Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1996, Síða 39

Læknablaðið - 15.06.1996, Síða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 463 Fig. 4. Proportion ofwomen presently using oral contracepti- ves, by year ofattendance and age (95% confidence interval). Percent 90, 1945-49 1950-54 1955-59 1960-64 1965-67 Birth cohorts Fig. 5. Proportion oforal contraceptive users starting before the age of 20, by five year birth cohorts. Percent Year Fig. 6. Present use of oral contraceptives in 1978-1989. A comparison offigures from The Cancer Detection Clinic* and The Ministry of Health**. *Cancer Detection Clinic. Ages 20—44 (age adjusted). **Ministry of Health. Ages 15-44. tryggingamálaráðuneytinu var á árunum 1975 til ársins 1983 eingöngu notuð samsetta einfasa gerðin (combined pill, monophasic pill), en þá kom raðpillan (sequential pill) á markaðinn og hefur sala á henni aukist jafnt og þétt síðan, á kostnað samsettu tegundarinnar. Hlutur henn- ar af sölunni var orðinn 36% árið 1992. Árið 1989 hófst sala á míní-pillunni (progestogen only pill) hér á landi, en hlutur hennar var 4% árið 1992. Samanlögð neysla allra tegunda var á bilinu 40-50 skammtar á 1000 íbúa á dag (Defined Daily Dose), á árunum 1975-1992. Mynd 6 sýnir samanburð á tölum úr heilsu- sögubankanum við sölutölur á árunum 1978 til 1989. Umræða Niðurstöðurnar eru bundnar við konur sem hafa mætt í leitarstöðina, en þar er um að ræða yfir 80% íslenskra kvenna í þeim fæðingarhóp- um sem rannsóknin nær til. Því má gera ráð fyrir að óhætt sé að draga almennar ályktanir varðandi íslenskar konur út frá niðurstöðun- um. Sá hópur sem síst er líklegur til að vera dæmigerður fulltrúi íslenskra kvenna eru þær konur sem svöruðu spurningunum er þær voru 20-24 ára. Innköllun þess aldurshóps hófst ekki fyrr en um 1988, svo að konur yngri en 25 ára, sem svöruðu fyrir þann tíma og fyrst eftir að innköllun hófst í leitarstöðina gætu að ein- hverju leyti verið sérstæður hópur. Samanburður við sölutölur bendir til þess að niðurstöðurnar séu réttmætar. Tölunum bar vel saman að undanskildum síðustu tveimur árunum, er notkunin virtist ofmetin í heilsu- sögubankanum. Skýringin gæti tengst því sem að ofan var sagt, það er að segja að þær konur sem fyrstar mættu í yngsta aldurshópnum eftir 1988 er innköllun hans hófst, hafi verið valinn hópur. Notkun yngsta hópsins hafði mikil áhrif á staðlaða heildarnotkun, þar sem 25% allra kvenna 20-44 ára tilheyrðu honum. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að með tím- anum hefur orðið tilfærsla frá eldri neytenda- hópum yfir til yngri hópa, en á nokkuð mis- jöfnum tíma eftir löndum. Fyrst eftir að pillan kom á markaðinn var algengt að takmarka notkun við giftar konur, en í Bretlandi jókst notkun meðal kvenna undir tvítugsaldri hratt milli 1970 og 1975. í Bandaríkjunum hins veg- ar, virðist þessi breyting hafa átt sér stað um fimm árum síðar (9,10). Niðurstöður okkar benda til þess að aukin notkun undir tvítugs- aldri hafi orðið á svipuðum tíma á íslandi og í Bretlandi. Ólíkt flestum öðrum lyfjum er getnaðar- varnarpillan ætluð heilbrigðum einstaklingum. Því er mikilvægt að þekkja vel notkunarmynst- ur hennar. Niðurstöður þessarar lýsandi rann-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.