Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 463 Fig. 4. Proportion ofwomen presently using oral contracepti- ves, by year ofattendance and age (95% confidence interval). Percent 90, 1945-49 1950-54 1955-59 1960-64 1965-67 Birth cohorts Fig. 5. Proportion oforal contraceptive users starting before the age of 20, by five year birth cohorts. Percent Year Fig. 6. Present use of oral contraceptives in 1978-1989. A comparison offigures from The Cancer Detection Clinic* and The Ministry of Health**. *Cancer Detection Clinic. Ages 20—44 (age adjusted). **Ministry of Health. Ages 15-44. tryggingamálaráðuneytinu var á árunum 1975 til ársins 1983 eingöngu notuð samsetta einfasa gerðin (combined pill, monophasic pill), en þá kom raðpillan (sequential pill) á markaðinn og hefur sala á henni aukist jafnt og þétt síðan, á kostnað samsettu tegundarinnar. Hlutur henn- ar af sölunni var orðinn 36% árið 1992. Árið 1989 hófst sala á míní-pillunni (progestogen only pill) hér á landi, en hlutur hennar var 4% árið 1992. Samanlögð neysla allra tegunda var á bilinu 40-50 skammtar á 1000 íbúa á dag (Defined Daily Dose), á árunum 1975-1992. Mynd 6 sýnir samanburð á tölum úr heilsu- sögubankanum við sölutölur á árunum 1978 til 1989. Umræða Niðurstöðurnar eru bundnar við konur sem hafa mætt í leitarstöðina, en þar er um að ræða yfir 80% íslenskra kvenna í þeim fæðingarhóp- um sem rannsóknin nær til. Því má gera ráð fyrir að óhætt sé að draga almennar ályktanir varðandi íslenskar konur út frá niðurstöðun- um. Sá hópur sem síst er líklegur til að vera dæmigerður fulltrúi íslenskra kvenna eru þær konur sem svöruðu spurningunum er þær voru 20-24 ára. Innköllun þess aldurshóps hófst ekki fyrr en um 1988, svo að konur yngri en 25 ára, sem svöruðu fyrir þann tíma og fyrst eftir að innköllun hófst í leitarstöðina gætu að ein- hverju leyti verið sérstæður hópur. Samanburður við sölutölur bendir til þess að niðurstöðurnar séu réttmætar. Tölunum bar vel saman að undanskildum síðustu tveimur árunum, er notkunin virtist ofmetin í heilsu- sögubankanum. Skýringin gæti tengst því sem að ofan var sagt, það er að segja að þær konur sem fyrstar mættu í yngsta aldurshópnum eftir 1988 er innköllun hans hófst, hafi verið valinn hópur. Notkun yngsta hópsins hafði mikil áhrif á staðlaða heildarnotkun, þar sem 25% allra kvenna 20-44 ára tilheyrðu honum. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að með tím- anum hefur orðið tilfærsla frá eldri neytenda- hópum yfir til yngri hópa, en á nokkuð mis- jöfnum tíma eftir löndum. Fyrst eftir að pillan kom á markaðinn var algengt að takmarka notkun við giftar konur, en í Bretlandi jókst notkun meðal kvenna undir tvítugsaldri hratt milli 1970 og 1975. í Bandaríkjunum hins veg- ar, virðist þessi breyting hafa átt sér stað um fimm árum síðar (9,10). Niðurstöður okkar benda til þess að aukin notkun undir tvítugs- aldri hafi orðið á svipuðum tíma á íslandi og í Bretlandi. Ólíkt flestum öðrum lyfjum er getnaðar- varnarpillan ætluð heilbrigðum einstaklingum. Því er mikilvægt að þekkja vel notkunarmynst- ur hennar. Niðurstöður þessarar lýsandi rann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.