Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 15

Læknablaðið - 15.12.1998, Page 15
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 919 rannsakendur hafa fengið niðurstöður líkar okkar þegar skoðuð hafa verið tengsl þjóðfé- lagsstöðu og dánartíðni af völdum kransæða- sjúkdóma (1,2,4,5,10-12,22) og krabbameina (4,10,12,22) ásamt dánartíðni af völdum allra orsaka (1,2,4,10,12,22,25). Erfitt er þó að bera þessar rannsóknir fullkomlega saman við rann- sókn okkar, þar sem notaðar eru aðrar reikni- aðferðir og aðrir áhættuþættir eru hafðir til hliðsjónar. Þó er fyrir hendi sama tilhneiging til aðgreiningar dánaráhættu fólks eftir þjóðfé- lagsstöðu, mældri með menntun. Ein þessara rannsókna (5) er bandarísk-rúss- nesk framskyggn rannsókn sem hófst árið 1973. Þar eru til rannsóknar tæplega átta þús- und karlmenn í Moskvu og Sankti Pétursborg. Sá hluti þeirrar rannsóknar sem hér er til um- ræðu tók til tæplega tvö þúsund karlmanna og var þeim fylgt eftir í 12 ár. Áhættuþættir voru lágt HDL (high density lipoprotein) kólesteról og hátt LDL (low density lipoprotein) kólester- ól í sermi, slagþrýstingur, þyngdarstuðull, áfengisneysla og reykingar, en fleiri þættir voru þó skoðaðir líkt og í Hjartaverndarrann- sókninni. Að auki var leiðrétt fyrir aldri og rannsóknarstöð. Þátttakendum var skipt í þrjá hópa eftir menntun og var dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma rúmlega 60% hærri í lægsta menntunarhópnum miðað við þann efsta þegar litið var til allra þátttakenda, en meira en tvö- faldur munur var á þessum hópum hjá körlum sem töldust vera án merkja um kransæðasjúk- dóm í upphafi rannsóknar. Eftir að leiðrétt hafði verið fyrir áhættuþáttum var munurinn svo 40% og tæp 90%, en hann var ekki lengur tölfræðilega marktækur í heildarhópnum. Þann- ig var til staðar sama öfuga samband menntun- ar og dánartíðni og við höfum lýst og líkt og í rannsókn okkar skýrðu áhættuþættirnir ekki nema lítinn hluta af muninum á dánartíðni milli menntahópanna, að minnsta kosti ekki hjá þeim sem voru án merkja um kransæðasjúk- dóm í upphafi rannsóknar. I hollenskri rannsókn (22) sást líkt samband. Sú rannsókn tók til tæplega 80 þúsund karla sem fæddir voru árið 1932 og komu til skoðun- ar vegna herþjónustu á árunum 1950-1951. Þeim var fylgt eftir í rúmlega 30 ár. Mæld hafði verið hæð og þyngd þátttakenda, hjartsláttar- tíðni í hvíld, slag- og lagþrýstingur og almennt heilsufar metið, ásamt fleiri þáttum, en í út- reikningum var ekki leiðrétt fyrir öðru en lík- amshæð og heilsufarsstuðli. Þátttakendum hafði verið skipt í sjö hópa eftir menntun en þrír efstu hóparnir voru sameinaðir vegna fæðar. Efsti hópurinn var notaður til viðmiðunar. Lækkandi dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma og krabbameina var til staðar með aukinni mennt- un en munurinn var einungis marktækur milli efsta menntahópsins og þess neðsta. Dánartíðni lægsta menntahópsins af völdum kransæða- sjúkdóma var 70% af dánartíðni efsta mennta- hópsins, og dánartíðni sama hóps af völdum krabbameina 75% (leiðrétt fyrir líkamshæð og heilsufarsstuðli). Þegar dánaráhætta af völdum allra orsaka var skoðuð var munur milli allra hópa marktækur og leiðrétting fyrir líkamshæð og heilsufarsstuðli breytti litlu. Mögulegar skýringar: En hvaða þættir geta það verið sem hafa þessi áhrif umfram þekkta áhættuþætti á dánartíðni af völdum kransæða- sjúkdóma? Samband menntunar og allra áhættuþátta sem kannaðir hafa verið stefnir í verndandi átt. Menntun er greinilega einnig tengd öðrum þáttum, ásköpuðum eða áunnum, sem hamla gegn hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameinum sem og öllum öðrum dánaror- sökum og mælist því menntun sem sjálfstæður verndandi þáttur. Aðrir rannsakendur hafa reynt að leiða rök að því hvaða þættir er þarna að verki og má nefna mataræði (1,5,8,10,25), hreyfingu (25). heilsuvenjur (23). þætti í blóð- storkukerfinu (4,8,11), aðgang að læknisþjón- ustu (1), bætta læknismeðferð og betri lífshorf- ur ásamt forvömum (6,23,26), einnig meðferð- arheldni, skilning, innri hvatningu og almennar aðstæður (1) ásamt þekkingu á áhættuþáttum eða sjúkdómum (1,6,12). Sálfélagslegir þættir hafa verið nefndir til sögunnar (4,8,10-12) en hafa ekki verið mikið rannsakaðir. Streita gæti þó verið fyrr greind hjá þeim sem hafa meiri menntun (12) eða verið raunverulega minni. Við gerðum ekki tilraun til að meta einstaka hugsanlega áhrifaþætti og verða þeir því við- fangsefni frekari rannsókna. Ályktun okkar er því sú að menntun hafi sterk sjálfstæð áhrif á dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma og dánartíðni af völdum allra orsaka og hafi einnig áhrif á dánartíðni af völdum krabbameina. Frekari rannsókna er þörf til að reyna að skýra þetta samband og þyrftu þær að beinast að þáttum sem mögulega tengjast menntun og reyna að skýra af hverju þjóðfélagsstaða sé orðin einn af sterkustu áhrifavöldum lífs og heilsu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.