Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 16
444 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 lingar höfðu lagþrýsting <95 mmHg á meðferð 50 mg kaptópríls + 12,5 mg hýdróklórtíasíðs og 17 sjúklingar á meðferð 25 mg kaptópríls + 12,5 mg hýdróklórtíasíðs. Allan meðferðartím- ann voru síðan kaptópríl skammtarnir óbreytt- ir. Sjúklingum var skipt í tvo hópa sem fengu ýmist 12,5 eða 6,25 mg af hýdróklórtíasíði í fjórar vikur, en síðan var hópunum víxlað og meðferð haldið áfram aðrar fjórar vikur. Að lokum var sýndarlyf gefið í stað hýdróklórtías- íðs í fjórar vikur. Niðurstöður: í samanburði við sýndarlyf lækkaði blóðþrýstingur um 5/3 mmHg við 6,25 mg hýdróklórtíasíðs, en þessi mismunur var ekki marktækur. Hins vegar lækkaði 12,5 mg skammtur af hýdróklórtíasíði blóðþrýsting marktækt í samanburði við sýndarlyf (9/7 mmHg, p <0,02) og slagþrýstingur í liggjandi stöðu var sömuleiðis marktækt lægri á 12,5 mg af hýdróklórtíasíði, en 6,25 mg (p <0,02). Meðalkalíumgildi í sermi lækkuðu marktækt á 12,5 mg hýdróklórtíasíðs, en aðeins tveir sjúk- lingar höfðu kalíumgildi <3,5 mmól/1 og eng- inn <3,0 mmól/1. Engin marktæk breyting varð á kreatmíngildum í sermi. Engin marktæk aukning varð á hjáverkunum á hýdróklórtía- síði + kaptóprfli í samanburði við sýndarlyf + kaptóprfl. Ályktun: Þessi rannsókn og fyrri rannsóknir okkar benda til að hæfilegur skammtur af hýd- róklórtíasíði í samsetningu með kaptóprfli við vægum háþrýstingi sé um það bil 12,5 mg. Ekki er útilokað að 6,25 mg hafi væg áhrif til lækk- unar háþrýstings, en slflc áhrif eru líklega óveruleg. Inngangur Eins og fram kom í fyrri grein okkar (1) er á ýmsan hátt heppilegt að sameina notkun an- gíótensín ummyndunarblokka og tíasíð þvag- ræsilyfja við háþrýstingi. Tíasíðgjöf hefur í för með sér ræsingu á renín angíótensín kerfinu sem dregur úr virkni slíkra lyfja, en því ferli má andæfa með notkun angíótensín ummyndunar- blokka. Neikvæð áhrif tíasíða á efnaskipti eru vel þekkt, svo sem lág kalíumgildi og skert sykurþol. Þau eru að vísu væg við lágskammta notkun tíasíða, en angíótensín ummyndunar- blokkar andæfa hvoru tveggja (2). Reyndar telja flestir angíótensín ummyndunarblokka ákjósanlega þegar saman fer skert sykurþol eða insúlín óháð sykursýki annars vegar og háþrýstingur hins vegar (3). Mikilvæg rök hníga að því að nota öll háþrýstingslyf og einkum tíasíð í sem lægstum skömmtum. Hjáverkanir tíasíða verða því tíð- ari þeim mun hærri sem skammtarnir eru. Rannsóknir hafa sýnt að með notkun angíó- tensín ummyndunarblokka og þvagræsilyfja samtímis fæst meiri lækkun á blóðþrýstingi en ef lyfin eru gefin sitt í hvoru lagi. Fyrri rann- sókn okkar beindist að enalaprfli og hýdróklór- tíasíði og kom í ljós að lítill ávinningur fólst í að auka skammta enalaprfls og hýdróklórtíasíðs umfram 10 mg og 12,5 mg. Sú spurning vaknaði hvort unnt væri að lækka skammta hýdróklór- tíasíðs enn frekar. Fáar rannsóknir hafa beinst að þessu (4), en þó hefur virst sem 6,25 mg skammturinn væri virkur. Rannsókn okkar nú beindist því að því að finna lægsta nothæfan skammt hýdróklórtíasíðs með kaptóprfli í meðferð vægs háþrýstings. Efniviður og aðferðir Til rannsóknar völdust 25 sjúklingar sem voru í eftirliti á göngudeild Landspítalans vegna háþrýstings. Meðalaldur þeirra var 63 ár (staðalfrávik 13 ár) og meðalþyngd 93,3 ± 16,5 kg. Allir höfðu þeir lagþrýsting >95 mmHg við að minnsta kosti þrjár mælingar án lyfja. Uti- lokaðir frá rannsókninni voru sjúklingur sem höfðu ofnæmi fyrir kaptópríli eða hýdróklór- tíasíði, þörf fyrir önnur lyf, skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi, þvagsýrugigt eða lágt kalíum í blóði. Áður en lyfjataka hófst voru sjúkling- arnir lyfjalausir í að minnsta kosti fjórar vikur. Við heimsókn að loknum fjórum vikum var blóðþrýstingur mældur í liggjandi og standandi stöðu, mælt var kalíum og kreatínín í sermi og kalíum í morgunþvagi. Blóðþrýstingur þátttakenda var mældur með kvikasilfursmæli liggjandi, eftir þrjár mín- útur í standandi stöðu og eftir fimm mínútna hvfld. Fimmta hljóð Korotkoffs var notað til marks um lagþrýsting. Sami hjúkrunarfræðing- ur framkvæmdi allar mælingarnar. Rannsóknin skiptist í þrjá hluta (mynd 1). Hinn fyrsti beindist að því að finna þann skammt af kaptóprfli sem ásamt 12,5 mg af hýdróklórtíasíði dugði til að lækka lagþrýsting niður fyrir 95 mmHg. Fyrst voru gefin 25 mg af kaptópríli auk tíasíðs, en skammturinn aukinn í 50 mg ef blóðþrýstingur fór ekki niður fyrir fyrrgreind mörk eftir fjögurra vikna lyfjatöku. í öðrum hluta rannsóknarinnar héldu sjúkling- arnir áfram að taka þann skammt af kaptóprfli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.