Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 473 í fyrri hluta rannsóknarinnar voru sjö breyt- ingar kannaðar, sex með CR: úrátur, bein- þynning, mjúkvefjaþroti og liðbilslækkun við liðagigt, beineyðing undir beinhimnu og í þétt- beini við ofstarfsemi kalkkirtla; og ein með skönnun röntgenmynda af brotum í bátsbeini handar. CR-myndirnar voru metnar bæði á útprentun á filmu og á vinnustöðvum með tölvuskjám. í ljós kom að greiningarhæfni CR var sambærileg við hefðbundnar röntgen- myndir, hvort sem notaðar voru vinnustöðvar eða filmur, nema við beinþynningu. Þar var CR-filman marktækt síðri en röntgenmyndin en vinnustöðin sambærileg. Upplausn CR- kerfisins við liðagigtarrannsóknirnar var 3,33 og 5 línupör á millimetra (lp/mm) og voru því 3,33 línupör nægileg, nema fyrir beinþynningu skoðað á filmum. Þar voru niðurstöðurnar fyrir 5 lp/mm ekki ábyggilegar og var niður- staðan því sú að meiri upplausn en 3,33 lp/mm þyrfti til, ekki var ljóst hvort 5 lp/mm dygðu. Við beineyðingarrannsóknirnar voru mynd- plötur með 5 lp/mm notaðar, með tvöfaldri stækkun, sem í raun gaf 10 lp/mm upplausn. Reyndist það nægilegt. Til viðhlítandi grein- ingar bátsbeinsbrotanna var skönnun með 340 pm stærð hverrar myndeiningar (pixel) ekki nægileg en 170 pm stærð var tölfræðilega nægj- anleg. Hins vegar batnaði greiningarhæfnin með minnkandi punktstærð og með hliðsjón af því og öðrum rannsóknum er mælt með 110 pm stærð, sem gefur allt að 4,5 lp/mm, svipað og CR með 5 lp/mm myndplötum. Að auki var kannað hvaða áhrif tíföld samþjöppun þessara mynda hafði á greiningarhæfnina. Þessi tækni minnkar geymslurýmisþörf og senditíma, en svo mikil samþjöppun kemur niður á gæðum þegar myndin er kölluð fram. Þetta hafði þó engin marktæk áhrif á greiningarhæfnina og taldist því raunhæfur kostur. Síðari hluti rannsóknarinnar leiddi í ljós að með CR mætti minnka geislaskammtinn í 25% af venjulegum skammti við handarmyndir en í 50% við mjaðmamyndatökur, án marktækra áhrifa á myndgæði. Minni geislaskammtar ollu stigminnkandi gæðum, við mjög lág tökugildi var myndsuð verulegt. Við sumar rannsóknir, til dæmis mælingar, skipta myndgæði ekki höf- uðmáli en ávinningur af minnkuðum geisla- skammti getur verið mikill. Hryggskekkju- rannsókn er oft gerð á börnum og unglingum, oftar stúlkum. Eru mörg viðkvæm líffæri geisl- uð, til dæmis brjóstvefur. Veldur það aukinni hættu á krabbameini. CR-hryggskekkjurann- sóknir leyfðu mjög litla geislaskammta en höfðu þó nægjanleg myndgæði fyrir nauðsyn- legar mælingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.