Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1996, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.07.1996, Blaðsíða 20
514 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Tilgangurinn með með því að velja breytur eins og aldur, aldur2, skoðunarár og íbúðar- stærð til viðbótar við menntabreyturnar skýra sig sumar sjálfar. Nauðsynlegt var að leiðrétta fyrir aldri þar sem aldursdreifingin var tölu- verð. Einnig fór læknisskoðun einstaklinga fram á mismunandi tímum, allt frá 1967 til 1991, og var því reynt að leiðrétta fyrir hugsanlegum breytingum á áhættuþáttum fyrir þennan langa tíma. Til þess að kanna hvort efnahagur hefði áhrif á áhættuþættina var íbúðarstærð notuð sem mælikvarði á efnahag. Þessi breyta hafði marktæka fylgni við meðal annars hæð, þyngd og þyngdarstuðul beggja kynja og kom einnig að sumum þáttum reykinga. Gerð var tilraun til þess að meta hvort sam- bandið hefði breyst á tímabilinu 1967 til 1991, það er hvort munurinn milli hópa hefði minnk- að, aukist eða jafnvel snúist við. Afram var notuð línuleg aðhvarfsgreining og búin til breytan menntun • skoðunarár þar sem mennt- un gat tekið gildin einn, tveir, þrír eða fjórir fyrir hópana fjóra og kannað hvort þessi breyta hafði marktæka fylgni við áhættuþættina. í ljós kom að hún hafði enga fylgni við áhættuþætti hjá körlum en í fjórum tilfellum hjá konum (p<0,02); Kólesteról, þyngdarstuðull, lag- þrýstingur og reykingar (mynd 4). Hvað varð- aði kólesteról hjá konum þá fór munurinn milli hópanna minnkandi með tímanum og snerist sambandið við í kringum 1981. í upphafi hafði hópur 4 hæstu kólesterólgildin, en þau lægstu í lok rannsóknartímans. Einnig lækkaði kólest- eról innan hvers hóps með tímanum. Þyngdar- stuðullinn fór vaxandi innan hvers hóps með tímanum en munurinn milli hópa fór minnk- andi. Reykingar jukust einnig með tímanum innan hvers hóps en munurinn milli hópa fór minnkandi. Lagþrýstingur fór minnkandi með tímanum innan hvers hóps og munurinn milli hópa einnig og bendir líkanið til þess að mun- urinn hafi að mestu horfið. Líkanið gerir ráð fyrir að samband menntabreytu og háðra breytna (kólesteról og svo framvegis) sé línu- legt. Við útreikninga var leiðrétt fyrir aldri og var viðmiðunaraldur 60 ár. Hafa verður í huga við túlkun líkananna á áðurnefndum samböndum að fjölfylgnistuðull- inn (Multiple R) í öðru veldi var aldrei hærri en 0,138 (slagþrýstingur hjá konum) og lægstur 0,003 (meðal karla sem aldrei höfðu reykt). Þannig var aðeins hægt að skýra um 0,3-14% af breytileikanum á umræddum áhættuþáttum með þeim óháðu breytum sem notaðar voru hverju sinni. Líkanið er því ekki gott til að meta samband menntunar og áhættuþátta hjá tilteknum einstaklingi heldur takmarkast við samanburð milli hópa. Ekki er alveg ljóst hvaða þýðingu þessar töl- ur hafa til dæmis varðandi dánartíðni. Emil Sigurðsson, Nikulás Sigfússon og fleiri mátu áhrif ýmissa áhættuþátta á dánartíðni af völd- um meðal annars kransæðasjúkdóms hjá körl- um (27). Þar reiknuðu þeir út stuðul (beta stuðul) fyrir hvern áhættuþátt sem metur tillag hvers áhættuþáttar við dánartíðnina. Til eru óbirt gögn um það sama hjá konum. Ef þessum stuðlum er beitt á niðurstöðurnar frá hópum 1 og 4 kemur í ljós að körlum úr hópi 4 ætti að vera um 10% hættara að deyja úr kransæða- sjúkdómi. en konum um 20% hættara miðað við gefna áhættuþætti. Munurinn á milli kynja felst meðal annars í meiri mun á reykingatíðni meðal kvenna og einnig er meiri munur milli kvennahópanna á til dæmis blóðþrýstingi. Ekki voru til stuðlar fyrir lagþrýsting og er hann því ekki með í þessu mati. Hér er aðeins um gróft mat að ræða og ber að taka því með fyrirvara. Frekari rannsóknir þurfa að beinast að því að kanna raunverulegt samband sjúk- dóma og menntunar í sömu gögnum. En hvers vegna er þessi munur milli þjóðfé- lagsstétta? Settar hafa verið fram tvær grund- vallarkenningar um samband sjúkdóma og þjóðfélagslegrar stöðu (24): a) Sambandið er komið til vegna þess að þeir sem eru í aukinni hættu á sjúkdómum veljast í lægri þjóðfélagsstétt og þeir sem eru í minni hættu veljast eða flytjast frekar í hærri þjóðfé- lagsstétt. b) Sambandið kemur til vegna skekktrar dreifingar á áhættuþáttum milli stétta, hugsan- lega vegna þess að þeir sem eru betur settir eru móttækilegri fyrir ráðgjöf um heppilegt líferni. Við hæfi er að minnast þess að eitt af stefnu- málum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar er að draga úr þjóðfélagslegum mun milli stétta í heilsufarslegu samhengi fyrir árið 2000 (28). Rannsókn okkar bendir til að slíkur munur finnist á íslandi ekki síður en meðal annarra þjóða. Ef þessi tilgáta hlýtur staðfestingu með frekari rannsóknum gæti verið tilefni til átaks í heilbrigðismálum, sem beindist sérstaklega að þeim sem hafa af einhverjum ástæðum orðið útundan vegna þjóðfélagslegrar stöðu sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.