Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1998, Qupperneq 8

Læknablaðið - 15.12.1998, Qupperneq 8
912 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 ur í ákvörðun meðferðar og gera kröfur um upplýsingar. Slík mál sem Bristolmálið var, eiga án efa eftir að auka enn á virkni sjúklinga í þessum samskiptum í framtíðinni. Þegar sjúklingur leitar til læknis hver er þá bakgrunnur læknisins? Hvað er það sem gerir lækninn þess verðugan að sjúklingur leitar til hans með vandamál sín? Sérmenntaður læknir sem hefur störf á sjúkrastofnun hefur lokið sex ára námi í læknadeild Háskóla íslands, hann hefur starfað í tvö til þrjú ár áður en lækninga- leyfi er gefið út, stundað fjögurra til sex ára sérnám við erlendan háskólaspítala, lokið er- lendum sérfræðiprófum auk þess sem stöðu- nefnd landlæknis hefur lagt fram sitt mat, það er yfirvöld hafa metið hann hæfan til að starfa við sitt fag. Um fæmi læknis í starfi á sjúkra- stofnun er oft erfiðara að fá upplýsingar. Oft er það sem almannarómur dæmir lækninn: „hann er góður læknir“ eða „hann er vondur læknir“ eða eitthvað þar á milli. Slíkum dómum fylgja sjaldnast nokkrar haldbærar upplýsingar. Hefur það til dæmis löngum verið lenska hér á landi að ungir læknar nýkomnir heim frá námi, séu taldir uppfullir af visku og þekkingu og þar af leiðandi séu þeir betri læknar en þeir sem eldri eru í hettunni og læknar yfir 60 ára séu ekki lengur merkilegir pappírar. Þó er ekkert sem bendir til þess að fordómar af þessu tagi eigi við rök að styðjast. Erfitt getur reynst að afla upplýsinga um lækna og sjúkrastofnanir og meta þær. í Eng- landi hefur Bristolmálið leitt til þess að þarlend sjúkrahús hafa í vaxandi mæli lagt áherslu á að birta upplýsingar um þau störf sem þar eru unn- in, fjölda aðgerða og árangur og um leið að bera sig saman innbyrðis. Hins vegar getur slíkt einnig verið tvíeggjað. Sjúkrastofnun get- ur lagt allt kapp á að sýna sem bestan árangur til þess að ganga í augu sjúklinganna og hafna þannig ef til vill þeim sjúklingum sem veikari eru. Okkur er nauðsyn að tryggja áframhald- andi aðgang allra að sjúkrastofnunum okkar og tryggja áfram bestu meðferð. Það má segja að aðhald eigi að koma úr tveimur áttum. Annars vegar frá sjúklingunum og hins vegar frá læknunum sjálfum. Aðhald sjúklinga felst í því að vera krefjandi um upp- lýsingar en ekki hlutlausir þiggjendur auk þess sem þeir eiga rétt á að kæra læknismeðferð. Samkvæmt íslenskum lögum höndlar land- læknir slík kærumál og kannar hvað er hæft í kærunni. Áframhaldið ræðst síðan af því hvort læknir hafi brotið af sér í starfi eða ekki og getur hann fengið áminningu eða jafnvel leyf- issviptingu sé um alvarleg mál að ræða. Kæru- mál á hendur læknum og málsóknir hafa komið upp og eiga vafalítið eftir að koma upp. Til þess að reyna að koma í veg fyrir slík mál verður að upplýsa sjúklingana gjörla um það sem gert er og hverjar áhætturnar eru. Nýlega hefur verið tekinn upp sá siður að sjúklingar gefi skriflegt samþykki fyrir aðgerð og svæfingu en alltof oft hafa komið upp kærumál sem byggja á að lækn- ir hafi ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni á full- nægjandi hátt. Það innra eftirlit sem að læknun- um snýr er margþætt. Annars vegur eru klínísk- ar rannsóknir og uppgjör meðferðar, hvort sem um er að ræða aðgerðir eða aðra læknismeðferð og er þá að öllu jöfnu gerður samanburður við aðrar rannsóknir innlendar eða erlendar. Slíkar rannsóknir eru að jafnaði birtar bæði á ráð- stefnum og í læknisfræðitímaritum, innlendum sem erlendum. Þá er einnig eftirlit sem stjórn- endur og samstarfsfólk á hverri deild hafa með höndum með sínu starfsfólki og er þá að jafn- aði gripið í taumana þegar sést að læknir á í erfiðleikum einhverra hluta vegna í starfi. Eins er sérhverjum lækni nauðsynlegt að viðhalda þekkingu sinni með símenntun, kynna sér nýj- ungar sem sjúklingunum er til hagsbóta og sækja ráðstefnur. Erlendis eru það skurðlæknar, einkum á sviði hjarta- og æðaskurðlækninga, sem virðast vera skrefinu á undan öðrum læknum í því hvernig tryggja megi bestu meðferð og koma upplýs- ingum um störf sín á framfæri. Skurðaðgerðir eru þess eðlis að auðveldara er að henda reiður á hvað gert er og kynna árangur. Hins vegar hefur það vafist meira fyrir þeim læknum sem einkum eru á lyflæknissviði (lyflæknar, bama- læknar, heimilislæknar og fleiri) hvernig þeir geti komið á framfæri upplýsingum um færni sína. Má segja að þær sérgreinar þurfi að leggj- ast undir feld í því efni hérlendis sem erlendis. Hróðmar Helgason HEIMILDIR 1. Dyer C. Bristol doctors found guilty of serious professional misconduct. BMJ 1998; 316: 1924. 2. Schöldström U. Árhundradets medicinska skandal. Liikar- tidningen 1998; 95: 3956-7. 3. Westin S. Kirurger pá tiltalebenken. Tidsskr Nor Lægeforen 1998; 118:3102.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.