Læknablaðið - 15.07.1996, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
531
Nýr doktor í læknisfræði
Þann 4. nóvember 1995 varði Þorsteinn
Njálsson læknir doktorsritgerð við Háskóla ís-
lands. Ritgerðin nefnist: On Content of
Practice. The advantages of computerized infor-
mation systems in family practice. Fer ágrip úr
ritgerðinni hér á eftir.
Doktorsritgerðin fjallar um tölvufærð sam-
skipti íslendinga við heimilislækna og heilsu-
gæslustöðvar víða um land. Alls 257 þúsund
samskipti 50 þúsund einstaklinga yfir eitt ár. Á
hverju ári lætur nærri að ein milljón samskipta
eigi sér stað við heilsugæsluna. Til samanburð-
ar má nefna að sérfræðilæknar innheimta ár-
lega fyrir 330 þúsund viðtöl. Umfangið er því
gríðarlegt og margt sem er fróðlegt. Rann-
sóknarhópurinn sem býr í dreifbýli hefur sam-
svarandi aldurs- og kynskiptingu og íslending-
ar allir, sem gefur möguleika á því að heimfæra
niðurstöður þess hóps á íslendinga alla. Upp-
lýsingar sem dregnar hafa verið fram í þessu
safni eru í höfuðatriðum: 1) Af hverju leita
íslendingar til heimilislækna, 2) hvað er það
sem læknar telja að gangi að þessum einstak-
lingum, og 3) hvað var gert fyrir þessa einstak-
linga, það er ráðgjöf, aðgerðir, innlagnir, til-
vísanir, lyfjagjöf, rannsóknir svo nokkuð sé
nefnt.
Til frekari fróðleiks má nefna að 36-39% af
tilefnum komu til heimilislæknis voru vegna
sjúkdómseinkenna, og 44-50% að frumkvæði
heilbrigðisstarfsmanna. Meðaleinstaklingur-
inn kemur þrisvar til heimilislæknis á ári og
hringir 1,1-1,6 sinnum. Konur koma 40% oftar
en karlar. Algengi heilsuvanda sem tengjast
öndunarfærum, slysum og stoðkerfi er rúmlega
200 á 1000 einstaiclinga á ári. Fyrir hver 1000
samskipti skrifa heimilislæknar út 648 lyf,
senda í 141 blóð- og þvagrannsókn, framkvæma
126 aðgerðir, skrifa út 15-24 tilvísanir og leggja
inn 15-26 á sjúkrahús. Lyfjafjöldi sem ávísað er
samsvarar 3,3 lyfjaávísunum á hvert manns-
barn á ári. Þau lyf sem mest er ávísað eru
tauga- og geðlyf í um 9-12% samskipta, sýkla-
lyf í 10% og hjartalyf í 6-10% samskipta.
Kostnaður af röntgenmyndatökum í heilsu-
gæslunni er um 60 þúsund krónur á hver 1000
samskipti.
Niðurstöður þessar má nýta til að reikna út
kostnað af því sem læknar láta framkvæma og
framkvæma sjálfir. Finna má út hvernig læknar
leysa hin ýmsu vandamál, draga af því ályktan-
ir til að bæta meðferð og minnka kostnað. Nýta
má upplýsingar til að spá fyrir um framtíðar-
byrðar af sjúkdómum, sem er áhugavert þegar
við vitum að þjóðin eldist og við getum undir-
búið okkur undir þær breytingar. Bæta má
grunnmenntun lækna sem og símenntun, út frá
upplýsingum sem þessum.
Tölvufærðar sjúkraskýrslur eru mikilvægar
til rannsókná og stjórnunar á heilbrigðiskerf-
inu. Engar persónuupplýsingar mega né held-
ur þurfa að koma fram. Upplýsingar geta bor-
ist hratt og gefið möguleika á viðeigandi við-
brögðum til hagsbóta fyrir allan almenning
sem og stjórnendur heilbrigðismála.