Læknablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 44
466
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
botnlangabólgu á fimm mánaða tímabili, 1.
febrúar til 30. júní 1993, voru rannsakaðir.
Rannsóknin náði til 36 sjúklinga, 20 karlmanna
og 16 kvenna á aldrinum 12-77 ára. Meðalaldur
var 29 ára. Auk þess voru skráð fyrir hvern
sjúkling ýmis atriði úr sögu og skoðun og nið-
urstöður nokkurra blóðrannsókna. Fyrir hvert
þessara prófa var reiknað spágildi (predictive
value), næmi (sensitivity) og sértekt (specifici-
ty) fyrir bráðri botnlangabólgu.
Niðurstöður: Af 36 sjúklingum fóru 27 í að-
gerð og höfðu 22 botnlangabólgu en 14 ekki.
Sex sjúklinganna voru að minnsta kosti 0,5°C
heitari hægra megin en aðeins tveir þeirra með
botnlangabólgu. Hinir 30 sjúklingarnir höfðu
ekki þennan hitamun en 16 þeirra höfðu bráða
botnlangabólgu. Fyrir húðhitamælinguna var
spágildi jákvæðs og neikvæðs prófs 33% hvort
um sig, næmi 9% og sértekt 71%. Þessar niður-
stöður sýndu enga fylgni hærri húðhita yfir
McBurneys depli við bráða botnlangabólgu og
því er húðhitamæling að okkar mati gagnslaus
rannsókn.
Hækkun á hvítum blóðkornum kom skást út
í þessari skoðun með spágildi jákvæðs prófs
91%, spágildi neikvæðs prófs 86%, næmi prófs
91%, og sértekt 86%. Að öðru leyti reyndust
hefðbundin atriði í rannsóknum, sögu og skoð-
un gagnslaus hvert um sig samkvæmt þessum
niðurstöðum við mat á bráðri botnlangabólgu.
Ályktun: Óneitanlega eru það vonbrigði að
sjá á bak húðhitamælingunni. Ekki er minna
áfall að sjá að hið hefðbundna sem okkur er
kennt að fara eftir er svo til gagnslaust líka.
Hins vegar er gott til þess að vita að greining á
jafnalgengum sjúkdómi og botnlangabólgu er
ennþá alfarið háð klínísku mati þess sem sér,
skoðar og hlustar á sjúklinginn.
Inngangur
Botnlangabólga er algengur sjúkdómur, 1,75
tilfelli á 1000 íbúa greinast á ári. í Evrópu og
Norður-Ameríku gangast 7-12% fólks undir
botnlangatöku vegna gruns um botnlanga-
bólgu einhvern tíma á lífsleiðinni (1,2). Þrátt
fyrir algengi sjúkdómsins er greiningin oft
snúin, enda er ekki óalgengt að 20-30% sjúk-
linga sem gangast undir botnlangatöku hafi
óbólginn botnlanga (3-7). Reynslan sýnir að
blóðrannsóknir hafa takmarkað gildi við grein-
ingu sjúkdómsins og nýrri myndgreiningarað-
ferðir eins og ómskoðun, sneiðmyndataka,
segulómun og hvítkornaskann hafa ekki náð
viðurkenningu (8). Enn er því hlutfall óbólg-
inna botnlanga við botnlangatöku víðast hvar
hátt. Þetta er áhyggjuefni enda botnlangataka
ein algengasta aðgerð sem framkvæmd er. Að-
gerðirnar kosta töluvert fé og geta auk þess
haft fylgikvilla í för með sér. Þetta á ekki síður
við þegar botnlanginn er óbólginn. Fylgikvillar
sjást fyrr eða síðar hjá allt að 20% sjúklinga
(3,5). Oftast eru þeir vægir en 3-5% sjúkling-
anna fá sýkingar og 2-3,3% garnastíflu (3,5,6)
en það er heldur hærri tíðni en eftir aðgerð við
bólgnum botnlanga (3,8-12). Avinningur af
bættri greiningu er því augljós. Undanfarin ár
hefur athyglin beinst að kviðsjárspeglun en þar
sem svæfa þarf sjúklinginn eru ókostir þeirrar
aðgerðar augljósir. I nýlegri breskri rannsókn
var sýnt fram á hærri húðhita yfir botnlanga-
stað hjá öllum sjúklingum með bólginn botn-
langa en engum úr viðmiðunarhópi (sértekt
100% en næmi 64%) (13). Úrtakið var hins
vegar lítið og notaðir voru ónákvæmir strimlar
til þess að mæla húðhitann (14).
Markmið rannsóknarinnar var að kanna for-
spárgildi (predictive value) húðhitamælinga
með nákvæmum húðhitamæli og að kanna
vægi hefðbundinna blóðrannsókna og ein-
kenna í sögu og skoðun við mat á botnlanga-
bólgu.
Efniviður og aðferðir
Teknir voru inn í rannsóknina sjúklingar
sem komu á bráðamóttöku Landspítalans
grunaðir um bráða botnlangabólgu á fimm
mánaða tímabili frá 1. febrúar til 30. júní 1993.
Rannsóknin náði til 36 sjúklinga, 20 karlmanna
og 16 kvenna á aldrinum 12-77 ára. Meðalaldur
var 29 ára. Fyrir hvern sjúkling var skráður
líkamshiti mældur í endaþarmi (með hefð-
bundnum kvikasilfursmæli), húðhiti yfir
McBurneys depli og samsvarandi stað vinstra
megin á kviði, einnig hvort sjúklingur hefði
þreifieymsli yfir til hægri við endaþarmsskoð-
un eða þreifieymsli í hægri mjaðmargróf. Jafn-
framt var tekið fram hvort verið hefði ógleði,
uppköst eða niðurgangur í veikindunum.
Húðhiti var mældur með sérstökum mæli
með yfirborðsskynjara sem lagður er á húðina
og mælir hitastig með 0,1°C nákvæmni (ama-
digit, Precision®). Mælt var yfir McBurneys
depli og samsvarandi stað vinstra megin á
kviði. Húðhitamunur var talinn marktækur ef
hann reyndist að minnsta kosti 0,5°C hærri
hægra megin.