Læknablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
437
ári. Algengast var að bólgubreytingarnar væru
bundnar við ristil (54,7%), næst komu breyt-
ingar bundnar við endahluta dausgarnar
(25,3%), og loks breytingar bæði í dausgörn og
ristli (18,7%). Bólga bundin við maga fannst
hjá einum sjúklingi. Tveir þriðju hlutar sjúk-
linganna (67%) greindust innan sex mánaða
frá byrjun einkenna. Upplýsingar um ættingja
með staðfestan þarmabólgusjúkdóm fengust í
8% tilfella.
Ályktun; Nýgengi sjúkdómsins hefur þre-
faldast miðað við tímabilið 1970-1979, en er þó
enn lágt miðað við tölur frá svipuðu tímabili í
nágrannalöndunum. Nýgengisaukningin ertal-
in raunveruleg og ekki byggð á bættum eða
breyttum greiningaraðferðum.
Inngangur
Svæðisgarnabólga (Crohn’s disease) er
langvinnur bólgusjúkdómur í meltingarvegi af
óþekktri orsök (1). Bólgubreytingar eru oftast
bundnar við neðsta hluta mjógirnis og ristil, en
geta komið fram hvar sem er í meltingarvegin-
um frá munni og niður í endaþarm (2). Fylgt
getur bólga í liðum, húð, augum, gallvegum og
lifur (2). Bólga í slímhúð og garnavegg er oftast
svæðisbundin og bólgin svæði aðskilin af
óbólgnum, andstætt slímhúðarbólgu í sárarist-
ilbólgu (colitis ulcerosa), sem ávallt er samfelld
frá endaþarmi og upp í ristil (2). Þó um svæðis-
garnabólgu og sáraristilbólgu sé oft notað sam-
heitið þarmabólgusjúkdómur (inflammatory
bowel disease, IBD), er talið víst, að um tvo
aðskilda sjúkdóma sé að ræða (2).
Mikill áhugi er á faraldsfræði sjúkdómsins
þar sem rannsóknir sýna, að nýgengi hans er
breytilegt eftir löndum og hefur víða farið
hækkandi á liðnum árum, einkum á norðlæg-
um slóðum. Hærra nýgengi í borgum en í sveit-
um er talið benda til áhrifa umhverfisþátta, en
kannanir gefa einnig til kynna að erfðir skipti
máli í orsakafræði sjúkdómsins (1). Þá hefur
komið fram að tóbaksreykingar séu áhættu-
þáttur (1).
Fyrsta faraldsfræðilega könnunin á svæðis-
garnabólgu, sem gerð var hér á landi, náði yfir
30 ára tímabil 1950-1979 (3,4). Hún leiddi í ljós
mjög lágt nýgengi, eða 0,5 tilfelli á 100.000 íbúa
á ári fyrri tvo áratugina og 0,9 tilfelli á 100.000
íbúa á ári þann síðasta. Á árunum eftir 1985
komu hins vegar fram fleiri tilfelli af svæðis-
garnabólgu en sem svaraði þessu nýgengi.
Þótti fljótt sýnt að ný könnun á nýgengi sjúk-
dómsins væri orðin tímabær.
Markmiðið með þeirri rannsókn, sem hér
verður sagt frá, var að finna nýgengi svæðis-
garnabólgu á 10 ára tímabili, frá 1980 til 1989,
og bera niðurstöðurnar saman við fyrrgreinda
íslenska rannsókn og nokkrar aðrar sem gerðar
hafa verið á svipuðum tíma í nágrannalöndun-
um.
Efniviður og aðferðir
Kannaðar voru skrár um ristil- og mjógirnis-
vefjasýni, sem bárust Rannsóknastofu Há-
skóla íslands í meinafræði í Reykjavík og
meinafræðideild Fjórðungssjúkrahússins á Ak-
ureyri á tímabilinu 1.1. 1980 til 31.12. 1989.
Rannsóknarniðurstöður vefjasýna með bólgu-
breytingum voru kannaðar, samtals um það bil
3000 vefjarannsóknarsvör. Rannsóknin sem er
afturskyggn, nær þannig til allra bólginna
vefjasýna, smásýna og garnahluta, sem tekin
voru úr meltingarvegi sjúklinga á landinu öllu á
tímabilinu. Sýni með bólgubreytingum,
grunsamlegum fyrir þarmabólgusjúkdóm,
voru valin úr og kannaðar voru sjúkraskýrslur
og röntgen-, speglunar- og aðgerðarlýsingar
sjúklinganna. Til viðbótar voru kannaðar allar
niðurstöður röntgenmynda af mjógirni sem
teknar voru á Landspítalanum, Borgarspítal-
anum, Landakotsspítala og Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri á rannsóknartímabilinu.
Þau tilfelli sem uppfylltu viðurkennd skilmerki
sjúkdómsins (5) voru tekin með í rannsóknar-
hópinn. I þessum skilmerkjum felast þættir
sem eiga við um niðurstöður speglunar, rönt-
genmyndatöku og vefjarannsókna. Áhersla er
lögð á að bólgubreytingarnar séu svæðis-
bundnar en ekki samfelldar. Af einstökum
vefjabreytingum vega bólguhnúðar (granu-
loma) þyngst. Mikilvægt er að útiloka sýkingu
og blóðþurrð (ischemia). Jafnframt leit að
svæðisgarnabólgu var gerð leit að sáraristil-
bólgu og þess vandlega gætt að aðgreina þessa
tvo sjúkdóma. Samanburður við skrá um sjúk-
linga frá fyrra rannsóknartímabili, 1950-1979,
auðveldaði staðfestingu á því að alltaf væri um
nýgreinda einstaklinga að ræða.
Skráður var aldur sjúklinganna, heimilisfang
við greiningu, kyn, sjúkdómseinkenni, tíma-
lengd einkenna, upplýsingar um ættingja með
þarmabólgusjúkdóm, dagsetningar og niður-
stöður speglana, röntgenmyndatöku og vefja-
rannsókna, útbreiðsla og gangur sjúkdómsins,