Læknablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 62
482
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Lyfjamál 49
Frá Heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu og landlækni
Undanþágulyf — Ný eyðublöð
Þann 1. apríl síðastliðinn tók
gildi ný reglugerð um greiðslu-
þátttöku almannatrygginga í
lyfjakostnaði nr. 158/1996. í 8.
grein þessarar reglugerðar seg-
ir; Tryggingastofnun ríkisins
tekur ekki þátt í greiðslu
óskráðra lyfja sem heimilt er að
nota samkvœmt undanþágu,
samanber 7. gr. lyfjalaga nr. 93/
1994.
Tryggingastofnun ríkisins er
þó heimilt í undantekningartil-
vikum, að fenginni staðfestingu
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytisins, að taka þátt í
kostnaði við óskráð lyf og skal
greiðsluþátttaka Trygginga-
stofnunar ríkisins íslíkum tilvik-
um miðast að hámarki við
greiðslu samkvœmt ákvœðum 4.
gr. (E-merking).
Sækja skal um undanþágu til
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytisins, sem tekur
ákvörðun í samráði við Trygg-
ingastofnun ríkisins. í umsókn
læknis um greiðsluþátttöku
skulu koma fram rök fyrir ósk
um greiðsluþátttöku ásamt upp-
lýsingum um verð lyfsins.
í samræmi við þessa grein
hafa nú verið gefin út ný eyðu-
blöð um umsóknir um innflutn-
ing, notkun og greiðsluþátttöku
almannatrygginga í undanþágu-
lyfjum. Ný umsóknareyðublöð
fást hjá ráðuneytinu og Lyfja-
nefnd ríkisins, en eftir 1. júní
1996 verður ekki tekið á móti
umsóknum á eldri eyðublöðum.
Umsóknir skulu sendar til
Lyfjanefndar ríkisins, Eiðis-
torgi 15, pósthólf 180, 172 Sel-
tjarnarnes, en nefndin metur
hvort ástæða sé til innflutnings
og nótkunar viðkomandi lyfs
eða hvort leysa megi málið með
sambærilegu skráðu sérlyfi.
Vakin er athygli á því, að
nauðsynlegt er að tilgreina verð
lyfsins ásamt rökstuðningi ef
óskað er eftir greiðsluþátttöku
almannatrygginga. Starfshópur
á vegum ráðuneytisins og trygg-
ingastofnunar mun yfirfara um-
sóknir og getur samþykkt
greiðsluþátttöku að hámarki
miðað við E-merkingu lyfja,
samanber 4. gr reglugerðarinn-
ar, að því tilskildu að upplýsing-
ar um verð lyfsins séu tilgreind-
ar og umsóknin sé vel rökstudd.