Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 10
438 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Table I. Crohn’s disease in Iceland 1980-1989. Number of cases, male/female ratio and mean annual incidence/100.000. Total M/F lncidence/100.000/year Years number ratio Men Women Total 1980-1984 32 0.7 2.2 3.3 2.7 * 1985-1989 43 1.2 3.7 3.3 3.5 * Total 75 0.9 3.0 3.3 3.1 * This increase is not statistically significant. auk þeirra upplýsinga sem fyrir lágu um með- ferð og afdrif. Upplýsingar um mannfjölda voru fengnar frá Hagstofu íslands. Á tímabilinu jókst mann- fjöldi á landinu úr 229.000 íbúum árið 1980 í 254.000 árið 1989. Við útreikninga á meðalný- gengi var notaður meðalmannfjöldi á tímabil- inu, en við útreikninga á nýgengi í aldurshóp- um voru notaðar mannfjöldatölur á miðju tímabilinu, 1. desember 1984. Gert var ráð fyrir að fjöldi tilfella á hverjum tíma og í hverjum aldurshópi fylgdi hér um bil Poisson dreifingu. I samræmi við þetta voru reiknuð 95% öryggis- mörk. Niðurstöður Nýgengi: Á þessu 10 ára tímabili, 1980-1989, fundust 75 sjúklingar með staðfestanlega svæð- isgarnabólgu, 36 karlar og 39 konur (kynja- hlutfall 0,9). í töflu I kemur fram að aukning hefur orðið á fjölda sjúklinga á þessum árum, samfara breytingu á kynjahlutfalli, en hvorug breytingin er þó tölfræðilega marktæk. Taflan sýnir einnig heildarnýgengi sjúkdómsins, en það var að meðaltali 3,1 tilfelli á 100.000 íbúa á ári (95% öryggismörk 2,5-3,99), sem er mark- tæk aukning frá áratugnum 1970-1979 (3). Aldursdreifing: Sjúkdómurinn greindist á öllum aldri, yngsti sjúklingurinn var fjögurra ára og sá elsti 78 ára. Fram kom tvítoppa ald- ursdreifing, þannig að fjölmennast var í aldurs- hópnum 20-29 ára og næst fjölmennast í hópn- um 60-69 ára. Mynd 1 sýnir nýgengi í 10 ára aldurshópum til 79 ára. Þar er einnig um tvo aldurstoppa að ræða. Hæst var nýgengið í ald- urshópnum 60-69 ára, 8,9 tilfelli á 100.000 fbúa á ári, en lægst hjá börnum yngri en 10 ára. Meðalaldur karla var 38,3 ár, en kvenna 42,0 ár. Búseta: Nýgengi sjúkdómsins í hverju hinna átta kjördæma landsins var kannað miðað við skráða búsetu við greiningu. Könnunin leiddi í ljós, að sjúkdómurinn dreifðist ójafnt um land- ið en munurinn var ekki tölfræðilega marktæk- ur. Nýgengi var lægst á Vesturlandi, en hæst á Norðurlandi vestra. í Reykjavík var það nokkru hærra en meðalnýgengi á landinu öllu. Utbreiðsla bólgunnar: Við mat á útbreiðslu bólgubreytinga í meltingarvegi var stuðst við niðurstöður úr ristil- eða mjógirnisspeglun, röntgenmyndatöku af ristli eða mjógirni, að- gerðarlýsingu skurðlæknis og niðurstöðu úr vefjarannsókn á brottnumdum garnahluta, þegar það átti við. Hjá 77,3% sjúklinganna hafði verið gerð ristilspeglun, hjá 60% teknar röntgenmyndir af ristli, hjá 61,3% teknar rönt- genmyndir af mjógirni og hjá 44% voru garna- hlutar fjarlægðir. í töflu II sést, að bólgubreytingar í melting- arvegi voru einskorðaðar við ristil hjá 54,7% sjúklinganna og við mjógirni hjá 25,3%, en hjá 18,7% þeirra var bólga til staðar bæði í mjó- girni og ristli. Einn sjúklingur hafði bólgu bundna við maga. Taflan sýnir ennfremur dreifingu bólgu í meltingarvegi hjá sjúklingum í 20 ára aldurshópum. Hjá sjúklingum 60 ára og eldri var bólgan að miklu leyti einskorðuð við ristil, eða hjá 80,9%. Hlutfall bólgubreytinga í ristli fór vaxandi með aldri og sýndi marktæka línulega leitni (p=0,003). Meingerð: Vefjasýni voru tekin hjá öllum Number /100,000 / per year 10-i--------------------- Age groups Fig. 1. Crohn’s disease in Iceland 1980-1989. Age related incidence.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.