Læknablaðið - 15.06.1996, Side 51
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
473
í fyrri hluta rannsóknarinnar voru sjö breyt-
ingar kannaðar, sex með CR: úrátur, bein-
þynning, mjúkvefjaþroti og liðbilslækkun við
liðagigt, beineyðing undir beinhimnu og í þétt-
beini við ofstarfsemi kalkkirtla; og ein með
skönnun röntgenmynda af brotum í bátsbeini
handar. CR-myndirnar voru metnar bæði á
útprentun á filmu og á vinnustöðvum með
tölvuskjám. í ljós kom að greiningarhæfni CR
var sambærileg við hefðbundnar röntgen-
myndir, hvort sem notaðar voru vinnustöðvar
eða filmur, nema við beinþynningu. Þar var
CR-filman marktækt síðri en röntgenmyndin
en vinnustöðin sambærileg. Upplausn CR-
kerfisins við liðagigtarrannsóknirnar var 3,33
og 5 línupör á millimetra (lp/mm) og voru því
3,33 línupör nægileg, nema fyrir beinþynningu
skoðað á filmum. Þar voru niðurstöðurnar
fyrir 5 lp/mm ekki ábyggilegar og var niður-
staðan því sú að meiri upplausn en 3,33 lp/mm
þyrfti til, ekki var ljóst hvort 5 lp/mm dygðu.
Við beineyðingarrannsóknirnar voru mynd-
plötur með 5 lp/mm notaðar, með tvöfaldri
stækkun, sem í raun gaf 10 lp/mm upplausn.
Reyndist það nægilegt. Til viðhlítandi grein-
ingar bátsbeinsbrotanna var skönnun með 340
pm stærð hverrar myndeiningar (pixel) ekki
nægileg en 170 pm stærð var tölfræðilega nægj-
anleg. Hins vegar batnaði greiningarhæfnin
með minnkandi punktstærð og með hliðsjón af
því og öðrum rannsóknum er mælt með 110 pm
stærð, sem gefur allt að 4,5 lp/mm, svipað og
CR með 5 lp/mm myndplötum. Að auki var
kannað hvaða áhrif tíföld samþjöppun þessara
mynda hafði á greiningarhæfnina. Þessi tækni
minnkar geymslurýmisþörf og senditíma, en
svo mikil samþjöppun kemur niður á gæðum
þegar myndin er kölluð fram. Þetta hafði þó
engin marktæk áhrif á greiningarhæfnina og
taldist því raunhæfur kostur.
Síðari hluti rannsóknarinnar leiddi í ljós að
með CR mætti minnka geislaskammtinn í 25%
af venjulegum skammti við handarmyndir en í
50% við mjaðmamyndatökur, án marktækra
áhrifa á myndgæði. Minni geislaskammtar ollu
stigminnkandi gæðum, við mjög lág tökugildi
var myndsuð verulegt. Við sumar rannsóknir,
til dæmis mælingar, skipta myndgæði ekki höf-
uðmáli en ávinningur af minnkuðum geisla-
skammti getur verið mikill. Hryggskekkju-
rannsókn er oft gerð á börnum og unglingum,
oftar stúlkum. Eru mörg viðkvæm líffæri geisl-
uð, til dæmis brjóstvefur. Veldur það aukinni
hættu á krabbameini. CR-hryggskekkjurann-
sóknir leyfðu mjög litla geislaskammta en
höfðu þó nægjanleg myndgæði fyrir nauðsyn-
legar mælingar.