum. 8. HúsafeUsbústaðurinn verð- ur áfram í leigu til vors 1997. Hann verður að öll- um líkindum ekki fluttur. Útiverumöguleikar að vetri eru miklir í Húsafelli. Rjúpnaveiði (þarf að panta með fyrirvara í Húsafelli), gönguskíða- ferðir þegar líður á vetur, gönguferðir og fleira. Bústaðurinn er mjög rúm- góður og góð geymsla. Vegurinn í Húsafell er

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.