Læknablaðið - 15.12.1998, Side 22
924
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Table III. Carotid artery findings in 72 of 102 patients admitted
to the Department of Neurology and Rehabilitation Medicine at
Reykjavík City Hospital in 1994.
Ultrasonography of carotid arteries
No significant stenosis 51
Suspected significant stenosis 17
Occlusion of artery 3
Uncertain result 1
Total 72
Angiography of carotid arteries
>70% stenosis 10
<70% stenosis 3
Occlusion of artery 1
Fibromuscular dysplasia 1
Total 15
Ómun af hálsæðum reyndist óeðlileg hjá 21
(29%) einstaklingi (tafla III). Rannsóknin gaf
vísbendingu um marktæka þrengingu hjá 17,
lokun á hálsslagæð hjá þremur og niðurstöður
hjá einum einstaklingi voru tormetnar. Af þeim
17 einstaklingum sem við ómun var talið lík-
legt að hefðu marktæka þrengingu fóru 14 í
hálsæðamyndatöku (angiography) og greindust
þá 10 með marktæka þrengingu og einn með
lokun á hálsslagæð. Hjá þremur einstaklingum
reyndist þrengingin ekki marktæk á æðamynd.
Hjá þeim hafði ómun benl til þrengingar á bil-
inu 40-59% og 60-79%. Sá sem hafði tormetna
hálsæð við ómun reyndist vera með trefja-
vöðva-rangvöxt slagæðar (fibromuscular dys-
plasia) á æðamynd og taldist hann vera orsök
heiladreps. Með ómun eingöngu greindust
fimm einstaklingar. Þrír þeirra höfðu lokun á
innri hálsslagæð og tveir töldust hafa marktæka
þrengingu án þess að fara í æðamyndatöku.
Af þeim 10 sem voru með marktæka þreng-
ingu á æðamynd fóru níu í hálsæðaaðgerð.
Einn einstaklingur lagðist gegn aðgerð. Ómun
hálsæða hjá 72 leiddi til aðgerðar á hálsslagæð
hjá níu einstaklingum (12,5%).
Hjartasjúkdómar: Hjá 23 einstaklingum
fundust í hjarta 25 mögulegar orsakir fyrir
heilablóðþurrð. Tveir einstaklingar höfðu tvær
mögulegar orsakir hvor. Annar hafði gáttatif og
staðbundna hreyfitregðu (focal akinesia) í
vinstri slegli, hinn hafði sega í vinstri slegli og
gáttaskiptagúlp (atrial septal anuerysma) (tafla
r%.
Ómun af hjarta í gegnum brjóstvegg hjá 69
einstaklingum leiddi í ljós viðurkenndar orsak-
ir fyrir heilablóðþurrð hjá átta (11,5%). Af
þeim höfðu fjórir kransæðasjúkdóm. Ómun af
hjarta í gegnum vélinda var óeðlileg hjá fimm
Table IV. Cardioembolic sources in 102 patients with cerebral
ischemia admitted to the Department of Neurology and Reha-
bilitation Medicine in 1994 at Reykjavík City Hospital.
Arrhvthrnias
Atrial fíbrillation 9
Sick sinus syndrome 2
Total 11
Myocardial abnormalities
Acute myocardial infarction 1
Transthoracal echocardiography findings *
Global hypokinesia 2
Focal left ventricular akinesia 4
Left ventricular thrombosis 2
Transesophageal echocardiography findings **
Atrial septal aneurysm 4
Left ventricular thrombosis 1
Total 14
* In eight of 69 patients.
** In five of 11 patients.
(45%) af 11 einstaklingum. Enginn þeirra hafði
kransæðasjúkdóm. Viðurkennd orsök fyrir
heilablóðþurrð, sega í vinstri slegli, fannst hjá
einum þeirra en hjá fjórum fannst gáttaskipta-
gúlpur, sem hefur verið tengdur við heilablóð-
þurrð. í einu tilfelli varð heiladrep í kjölfar
bráðs hjartadreps.
Með hjartalínuriti greindist gáttatif hjá sex
einstaklingum við komu. Með hjartasírita
greindist hjartsláttaróregla hjá þremur. Einn
þeirra reyndist með slitrótt (intermittent) gátta-
tif og tveir höfðu holæðarskútaheilkenni (sick
sinus syndrome). Auk þess höfðu tveir sögu um
slitrótt gáttatif.
Einn þeirra sem töldust hafa hjartaorsök fyr-
ir heilablóðþurrð var á blóðþynningarmeðferð
fyrir áfallið. Sá hafði gáttatif. Af 23 einstak-
lingum sem töldust hafa í hjarta orsök heila-
blóðþurrðar voru 15 (65%) settir á blóðþynn-
ingu með warfaríni.
Enginn einstaklingur hafði ástæður fyrir
heilablóðþurrð bæði í hálsæðum og hjarta eins
og þær voru skilgreindar.
Smáœðasjúkdómur: Smáæðasjúkdómur
(lacunar infarction) í heila var talinn orsök
heiladreps hjá 16 einstaklingum og ástæða
skammvinnrar blóðþurrðar hjá einum.
limræða
Engar rannsóknir hafa verið gerðar á orsök-
um heilablóðþurrðar hérlendis. Faraldsfræði-
leg rannsókn var gerð á heilablóðföllum ein-
staklinga 35 ára og yngri á áttunda áratugnum
(13). Rannsókn er í gangi á áhættuþáttum og