Læknablaðið - 15.07.1996, Blaðsíða 32
524
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Table III. Central nervous system defects by type in five-year periods.
Type 1972-76 1977-81 1982-86 1987-91 Total
n (%) n (%) n (%) n (%) n (%)
Anencephaly 11 (32) 10 (29) 6 (26) 16 (32) 43 (30)
Spina bifida 14 (41) 17 (48) 10 (44) 14 (28) 55 (39)
Hydrocephaly 8 (24) 6 (17) 4 (17) 4 (8) 22 (15)
Encephalocele 1 (3) 1 (3) 2 0) 6 (12) 10 (7)
Holoprosencephaly 0 (0) 0 (0) 0 (0) 4 (8) 4 (3)
Other 0 (0) 1 (3) 1 (4) 6 (12) 8 (6)
Total (n) 34 (100%) 35 (100%) 23 (100%) 50 (100%) 142 (100%)
hryggur í 55 (með vatnshöfði 28 og án vatns-
höfuðs 27), vatnshöfuð án klofins hryggjar í 22
(þar af fjögur með öðrum minni göllum í mið-
taugakerfi), heilahaulun í 10, samhvelun í fjór-
um og aðrir gallar í átta tilvikum. Lifandi fædd
börn með miðtaugakerfisgalla voru 76 og af
þeim dóu 18 (24%) innan viku en 58 börn lifðu
lengur (tafla I). Andvana fæðingar voru 20 á
fyrri 10 árunum, en fimm á þeim síðari (tafla I).
Árangur ómskoðunar frá upphafi árs 1984 er
sýndur í töflu IV og á mynd 1. Með ómskoðun
greindust 62 tilvik miðtaugakerfisgalla hjá
fóstri (44%). Meðalmeðgöngulengd við grein-
ingu var 38 vikur á árunum 1972-1983, en hafði
lækkað í 24 vikur tímabilið 1984-1991 eftir til-
komu skipulegrar ómskoðunar. Á síðara tíma-
bilinu fundust flestir gallanna eða 37 við 24
vikna meðgöngu eða skemmri (þar af sjö milli
20 og 24 vikna). Frá 1979 var framkvæmd 41
fóstureyðing, en þar af voru 36 á árunum 1984-
1991. Sá galli sem oftast greindist við ómskoð-
un (í 12. til 24. viku) var heilaleysi. Gallar sem
greindust annað hvort ekki eða seint á með-
göngu voru 20% og meðgöngulengd þeirra
kvenna var 32—43 vikur. Síðast fæddist barn
með heilaleysi árið 1988, og greindist það ekki
fyrr en við keisaraskurð vegna óvissrar stöðu
fósturs. Sú kona hafði þó farið í ómskoðun við
18 vikna meðgöngulengd.
Með ómun greindust 41% tilfella af klofnum
hrygg, með eða án vatnshöfuðs, en 59%
greindust ekki fyrr en við fæðingu. Þeir gallar
sem greindust á meðgöngu voru allir hjá kon-
um sem skoðaðar voru á Kvennadeild Land-
spítalans. Klofinn hryggur án annarra galla
greindist aðeins í þremur tilvikum á 17.-20.
viku meðgöngu.
Heilahaulun var óalgeng en greindist alltaf
með ómskoðun og yfirleitt við 18-19 vikna
skoðunina. Samhvelun greindist alloft, en aðr-
ir sjaldgæfir miðtaugakerfisgallar yfirleitt ekki,
þar á meðal augnleysi, hvelatengslaleysi (agen-
esis corporis callosi) og heilasmæð (microcep-
halus). I heild greindust 60% gallanna fyrir 24.
viku meðgöngu og oftast við hina reglubundnu
ómskoðun milli 16.-19. viku (tafla IV). Fimm
sinnum greindist dáið fóstur með miðtauga-
kerfisgalla við ómskoðun, fjórum sinnum á
tímabilinu 33.^13. viku meðgöngu og einu
sinni við 17 vikna meðgöngu.
Á kvennadeild Landspítalans greindust 67%
allra miðtaugakerfisgalla. Annars staðar á
landinu var greiningarhlutfall ómskoðunar
36% (x2!= 10,37; p < 0,002) (tafla V).
Table IV. Number and percentage of central nervous system defects diagnosed in 1984-1991, before and after 24 completed
weeks gestation with mean (m) and range of gestational age at diagnosis.
Type of defect Diagnosed before 24 weeks Diagnosed after 24 weeks
n (%) m range n (%) m range
Anencephaly 16 (80) 18.9 12-24 4 (20) 35.2 32-43
Spina bifida 8 (40) 19.6 17-23 12 (60) 38.6 34-42
Hydrocephaly 4 (66) 20.7 20-22 2 (33) 35.5 34-37
Encephalocele 6 (100) 20 19-20 0
Holoprosencephaly 2 (50) 19 18-20 2 (50) 32.5 28-37
Other 1 (17) 19 19 5 (83) 39.6 38-41
Total
37
(60)
25 (40)