Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1998, Síða 10

Læknablaðið - 15.12.1998, Síða 10
914 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 tækt öfugt samband menntunar og dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma hjá körlum og kon- um. Dánaráhætta efsta menntahópsins var tæp 70% af dánartíðni þess lægsta hjá körlum (p<0,02) og rúmlega 20% hjá konum (p<0,01). Sambandið var áfram fyrir hendi eftir að leið- rétt var fyrir áhættuþáttum en var ekki mark- tækt hjá konum (p<0,03 fyrir karla og p>0,10 fyrir konur). Alyktanir: Menntun er sjálfstætt tillag í dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma hjá körlum en ekki með vissu hjá konum. Ætla má að sama samband sé fyrir hendi meðal kvenna en dauðsföll þeirra voru mun færri. Menntun hafði sterkt forspárgildi umfram aðra þætti um dauðsföll af völdum kransæðasjúkdóma og þekktir áhættuþættir skýrðu aðeins lítinn hluta af muni á dánartíðni milli mismunandi mennta- hópa. Menntun hafði einnig sterk verndandi áhrif hvað varðaði dánartíðni af völdum allra orsaka. Inngangur Samband þjóðfélagsstöðu við sjúkleika og dánartíðni hefur lengi verið þekkt (1-6). Eink- um hefur dánartíðni af völdum hjartasjúkdóma vakið áhuga (1), enda eru þeir algengsta dánar- orsök á Vesturlöndum (7) og algengi þeirra tengist lífsstíl. Fyrr á þessari öld voru hjarta- sjúkdómar algengari hjá þeim sem betur voru settir en á síðari árum hefur þetta samband snú- ist við (1,5,8-11). Niðurstöður nokkurra rann- sókna hafa jafnvel gefið til kynna að munur á dánartíðni ólíkra þjóðfélagshópa sé að aukast (1,8,10,12,13). Því hefur verið haldið fram að stéttaskiptingar gæti minna hér á landi en ann- ars staðar í hinum vestræna heimi en margt bendir þó til að félagslegur jöfnuður hér á landi sé ekki eins mikill og menn vilja vera láta (14). Því er áhugavert að kanna hvort þjóðfélagsleg- ur jöfnuður ríki á íslandi hvað dánartíðni og dánarorsakir snertir. Einnig er áhugavert að kanna hvort hugsanlegur stéttamunur á dánar- tíðni hér á landi gæti skýrst af þekktum áhættu- þáttum hjarta- og æðasjúkdóma eða hvort leita þurfi annarra skýringa. Áður hefur verið lýst sambandi menntunar og áhættuþátta kransæða- sjúkdóma meðal karla og kvenna sem tóku þátt í hóprannsókn Hjartaverndar þar sem þekktir áhættuþættir höfðu að jafnaði meiri styrk með- al þeirra sem voru minna menntaðir (3). Hér er gerð grein fyrir framskyggnri rann- sókn á tengslum menntunar og dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma á íslandi. Einnig var kannað samband menntunar og dánartíðni af völdum krabbameina og slysa í sömu gögn- um ásamt heildardánartíðni. Efniviður og aðferðir Rannsókn þessi var hluti af Hjartaverndar- rannsókninni en hún er framskyggn hóprann- sókn sem hófst árið 1967. Þátttakendur í hóp- rannsókn Hjartaverndar voru karlar fæddir 1907-1934 og konur fæddar 1908-1935, en öll- um einstaklingum úr þessum árgöngum sem búsettir voru í Reykjavík og nágrannabyggðar- lögum samkvæmt þjóðskrá 1. desember 1966 var upphaflega boðin þátttaka í hóprannsókn- inni, alls 30.853 einstaklingum, 14.945 körlum og 15.908 konum. Þátttakendum var skipt í sex rannsóknarhópa (A-F) eftir fæðingardegi og fæðingarári eins og áður hefur verið lýst (15) og hafa ákveðnir hópar komið til rannsóknar á hverju stigi rannsóknarinnar, en þau hafa verið sex alls. Þessi rannsókn tók til allra þeirra sem komu í fyrstu heimsókn sína í hóprannsókn Hjarta- verndar á stigum I-V, þar sem hópar A-E voru til rannsóknar, en sumir hafa komið oftar en einu sinni (15-17). Þátttakendum var fylgt eftir í 3-27 ár, eftir því hvenær þeir komu inn í rann- sóknina. Allir þátttakendurnir höfðu fengið sendan spurningalista fyrir komu, þar sem spuri var um heilsu og félagslega þætti, þar á meðal menntun (18). Þátttakendum var skipt í fjóra hópa eftir því námi sem þeir höfðu lokið (19): Hópur 1: háskólapróf eða sambærileg menntun. Þessum hópi tilheyrðu þeir sem lokið höfðu almennu háskólaprófi og einnig þeir sem lokið höfðu kennaraprófi ef um stúdentspróf var einnig að ræða. Þessum flokki tilheyrðu einnig þeir sem lokið höfðu prófi í forspjalls- vísindum. Hópur 2: stúdentspróf eða sambæri- leg menntun. Með því flokkaðist stúdentspróf, samvinnuskólapróf, verslunarskólapróf og kennaraskólapróf. Hópur 3: gagnfræðapróf eða sambærileg menntun. Þeim flokki tilheyrðu þeir sem lokið höfðu gagnfræðaprófi, ung- lingaprófi, miðskólaprófi, landsprófi, prófi úr sjómanna- og stýrimannaskóla, iðnskólaprófi og prófi úr tækniskóla án stúdentsprófs. Hópur 4: barnaskólapróf eða minni menntun. Þátttakendur í hóprannsókn Hjartaverndar rnættu tvisvar til rannsóknar í hverjum áfanga. 1 fyrri heimsókninni, þar sem þátttakendur mættu fastandi. var blóðþrýstingur mældur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.