Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1995, Page 54

Læknablaðið - 15.09.1995, Page 54
686 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Lyfjamál 41 Frá Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu og landlækni Um notkun geðdeyfðar- lyfja (NA 06 A) íslendingar nota sem kunn- ugt er tvíhringlaga afbrigði geð- deyfðarlyfja (N 06 A B) mest allra Norðurlandaþjóða. Hér er átt við hin umtöluðu nýju geð- deyfðarlyf í flokki sérhæfðra blokkara serótónín endurupp- töku (SSRI = Selective Serot- onin Reuptake Inhibitors). I þessum flokki eru þrjú lyf: Flú- oxetín, Cítalópram og Paroxet- ín. Samheitalyf sem skráð eru hér á landi og innihalda Flúox- etín eru: Flúoxín frá Lyfjaversl- un íslands, Fontex frá Eli Lilly, Seról frá Omega farma og Ting- us frá Delta hf. Sérlyfið Cipra- mil frá Lundbeck inniheldur Cítalópram og sérlyfið Seroxat frá Novo Nordisk inniheldur Paroxetín. Samkvæmt tölum Hagstofu Islands voru67,4% landsmanna 20 ára og eldri í desember 1994. Ef það hlutfall er reiknað sem hugsanlegir notendur geð- deyfðarlyfja, þá munu um 4,2% landsmanna yfir 20 ára aldri vera að staðaldri á geðdeyfðar- lyfjum, þar af um helmingur eða 2,2% á SSRI miðað við neyslu- tölur á síðasta ársfjórðungi 1994 og skilgreinda meðaldag- skammta WHO (DDD). Kom- ið hefur fram að frá árinu 1988 þegar fyrsta SSRI-lyfið (Font- ex) var skráð hér á landi hafa þessi lyf verið hrein viðbót við notkun annarra geðdeyfðarlyfja (Lyfjamál 33, Læknablaðið 1994; 80:490) og að notkunin hefur stöðugt aukist. Þessi aukning kostar okkur nú um 250 milljónir á ári. Bæði of- og vannotkun í Danmörku hafa SSRI-lyf verið kölluð „hamingjupillan" („lykkepillen“ eða „humörta- bletten“). Danski læknirinn Jens-Ulrik Rosholm hefur rannsakað notkun geðdeyfðar- lyfja í Danmörku og kemst að þeirri niðurstöðu að hluti þung- lyndissjúklinga fái ekki geð- deyfðarlyf en að um helmingur þeirra sjúklinga sem fái geð- deyfðarlyf þjáist ekki af geð- deyfð. Rannsóknin nefnist „Antidepressiva i almen praks- is“ og er doktorsverkefni Ros- holms. Niðurstöður hennar eru birtar í Ugeskrift for læger (1995; 157: 4150-3). Rannsókn- in byggir á viðtölum við 12 starf- andi lækna í Oðinsvéum og 98 notendur geðdeyfðarlyfja valda af handahófi. Af þessum 98 voru aðeins 23 sjúkdómsgreind- ir með eiginlega geðdeyfð, 16 fengu geðdeyfðarlyf sem fyrir- byggjandi meðferð en aðrir vegna tilhneigingar til þung- lyndis. í 23 tilfellum taldi lækn- irinn ávísun á geðdeyfðarlyf vera vafasama eða óþarfa og sjúklingunum væri betur þjónað með því að sleppa lyfjameðferð. I þessum tilfellum hafði hins vegar verið látið undan þrýst- ingi frá sjúklingunum. Rosholm er þeirrar skoðunar að ávísanir heimilislækna á geðdeyfðarlyf séu almennt byggðar á vafasöm- um grunni og það sé meginskýr- ingin á gríðarlegri aukningu á notkun þessara lyfja á undan- förnum árum. Pessi lyf hafi gert svona mikla lukku vegna þess að heimilislæknar sem eiga erf- itt með að greina og meðhöndla þunglyndi ávísi gjarnan að lítt athuguðu máli á „hamingjupill- una“ og að lyfjaiðnaðurinn hafi notfært sér þá staðreynd við markaðssetningu þessara lyfja. Pessi rannsókn vekur upp þá spurningu hvort hamingjusam- asta þjóð í heimi þurfi að nota „hamingjupilluna“ mest allra Norðurlandaþjóða? (Auglýsing)

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.