Læknablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
469
með bráða botnlangabólgu (25). í nýlegum
sænskum rannsóknum hefur verið sýnt fram á
aukið gildi CRP og hvítkornamælinga (6).
Undanfarinn áratug hafa fjölmargar rann-
sóknir verið gerðar á gildi ómskoðunar og
sneiðmyndatöku við greiningu bráðrar botn-
langabólgu. Mestar vonir hafa verið bundnar
við ómskoðun en næmi hennar hefur verið í
kringum 75-96% og sértekt 73-100% (12,26).
Ókostur er að rannsóknin er mjög háð því hver
framkvæmir hana og erfitt getur verið að
greina byrjandi bólgu í botnlanganum, sérstak-
lega í tilfellum þar sem botnlanginn liggur und-
ir botnristlinum. í vafatilfellum getur ómskoð-
un hins vegar haft þýðingu enda oft hægt að
greina sjúkdóma í eggjastokkum og jafnvel
bólgu í dausgörn (ileitis) eða stækkaða eitla í
dausgörn líkt og við hengiseitilbólgu (12).
Sneiðmyndataka er sömuleiðis ónákvæm við
greiningu botnlangabólgu á byrjunarstigi og
auk þess dýr. Með nýjustu tækjum er næmi
rannsóknarinnar 87-98% og sértekt 83-97%
(27,28). Hún getur því komið til greina í vafa-
tilfellum þar sem ómskoðun er óljós (12). Ólíkt
því sem áður var talið heíur hefðbundið kvið-
arholsyfirlit mjög takmarkað notagildi nema í
tilfellum þar sem grunur leikur á garnastíflu
eða rofi á þörmum (29).
Með aðstoð tölvu má bæta greiningu en
einkenni og niðurstöður skoðunar og rann-
sókna eru þá færðar inn í sérstakan hugbúnað.
I sumum þessara rannsókna hefur tekist að
sýna fram á bætta greiningu (30), til dæmis
tókst að fækka óbólgnum botnlöngum úr
25,2% í 10,4% í stórri breskri rannsókn með
16.000 sjúklingum og rofi á botnlanga fækkaði
úr 23,7% í 11,5% (30).
I dag eru töluverðar vonir bundnar við kvið-
sjárspeglun enda hefur ný tækni gert kleift að
nema á brott botnlangann með aðstoð kvið-
sjár. Ekki er enn ljóst hvort kviðsjáraðgerð
leysir hefðbundna botnlangatöku af hólmi en
hjá konum á frjósemisaldri er hún álitlegur
kostur enda hlutfall óbólginna botnlanga allt
að 40% hjá þessum hópi sjúklinga (12). Eins og
áður sagði eru ókostir kviðsjárspeglunar aug-
ljósir þar sem svæfa verður sjúklinginn og
botnlangataka er tímafrekari og dýrari en með
opinni aðgerð (31). Aðrar nýrri aðferðir hafa
einnig átt erfitt með að festa sig í sessi svo sem
mælingar á elastasa og IL-6 auk frumutalning-
ar úr lífhimnuvökva (12). Með hvítkorna-
skanni (radioactive isotope imaging) má sýna
fram á bólgu í botnlanganum og það hefur
svipað næmi og sértekt og bæði ómskoðun og
sneiðmyndataka. Rannsóknin er hins vegar
bæði tímafrek og dýr, sem takmarkar notagildi
hennar (12,32).
Margt má gagnrýna í þessari litlu könnun.
Rannsóknir sem unnar eru á bráðamóttöku
eru háðar því að þeir sem eru á vakt hverju
sinni séu vakandi fyrir þeim og muni yfir höfuð
eftir þeim. Stór hópur aðstoðarlækna sinnti
verkefninu á þessu tímabili, þar sem manna-
skipti eru tíð. Pað getur að sjálfsögðu haft áhrif
á húðhitamælingarnar þótt matið sé heldur
hlutlægt. Ekki var skoðað hvort önnur niður-
staða fengist ef fleiri en eitt þessara prófa voru
jákvæð hjá sama sjúklingnum. Hugsanlega
bætti það einhverju við. Einnig má ræða hvort
rétt hafi verið að mæla húðhita í vinstri mjaðm-
argróf til viðmiðunar frekar en annars staðar.
Tími milli mælinga hægra og vinstra megin
mátti ekki vera of langur þar sem húðin er
mjög fljót að kólna án klæða. Þar er hugsan-
lega gildra fyrir mæliskekkju. Hvað varðar ein-
kenni við skoðun og í sögu sjúklinganna þá er
túlkun þeirra að sjálfsögðu mjög huglæg bæði
hjá lækni og sjúklingi. Hins vegar er þetta ein-
mitt það sem spurt er um og skoðað er þegar
grunur um botnlangabólgu vaknar.
Rannsóknin er lítil, það er að segja sjúk-
lingahópurinn er ekki stór en þó eru í honum
flestir þeir sjúklingar sem fóru í aðgerð vegna
botnlangabólgu á handlækningadeildinni þessa
fimm mánuði. Hún er því og verður aldrei
annað en raunveruleg niðurstaða fyrir þennan
hóp á þessu ákveðna tímabili og við frekari
útfærslu verður að taka mið af því.
Óneitanlega eru það vonbrigði að sjá á bak
þessari nýju von, húðhitamælingunni, sem átti
að leysa af hólmi vangaveltur um botnlanga-
bólgu. Það er ekki minna áfall að sjá að allt það
sem okkur er kennt að fara eftir við þetta mat
er svo til gagnslaust líka. Hins vegar er gott til
þess að vita að greining á jafnalgengum sjúk-
dómi og botnlangabólgu, er ennþá alfarið háð
mati þess sem sér, skoðar og hlustar á sjúkling-
inn. Þá er reynsla, færni og „hið klíníska nef“
það sem slær við rannsóknarstofugildum og
skólabókarklysjum.
Þakkir
Aðstoðarlæknar á handlækningadeild
Landspítalans og starfsfólk bráðamóttöku fá
sérstakar þakkir fyrir aðstoð við framkvæmd