Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1996, Qupperneq 9

Læknablaðið - 15.06.1996, Qupperneq 9
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 437 ári. Algengast var að bólgubreytingarnar væru bundnar við ristil (54,7%), næst komu breyt- ingar bundnar við endahluta dausgarnar (25,3%), og loks breytingar bæði í dausgörn og ristli (18,7%). Bólga bundin við maga fannst hjá einum sjúklingi. Tveir þriðju hlutar sjúk- linganna (67%) greindust innan sex mánaða frá byrjun einkenna. Upplýsingar um ættingja með staðfestan þarmabólgusjúkdóm fengust í 8% tilfella. Ályktun; Nýgengi sjúkdómsins hefur þre- faldast miðað við tímabilið 1970-1979, en er þó enn lágt miðað við tölur frá svipuðu tímabili í nágrannalöndunum. Nýgengisaukningin ertal- in raunveruleg og ekki byggð á bættum eða breyttum greiningaraðferðum. Inngangur Svæðisgarnabólga (Crohn’s disease) er langvinnur bólgusjúkdómur í meltingarvegi af óþekktri orsök (1). Bólgubreytingar eru oftast bundnar við neðsta hluta mjógirnis og ristil, en geta komið fram hvar sem er í meltingarvegin- um frá munni og niður í endaþarm (2). Fylgt getur bólga í liðum, húð, augum, gallvegum og lifur (2). Bólga í slímhúð og garnavegg er oftast svæðisbundin og bólgin svæði aðskilin af óbólgnum, andstætt slímhúðarbólgu í sárarist- ilbólgu (colitis ulcerosa), sem ávallt er samfelld frá endaþarmi og upp í ristil (2). Þó um svæðis- garnabólgu og sáraristilbólgu sé oft notað sam- heitið þarmabólgusjúkdómur (inflammatory bowel disease, IBD), er talið víst, að um tvo aðskilda sjúkdóma sé að ræða (2). Mikill áhugi er á faraldsfræði sjúkdómsins þar sem rannsóknir sýna, að nýgengi hans er breytilegt eftir löndum og hefur víða farið hækkandi á liðnum árum, einkum á norðlæg- um slóðum. Hærra nýgengi í borgum en í sveit- um er talið benda til áhrifa umhverfisþátta, en kannanir gefa einnig til kynna að erfðir skipti máli í orsakafræði sjúkdómsins (1). Þá hefur komið fram að tóbaksreykingar séu áhættu- þáttur (1). Fyrsta faraldsfræðilega könnunin á svæðis- garnabólgu, sem gerð var hér á landi, náði yfir 30 ára tímabil 1950-1979 (3,4). Hún leiddi í ljós mjög lágt nýgengi, eða 0,5 tilfelli á 100.000 íbúa á ári fyrri tvo áratugina og 0,9 tilfelli á 100.000 íbúa á ári þann síðasta. Á árunum eftir 1985 komu hins vegar fram fleiri tilfelli af svæðis- garnabólgu en sem svaraði þessu nýgengi. Þótti fljótt sýnt að ný könnun á nýgengi sjúk- dómsins væri orðin tímabær. Markmiðið með þeirri rannsókn, sem hér verður sagt frá, var að finna nýgengi svæðis- garnabólgu á 10 ára tímabili, frá 1980 til 1989, og bera niðurstöðurnar saman við fyrrgreinda íslenska rannsókn og nokkrar aðrar sem gerðar hafa verið á svipuðum tíma í nágrannalöndun- um. Efniviður og aðferðir Kannaðar voru skrár um ristil- og mjógirnis- vefjasýni, sem bárust Rannsóknastofu Há- skóla íslands í meinafræði í Reykjavík og meinafræðideild Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri á tímabilinu 1.1. 1980 til 31.12. 1989. Rannsóknarniðurstöður vefjasýna með bólgu- breytingum voru kannaðar, samtals um það bil 3000 vefjarannsóknarsvör. Rannsóknin sem er afturskyggn, nær þannig til allra bólginna vefjasýna, smásýna og garnahluta, sem tekin voru úr meltingarvegi sjúklinga á landinu öllu á tímabilinu. Sýni með bólgubreytingum, grunsamlegum fyrir þarmabólgusjúkdóm, voru valin úr og kannaðar voru sjúkraskýrslur og röntgen-, speglunar- og aðgerðarlýsingar sjúklinganna. Til viðbótar voru kannaðar allar niðurstöður röntgenmynda af mjógirni sem teknar voru á Landspítalanum, Borgarspítal- anum, Landakotsspítala og Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri á rannsóknartímabilinu. Þau tilfelli sem uppfylltu viðurkennd skilmerki sjúkdómsins (5) voru tekin með í rannsóknar- hópinn. I þessum skilmerkjum felast þættir sem eiga við um niðurstöður speglunar, rönt- genmyndatöku og vefjarannsókna. Áhersla er lögð á að bólgubreytingarnar séu svæðis- bundnar en ekki samfelldar. Af einstökum vefjabreytingum vega bólguhnúðar (granu- loma) þyngst. Mikilvægt er að útiloka sýkingu og blóðþurrð (ischemia). Jafnframt leit að svæðisgarnabólgu var gerð leit að sáraristil- bólgu og þess vandlega gætt að aðgreina þessa tvo sjúkdóma. Samanburður við skrá um sjúk- linga frá fyrra rannsóknartímabili, 1950-1979, auðveldaði staðfestingu á því að alltaf væri um nýgreinda einstaklinga að ræða. Skráður var aldur sjúklinganna, heimilisfang við greiningu, kyn, sjúkdómseinkenni, tíma- lengd einkenna, upplýsingar um ættingja með þarmabólgusjúkdóm, dagsetningar og niður- stöður speglana, röntgenmyndatöku og vefja- rannsókna, útbreiðsla og gangur sjúkdómsins,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.